Innlent

Landhelgisgæslan á 212 vopn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, er sá eini sem tekur ákvörðun um að vopnbúa liðsmenn Landhelgisgæslunnar.
Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, er sá eini sem tekur ákvörðun um að vopnbúa liðsmenn Landhelgisgæslunnar. Vísir
Landhelgisgæslan á 212 vopn en aðeins tæplega um helmingur þeirra er í notkun. Vopnin sem Norðmenn sendu hingað til lands áttu að koma í stað þeirra sem hafa verið aflögð og átti því ekki að vera um aukningu á vopnakostinum að ræða. Þetta segir í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna.

Þar kemur einnig fram að vopnin eru geymd í viðurkenndum skotvopnageymslum Landhelgisgæslunnar og að það sé aðeins forstjóri Gæslunnar, Georg Lárusson, sem ákveði notkun vopna hjá Gæslunni. Hinsvegar getur skipherra varðskips og flugstjóri loftfara geti gefið fyrirmæli um að handhafar lögregluvalds hjá Landhelgigæslunni vopnist í neyðartilvikum.

Landhelgisgæslan hefur einnig yfir að ráða handjárnum, piparúða og kylfum.

Síðan árið 2006 hefur Gæslan keypt níu Glock 17 skammbyssur og fjórar Remington no 12 haglabyssur. Þá hefur hún fengið 50 MP-5 byssur og tíu MG3 hríðskotabyssur að gjöf frá norska hernum og 20 G3 riffla frá þeim danska.

Í fylgiskjali frá Landhelgisgæslunni sem birt er samhliða svarinu segir að um 90 prósent af vopnum Landhelgisgæslunnar (fallbyssur á skip, handvopn og rifflar) séu gjafir frá grannþjóðum. „Í flestum tilfellum er um að ræða vopn sem viðkomandi þjóðir hafa tekið úr notkun vegna skipulagsbreytinga,“ segir í fylgiskjalinu

Samkvæmt töflu sem birt er yfir vopnaeign Gæslunnar í svari ráðherrans kemur fram að 92 byssur séu í notkun. Það eru eftirfarandi:

  • MP-5, 50 stykki
  • Glock, 20 stykki
  • Bofors L 60 fallbyssa, fjögur stykki
  • MG-3, tíu stykki
  • Steyr riffill, átta stykki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×