„Það varð einhver bilun sem leiddi til þessa. Ég veit ekki nákvæmlega hvers eðlis hún er,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Farþegar vélarinnar eru komnir aftur á Kastrup flugvöll og bíða þess nú að komast í loftið á nýjan leik.
„Það þarf önnur vél að fljúga út frá Keflavík til að sækja fólkið. Það er áætlað að flugtak verði klukkan korter yfir átta í kvöld,“ segir Guðjón.
ALERT Icelandair flight #FI205 to Reykjavik returned back to Copenhagen right after take off /@flightradar24pic.twitter.com/5CDhq5cfq4
— AirLive.net (@airlivenet) January 26, 2015