Hundaeigendur í Vesturbæ segja stöðuna óviðunandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. janúar 2015 13:30 Jón Pálmar Björnsson og hundurinn Skúli og Stefán Karl Kristjánsson og Kasper. vísir/stefán Hundaeigendur í Vesturbæ Reykjavíkur hyggjast beita sér fyrir að fá hundagerði fyrir aftan Vesturbæjarlaug. Eigendurnir hafa hist með hunda sína daglega árum saman og segja stöðu hundaeigenda í Reykjavík óviðunandi. Daglega fá hátt í tuttugu hundar að teygja úr sér á stóru túni sem staðsett er fyrir aftan Vesturbæjarlaugina. Lausaganga hunda á svæðinu er þó ekki leyfileg. Eigendurnir hittast með hundana alla virka daga klukkan 17 og hafa gert í mörg ár, og er svæðið því eins konar samkomustaður. Vinskapur hefur myndast og stofnaður hefur verið hópur á Facebook þar sem fólk ræðir málin sín á milli. Rúmlega hundrað manns eru skráðir í hópinn.Skipulögð afþreying, þ.e. leiksvæði og púttvöllur nýta u.þ.b. 13% af heildarsvæði sundlaugartúnsins. Svæðið merkt með rauðu, hundasvæði, er u.þ.b. 1.450 fermetrar eða um 20% af heildarsvæði sundlaugartúnsins. Yrði svæðið tekið formlega frá sem hundssvæði væri samt einungis verið að nýta um 33% af heildarsvæði sundlaugartúnsins í skilgreinda afþreyingu, þ.e. hundasvæði, púttvöll og leiksvæði, því yrði nóg svæði eftir til annarskonar notkunar.Fátt um svörStefán Karl Kristjánsson hundaeigandi segir stöðuna óásættanlega. Því hafi þau tekið sig nokkur saman og sent Reykjavíkurborg formlegt erindi, en fátt hafi verið um svör. „Við fáum þau svör að þetta sé til vinnslu eða að svarið sé móttekið. Menn svona humma þetta af sér og það gerir enginn eitt eða neitt innan stjórnkerfisins,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Málið var tekið fyrir í heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar í september 2013. Í bókuninni segir að nefndin geti ekki gefið jákvæða umsögn þess efnis að allt grænt svæði umhverfis Vesturbæjarlaug verði gert að leyfðu lausagöngusvæði hunda. Svæðið sé leiksvæði ætlað börnum og jafnframt notað til almennrar útivistar. Hópurinn fór þó einungis fram á að hluti svæðisins yrði afgirtur og telur því ákveðins misskilnings gæta og sendi nefndinni erindi þess efnis í kjölfarið. Þrjátíu og þrír rituðu nafn sitt á bréfið en þeim hefur enn ekki borist svar. Þrjú hundagerði eru í Reykjavík, öll 600 fermetrar að stærð með 1,2 metra hárri girðingu umhverfis. Eitt er í Breiðholti, annað í Laugardal og hið þriðja við Umferðarmiðstöðina BSÍ. Stefán segir hundagerðið við BSÍ þó ekki nokkrum sæmandi, það sé sóðalegt og allt of lítið fyrir stærri hunda. „Hundarnir verða að geta hlaupið og leikið sér og þetta er bara alltof lítið. Það er subbulegt og staðsetningin er hræðileg,“ segir hann.Margrét Einarsdóttir með hundinum Bangsa. Málfríður og Ösp eru fyrir aftan. Í bakgrunni má sjá Vesturbæjarlaug.vísir/stefánÓhentugt fyrir þá sem kjósa bíllausan lífsstíl Lausaganga hunda á óafgirtum hundasvæðum er leyfð á þremur stöðum í borginni – á Geirsnefi, Geldinganesi og við Rauðavatn, utan göngustígs við vatnið. Þessar staðsetningar henta þó ekki öllum, sér í lagi þeim sem kjósa bíllausan lífsstíl. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að lausaganga hunda er ekki leyfð á þessu svæði. En að þurfa að keyra alla leið niður í Árbæ eða Grafarvog til þess að leyfa hundinum að hlaupa er ekki ásættanlegt. Það tekur mig allt að 40 mínútur að koma mér þangað.“ Þá segir Stefán hópinn hafa reynt eftir fremsta megni að hugsa vel um túnið og segist vel geta fullyrt að þetta sé snyrtilegasta hundasvæðið í borginni.Hundagerðið við Suðurlandsbraut í Laugardalnum.Vísir/Pjetur„Við tökum öll ábyrgð á okkar hundum og þrífum öll upp eftir þá. Á sumrin hópast þarna saman fólk sem skilur eftir sig ísmál og annað lauslegt og við þrífum það allt upp,“ segir hann og bætir við að íbúar séu flestir sáttir með hundana á túninu. „Við höfum auðvitað fengið athugasemdir en tökum þær þá til greina og förum afsíðis með hundana.“ Hann talar fyrir hönd hópsins sem hvetur Reykjavíkurborg til að endurskoða afstöðu sína í málinu. „Staða hundaeigenda er algjörlega óásættanleg og úr því verður að bæta. Það eru þúsundir sem greiða hundagjöld árlega og þess vegna hlýtur að vera hægt að bæta úr þessu. Ef það er ekki til peningur, hvert fer hann þá?“ segir Stefán að lokum. Tengdar fréttir Hundaskítur í garði Egils Helgasonar Hundaeigendur virðast beina hundum sínum sérstaklega í garð sjónvarpsmannsins og láta þá skíta þar. 6. október 2014 15:48 Öll hundahótel uppbókuð yfir helgina Öll þrjú hundahótelin á suðvesturhorni landsins eru fullbókuð og gott betur yfir helgina, sem er besta helgi ársins að sögn hótelrekenda. 