Innlent

Strandaglópum var komið í gistingu

MYND/STEINAR ARASON
Hátt í 400 manns, aðallega námsmenn úr Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík, urðu strandaglópar í Staðarskála í gærkvöldi eftir að Holtavörðuheiði varð ófær. Þeim var komið í gistingu í skólahúsnæði og heimagistingu í grendinni.

Hinumegin heiðarinnar, eða á Bifröst, kom Rauði krossinn upp móttöku fyrir ferðamenn sem ekki komust lengra eða var bjargað af heiðinni, en fært var þaðan til Reykjavíkur.

Bjögurnarsveitarmenn voru fram að miðnætti að aðstoða fólk í föstum bilum um vestan- og norðvetanvert landið og til dæmis myndaðist mikil umferðarteppa í útjaðri Akureyrar í gærkvöldi sem langan tíma tók að greiða úr.

Nokkrar tilkynningar bárust um fok á Suðvestur- og Vesturlandi, en hvergi hlaust alvarlegt tjón af og truflun varð á millilandaflug um tíma í gærkvöldi.

Meðal annars  þurftu farþegar að bíða lengi um borð í vélunum eftir lendingu, þar sem þær komust ekki upp að flugstöðinni.

Fjallvegir á Vesturlandi, Vestrjörðum og víða á norðurlandi urðu ófærir, en veður fór að lægja í nótt og hófu vegagerðarmenn mokstur undir morgun þannig að vegirnir fara að opnast eftir því sem á morgunin líður.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×