Grét sig í svefn á hverju einasta kvöldi Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2015 21:10 Kara Ásdís Kristinsdóttir gekkst undir kynleiðréttingu í desember á síðasta ári. vísir Í fyrsta skipti í rúm þrjátíu ár sér Kara, áður Kári, fram á framtíð. Í þættinum Íslandi í dag var farið yfir sögu hennar en þátturinn var á dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Hin þrjátíu og fjögurra ára Kara Ásdís Kristinsdóttir gekkst undir kynleiðréttingu í desember eftir langa og erfiða baráttu við sjálfa sig. Kara hafði oftar en einu sinni reynt sjálfsvíg en lengi vel fannst henni það vera eina leiðin út úr vandanum. „Frá því að ég man fyrst eftir mér hef ég alltaf vitað að ég væri eitthvað öðruvísi,“ segir Kara. Grunnskólagangan var erfið og Kara var hrædd við fólk, hrædd um að vera lögð í einelti en vissi ekki af hverju. Þegar hún var í kringum ellefu ára aldurinn byrjaði hún að fatta ástæðuna og mann ekki eftir skiptum sem þar sem hún grét sig ekki í svefn.Hélt að þetta væri bara vitleysa „Ég hélt að þetta væri bara einhver vitleysa í mér, þetta væri ekki raunverulegt. Ég ætti eftir að vakna upp einn daginn og þá væri allt í lagi.“Kara ásamt kærustu sinni.vísir/skjáskotKara er úr Grindavík og var örugg á því að hún væri ein í heiminum í þessari stöðu. „Ég var hrædd við fólk og þess vegna vildi ég aldrei gera neitt í þessu.“ Kara segir að þetta hafi verið ruglingslegur tími en hún var í strákslíkama, vildi vera stelpa en laðaðist þó að öðrum stelpum. „Ég var auðvitað að hugsa mikið út í það hvort ég væri bara hommi, það væri kannski bara einn möguleikinn, því ég laðaðist að stelpum. Ég fattaði ekki þetta transdæmi.“En þú laðaðist ekki að strákum?„Nei, en samt vildi ég vera kona og þá hlaut ég að vilja vera með strákum.“Kom út úr skápnum árið 2010 Kara kom út úr skápnum sem trans í nóvember árið 2010. Hún hafði hugsað sig vel og lengi um. „Það tók auðvitað tíma fyrir þau [foreldra hennar] að vinna úr þessu, mjög skiljanlega.“ Kara hefur fullan skilning á því í dag og hefur þau skilaboð til fólks í þessari stöðu að allir þurfi sinn tíma. Það sé eðlilegt og megi ekki misskiljast sem vanþóknun. Kara á tvo eldri bræður og eina yngri systur. „Bræður mínir voru mjög fljótir að átta sig á þessu og studdu mig frá byrjun og ég er rosalega þakklát fyrir það. Þetta tók tíma fyrir systur mína, hún var auðvitað yngri og hafði aldrei verið í kringum svona fólk,“ segir Kara en samskiptin hennar við systur sína eru mjög góð í dag.Hér má sjá Köru, áður Kára, á yngri árum.vísir/skjáskoKara segir að hræðslan við fólk sé svo mikil að hún hafi oft verið með sjálfmorðhugleiðingar. „Ég man ekki einu sinni eftir því hvenær þær komu fyrst, það er ekki meira en ár síðan að ég losnaði alveg við slíkar hugsanir,“ segir Kara sem hefur áður reynt sjálfvíg. „Ég reyndi það nokkrum sinnum. Hugsanirnar voru svo djúpar að ég flúði einu sinni til útlanda til þess eins að þurfa ekki að koma aftur til baka, ég ætlaði bara að láta mig hverfa þar. Ég reyndi að tala við einn leigubílstjóra út í Amsterdam um að redda mér byssu. Hann sagði bara nei og gaf mér bara símanúmerið hjá sér og var hinn almennilegasti.“Sótti aðstoð til leigubílstjóra í Hollandi Kara segist hafa hringt nokkrum sinnum í leigubílsstjórann sem hafi þá strax komið og sótt sig. „Við fórum á rúntinn og spjölluðum. Þetta var mjög sérstök upplifun, ég þarna hugsandi að ég ætla aldrei að fara heim aftur, en hann vissi að mig langaði að taka líf mitt. Ef ég gæti þakkað þessum manni fyrir í dag, þá myndi ég gera það.“ Kara er í dag í sambandi við konu og segir hún fjölskylda hennar hafa tekið sér mjög vel.vísir/skjáskot„Um leið og fólk kynnist mér, þá sér það að ég er góð manneskja, eins og mér líður, og ég reyni að bera það utan á mér. Ég hefði ekki getað óskað mér betri tengdafjölskyldu.“ Hún segir stöðu transfólks á Íslandi vera góða og fordóma ekki vera mikla, allavega hafi hún í raun aldrei fundið fyrir þeim. „Ég hef aldrei lent í neikvæðum aðstæðum í sambandi við mitt ferli. Á tíma gekk ég útum allt, tók strætó og var meðal almennings, klædd sem kona. Það gekk bara snurðulaust fyrir sig. Mér var bara ótrúlega oft tekið vel út á götu.“ Kara segir Íslendinga fordómalausari en oft sé haldið fram í fjölmiðlum. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Í fyrsta skipti í rúm þrjátíu ár sér Kara, áður Kári, fram á framtíð. Í þættinum Íslandi í dag var farið yfir sögu hennar en þátturinn var á dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Hin þrjátíu og fjögurra ára Kara Ásdís Kristinsdóttir gekkst undir kynleiðréttingu í desember eftir langa og erfiða baráttu við sjálfa sig. Kara hafði oftar en einu sinni reynt sjálfsvíg en lengi vel fannst henni það vera eina leiðin út úr vandanum. „Frá því að ég man fyrst eftir mér hef ég alltaf vitað að ég væri eitthvað öðruvísi,“ segir Kara. Grunnskólagangan var erfið og Kara var hrædd við fólk, hrædd um að vera lögð í einelti en vissi ekki af hverju. Þegar hún var í kringum ellefu ára aldurinn byrjaði hún að fatta ástæðuna og mann ekki eftir skiptum sem þar sem hún grét sig ekki í svefn.Hélt að þetta væri bara vitleysa „Ég hélt að þetta væri bara einhver vitleysa í mér, þetta væri ekki raunverulegt. Ég ætti eftir að vakna upp einn daginn og þá væri allt í lagi.“Kara ásamt kærustu sinni.vísir/skjáskotKara er úr Grindavík og var örugg á því að hún væri ein í heiminum í þessari stöðu. „Ég var hrædd við fólk og þess vegna vildi ég aldrei gera neitt í þessu.“ Kara segir að þetta hafi verið ruglingslegur tími en hún var í strákslíkama, vildi vera stelpa en laðaðist þó að öðrum stelpum. „Ég var auðvitað að hugsa mikið út í það hvort ég væri bara hommi, það væri kannski bara einn möguleikinn, því ég laðaðist að stelpum. Ég fattaði ekki þetta transdæmi.“En þú laðaðist ekki að strákum?„Nei, en samt vildi ég vera kona og þá hlaut ég að vilja vera með strákum.“Kom út úr skápnum árið 2010 Kara kom út úr skápnum sem trans í nóvember árið 2010. Hún hafði hugsað sig vel og lengi um. „Það tók auðvitað tíma fyrir þau [foreldra hennar] að vinna úr þessu, mjög skiljanlega.“ Kara hefur fullan skilning á því í dag og hefur þau skilaboð til fólks í þessari stöðu að allir þurfi sinn tíma. Það sé eðlilegt og megi ekki misskiljast sem vanþóknun. Kara á tvo eldri bræður og eina yngri systur. „Bræður mínir voru mjög fljótir að átta sig á þessu og studdu mig frá byrjun og ég er rosalega þakklát fyrir það. Þetta tók tíma fyrir systur mína, hún var auðvitað yngri og hafði aldrei verið í kringum svona fólk,“ segir Kara en samskiptin hennar við systur sína eru mjög góð í dag.Hér má sjá Köru, áður Kára, á yngri árum.vísir/skjáskoKara segir að hræðslan við fólk sé svo mikil að hún hafi oft verið með sjálfmorðhugleiðingar. „Ég man ekki einu sinni eftir því hvenær þær komu fyrst, það er ekki meira en ár síðan að ég losnaði alveg við slíkar hugsanir,“ segir Kara sem hefur áður reynt sjálfvíg. „Ég reyndi það nokkrum sinnum. Hugsanirnar voru svo djúpar að ég flúði einu sinni til útlanda til þess eins að þurfa ekki að koma aftur til baka, ég ætlaði bara að láta mig hverfa þar. Ég reyndi að tala við einn leigubílstjóra út í Amsterdam um að redda mér byssu. Hann sagði bara nei og gaf mér bara símanúmerið hjá sér og var hinn almennilegasti.“Sótti aðstoð til leigubílstjóra í Hollandi Kara segist hafa hringt nokkrum sinnum í leigubílsstjórann sem hafi þá strax komið og sótt sig. „Við fórum á rúntinn og spjölluðum. Þetta var mjög sérstök upplifun, ég þarna hugsandi að ég ætla aldrei að fara heim aftur, en hann vissi að mig langaði að taka líf mitt. Ef ég gæti þakkað þessum manni fyrir í dag, þá myndi ég gera það.“ Kara er í dag í sambandi við konu og segir hún fjölskylda hennar hafa tekið sér mjög vel.vísir/skjáskot„Um leið og fólk kynnist mér, þá sér það að ég er góð manneskja, eins og mér líður, og ég reyni að bera það utan á mér. Ég hefði ekki getað óskað mér betri tengdafjölskyldu.“ Hún segir stöðu transfólks á Íslandi vera góða og fordóma ekki vera mikla, allavega hafi hún í raun aldrei fundið fyrir þeim. „Ég hef aldrei lent í neikvæðum aðstæðum í sambandi við mitt ferli. Á tíma gekk ég útum allt, tók strætó og var meðal almennings, klædd sem kona. Það gekk bara snurðulaust fyrir sig. Mér var bara ótrúlega oft tekið vel út á götu.“ Kara segir Íslendinga fordómalausari en oft sé haldið fram í fjölmiðlum. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira