Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Kristján Már Unnarsson skrifar 26. janúar 2015 12:42 Reykjavíkurflugvöllur. Minnsta flugbraut vallarins, sem deilt er um, sést á miðri mynd. Vísir/Pjetur Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll : „Alvarlegar villur eru í frétt Stöðvar 2 um áhættumat. Fyrirsögn um að áhættumatshópur hafi verið látinn víkja fyrir verkfræðistofu byggir ekki á réttum staðreyndum. Hið rétta er að tvær skýrslur verkfræðistofunnar EFLU voru unnar í kjölfar alvarlegra athugasemda sem Samgöngustofa, sem er opinber eftirlitsaðili með flugöryggismálum, gerði við drög að áhættumati sem hópurinn vann vegna fyrirhugaðrar lokunar flugbrautar. Isavia brást við ósk Samgöngustofu um frekari gögn og leitaði til verkfræðistofunnar sem vann síðustu skýrslu um sama efni fyrir 15 árum og fulltrúar í áhættuhópnum vísa gjarnan til í fullyrðingum sínum. Þær greiningar á svo kölluðum nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar byggðu á eldri og mun lakari veðurgögnum en nú eru fyrirliggjandi. Samkvæmt greiningu nýjustu gagna er nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar 97% miðað við tvær flugbrautir. Skýrsla EFLU var notuð sem viðmið við gerð áhættumats en er ekki áhættumatið sjálft. Það er nú til skoðunar hjá Samgöngustofu en skýrslur EFLU eru öllum aðgengilegar á vef Isavia.“ Til frekari upplýsingar um ástæður þess að umræddur starfshópur var leystur upp: „Umræddum hópi voru kynnt áðurnefnd gögn og greining þeirra í desember sl. Þar kom fram að gögnin sýndu fram á að þær aðstæður þegar hliðarvindur leiddi til áhættu vöruðu í umtalsvert styttri tíma en hið huglæga mat hópsins hafði byggt á. Þannig var komið ósamræmi milli nákvæmra mæligagna og huglæga matsins sem framkvæmt var í upphafi. Hópnum tókst ekki að komast að niðurstöðu um áhættu af breytingunni þar sem hagsmunaaðilar vefengdu nú þau ítarlegu gögn sem lögð höfðu fram. Hafði ferlið þá tekið nærri ár í framkvæmd. Í framhaldinu var ákveðið að endurtaka matið með sérfræðingum Isavia þar sem m.a. var horf til sömu áhættuþátta og fram höfðu komið áður. Drög að áhættumati vegna fyrirhugaðra breytinga á Reykjavíkurflugvelli voru þvínæst send Samgöngustofu í annað sinn.“ Vegna athugasemdar Isavia skal tekið fram að fréttastofa Stöðvar 2 óskaði eftir viðtali við forstjóra Isavia, Björn Óla Hauksson, vegna málsins en fékk það svar að hann afþakkaði boð um viðtal.Í frétt Stöðvar 2 var birt svohljóðandi skriflegt svar Isavia við því hversvegna vinnuhópur um áhættumatið hafi verið leystur upp: „Vinnuhópnum mistókst að komast að niðurstöðu.“ Ennfremur var birt svohljóðandi svar við spurningu um hvort Isavia gæti fullyrt að Verkfræðistofan Efla væri óháður aðili:„Isavia hefur ekki ástæðu til þess að efast um heilindi verkfræðistofunnar EFLU.“ Tengdar fréttir Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira
Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll : „Alvarlegar villur eru í frétt Stöðvar 2 um áhættumat. Fyrirsögn um að áhættumatshópur hafi verið látinn víkja fyrir verkfræðistofu byggir ekki á réttum staðreyndum. Hið rétta er að tvær skýrslur verkfræðistofunnar EFLU voru unnar í kjölfar alvarlegra athugasemda sem Samgöngustofa, sem er opinber eftirlitsaðili með flugöryggismálum, gerði við drög að áhættumati sem hópurinn vann vegna fyrirhugaðrar lokunar flugbrautar. Isavia brást við ósk Samgöngustofu um frekari gögn og leitaði til verkfræðistofunnar sem vann síðustu skýrslu um sama efni fyrir 15 árum og fulltrúar í áhættuhópnum vísa gjarnan til í fullyrðingum sínum. Þær greiningar á svo kölluðum nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar byggðu á eldri og mun lakari veðurgögnum en nú eru fyrirliggjandi. Samkvæmt greiningu nýjustu gagna er nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar 97% miðað við tvær flugbrautir. Skýrsla EFLU var notuð sem viðmið við gerð áhættumats en er ekki áhættumatið sjálft. Það er nú til skoðunar hjá Samgöngustofu en skýrslur EFLU eru öllum aðgengilegar á vef Isavia.“ Til frekari upplýsingar um ástæður þess að umræddur starfshópur var leystur upp: „Umræddum hópi voru kynnt áðurnefnd gögn og greining þeirra í desember sl. Þar kom fram að gögnin sýndu fram á að þær aðstæður þegar hliðarvindur leiddi til áhættu vöruðu í umtalsvert styttri tíma en hið huglæga mat hópsins hafði byggt á. Þannig var komið ósamræmi milli nákvæmra mæligagna og huglæga matsins sem framkvæmt var í upphafi. Hópnum tókst ekki að komast að niðurstöðu um áhættu af breytingunni þar sem hagsmunaaðilar vefengdu nú þau ítarlegu gögn sem lögð höfðu fram. Hafði ferlið þá tekið nærri ár í framkvæmd. Í framhaldinu var ákveðið að endurtaka matið með sérfræðingum Isavia þar sem m.a. var horf til sömu áhættuþátta og fram höfðu komið áður. Drög að áhættumati vegna fyrirhugaðra breytinga á Reykjavíkurflugvelli voru þvínæst send Samgöngustofu í annað sinn.“ Vegna athugasemdar Isavia skal tekið fram að fréttastofa Stöðvar 2 óskaði eftir viðtali við forstjóra Isavia, Björn Óla Hauksson, vegna málsins en fékk það svar að hann afþakkaði boð um viðtal.Í frétt Stöðvar 2 var birt svohljóðandi skriflegt svar Isavia við því hversvegna vinnuhópur um áhættumatið hafi verið leystur upp: „Vinnuhópnum mistókst að komast að niðurstöðu.“ Ennfremur var birt svohljóðandi svar við spurningu um hvort Isavia gæti fullyrt að Verkfræðistofan Efla væri óháður aðili:„Isavia hefur ekki ástæðu til þess að efast um heilindi verkfræðistofunnar EFLU.“
Tengdar fréttir Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira
Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30