Bill Haas sigraði á Humana Challenge 26. janúar 2015 01:00 Haas sýndi stáltaugar á lokahringnum. Getty Bill Haas sigraði á Humana Challenge í annað sinn í gærkvöldi en sigurinn er hans sjötti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Gríðarleg mikil spenna einkenndi lokahringinn en þegar Haas var á 15. holu voru sex kylfingar jafnir á 21 höggi undir pari í forystunni. Á 16. holu nældi hann sér síðan í góðan fugl og skaust þar með upp fyrir restina. Tvö pör á síðustu tveimur holunum tryggðu honum sigurinn en hann sigraði einnig á mótinu árið 2010. Þá er gaman að geta þess að faðir hans, Jay Haas, hefur einnig sigrað á sama móti en það gerði hann árið 1988. Fimm kylfingar deildu öðru sætinu en það voru þeir Matt Kuchar, Charley Hoffman, Brendan Steele, Steve Wheatcroft og Sung Joon Park. Fyrir sigurinn fékk Bill Haas rúmlega 130 milljónir króna sem verður að teljast ágætt kaup fyrir fjóra vel spilaða golfhringi í sólinni í Kaliforníu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Waste Management Phoenix Open en þar mun Tiger Woods hefja tímabil sitt á mótaröðinni ásamt mörgum öðrum sterkum kylfingum. Golf Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bill Haas sigraði á Humana Challenge í annað sinn í gærkvöldi en sigurinn er hans sjötti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Gríðarleg mikil spenna einkenndi lokahringinn en þegar Haas var á 15. holu voru sex kylfingar jafnir á 21 höggi undir pari í forystunni. Á 16. holu nældi hann sér síðan í góðan fugl og skaust þar með upp fyrir restina. Tvö pör á síðustu tveimur holunum tryggðu honum sigurinn en hann sigraði einnig á mótinu árið 2010. Þá er gaman að geta þess að faðir hans, Jay Haas, hefur einnig sigrað á sama móti en það gerði hann árið 1988. Fimm kylfingar deildu öðru sætinu en það voru þeir Matt Kuchar, Charley Hoffman, Brendan Steele, Steve Wheatcroft og Sung Joon Park. Fyrir sigurinn fékk Bill Haas rúmlega 130 milljónir króna sem verður að teljast ágætt kaup fyrir fjóra vel spilaða golfhringi í sólinni í Kaliforníu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Waste Management Phoenix Open en þar mun Tiger Woods hefja tímabil sitt á mótaröðinni ásamt mörgum öðrum sterkum kylfingum.
Golf Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira