Innlent

Morð í sömu götu fyrir þremur árum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Talið er að maðurinn sem lést á laugardaginn hafi látist af völdum hnífstungu. Það var einnig tilfellið í málinu fyrir þremur árum.
Talið er að maðurinn sem lést á laugardaginn hafi látist af völdum hnífstungu. Það var einnig tilfellið í málinu fyrir þremur árum. Vísir/Anton

Kona á sextugsaldri var í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði á laugardaginn. Rúm þrjú ár eru frá því morð var framið í sömu götu en nokkur hús skilja að húsin tvö þar sem fólkið lést.

Þá banaði Hlífar Vatnar Stefánsson vinkonu sinni en þau höfðu neytt fíkniefna um allnokkurt skeið áður en hann myrti hana.

Talið er að maðurinn sem lést á laugardaginn hafi látist af völdum hnífstungu. Það var einnig tilfellið í málinu fyrir þremur árum.

Hlífar var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraði og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Faðir Hlífars var skráður eigandi hússins en enginn var skráður til heimilis þar.


Tengdar fréttir

Hlífar Vatnar í sextán ára fangelsi fyrir morð

Hæstiréttur staðfesti í dag sextán ára fangelsisdóm yfir Hlífari Vatnari Stefánssyni sem varð Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana í heimahúsi í Hafnarfirði í byrjun febrúar, á síðasta ári.

Óreglumaður í haldi grunaður um morð

Ungur maður kom í annarlegu ástandi á lögreglustöð í gær og átti erfitt með að gera sig skiljanlegan. Í kjölfarið fannst látin kona á heimili hans og svo virðist sem henni hafi verið ráðinn bani með hníf. Maðurinn er góðkunningi lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×