1. ágúst 2014 13:29 Knúsar hundinn í klessu Pug-hundar eru mikil krútt og það eru lítil börn líka. 22. nóvember 2014 20:44 Hundaleikvöllur í Kópavogi á dagskrá Hún fékk hugmyndina að vellinum eftir tveir stórir hundar réðust á hundinn hennar þar sem hún var úti að ganga með hann. "Þeir voru lausir og komu að okkur, þetta gerðist mjög snögglega, en þeir bitu í mænuna á mínum hundi þannig að hann lamaðist,“ segir Una María og aflífa þurfti hundinn í kjölfarið. 16. janúar 2014 11:13 Hundar í hrekkjavökubúningum Ferfætlingarnir mega líka klæða sig upp. 28. október 2014 19:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Hundaeigendur í Vesturbæ Reykjavíkur hyggjast beita sér fyrir að fá hundagerði fyrir aftan Vesturbæjarlaug. Eigendurnir hafa hist með hunda sína daglega árum saman og segja stöðu hundaeigenda í Reykjavík óviðunandi. Daglega fá hátt í tuttugu hundar að teygja úr sér á stóru túni sem staðsett er fyrir aftan Vesturbæjarlaugina. Lausaganga hunda á svæðinu er þó ekki leyfileg. Eigendurnir hittast með hundana alla virka daga klukkan 17 og hafa gert í mörg ár, og er svæðið því eins konar samkomustaður. Vinskapur hefur myndast og stofnaður hefur verið hópur á Facebook þar sem fólk ræðir málin sín á milli. Rúmlega hundrað manns eru skráðir í hópinn.Skipulögð afþreying, þ.e. leiksvæði og púttvöllur nýta u.þ.b. 13% af heildarsvæði sundlaugartúnsins. Svæðið merkt með rauðu, hundasvæði, er u.þ.b. 1.450 fermetrar eða um 20% af heildarsvæði sundlaugartúnsins. Yrði svæðið tekið formlega frá sem hundssvæði væri samt einungis verið að nýta um 33% af heildarsvæði sundlaugartúnsins í skilgreinda afþreyingu, þ.e. hundasvæði, púttvöll og leiksvæði, því yrði nóg svæði eftir til annarskonar notkunar.Fátt um svörStefán Karl Kristjánsson hundaeigandi segir stöðuna óásættanlega. Því hafi þau tekið sig nokkur saman og sent Reykjavíkurborg formlegt erindi, en fátt hafi verið um svör. „Við fáum þau svör að þetta sé til vinnslu eða að svarið sé móttekið. Menn svona humma þetta af sér og það gerir enginn eitt eða neitt innan stjórnkerfisins,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Málið var tekið fyrir í heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar í september 2013. Í bókuninni segir að nefndin geti ekki gefið jákvæða umsögn þess efnis að allt grænt svæði umhverfis Vesturbæjarlaug verði gert að leyfðu lausagöngusvæði hunda. Svæðið sé leiksvæði ætlað börnum og jafnframt notað til almennrar útivistar. Hópurinn fór þó einungis fram á að hluti svæðisins yrði afgirtur og telur því ákveðins misskilnings gæta og sendi nefndinni erindi þess efnis í kjölfarið. Þrjátíu og þrír rituðu nafn sitt á bréfið en þeim hefur enn ekki borist svar. Þrjú hundagerði eru í Reykjavík, öll 600 fermetrar að stærð með 1,2 metra hárri girðingu umhverfis. Eitt er í Breiðholti, annað í Laugardal og hið þriðja við Umferðarmiðstöðina BSÍ. Stefán segir hundagerðið við BSÍ þó ekki nokkrum sæmandi, það sé sóðalegt og allt of lítið fyrir stærri hunda. „Hundarnir verða að geta hlaupið og leikið sér og þetta er bara alltof lítið. Það er subbulegt og staðsetningin er hræðileg,“ segir hann.Margrét Einarsdóttir með hundinum Bangsa. Málfríður og Ösp eru fyrir aftan. Í bakgrunni má sjá Vesturbæjarlaug.vísir/stefánÓhentugt fyrir þá sem kjósa bíllausan lífsstíl Lausaganga hunda á óafgirtum hundasvæðum er leyfð á þremur stöðum í borginni – á Geirsnefi, Geldinganesi og við Rauðavatn, utan göngustígs við vatnið. Þessar staðsetningar henta þó ekki öllum, sér í lagi þeim sem kjósa bíllausan lífsstíl. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að lausaganga hunda er ekki leyfð á þessu svæði. En að þurfa að keyra alla leið niður í Árbæ eða Grafarvog til þess að leyfa hundinum að hlaupa er ekki ásættanlegt. Það tekur mig allt að 40 mínútur að koma mér þangað.“ Þá segir Stefán hópinn hafa reynt eftir fremsta megni að hugsa vel um túnið og segist vel geta fullyrt að þetta sé snyrtilegasta hundasvæðið í borginni.Hundagerðið við Suðurlandsbraut í Laugardalnum.Vísir/Pjetur„Við tökum öll ábyrgð á okkar hundum og þrífum öll upp eftir þá. Á sumrin hópast þarna saman fólk sem skilur eftir sig ísmál og annað lauslegt og við þrífum það allt upp,“ segir hann og bætir við að íbúar séu flestir sáttir með hundana á túninu. „Við höfum auðvitað fengið athugasemdir en tökum þær þá til greina og förum afsíðis með hundana.“ Hann talar fyrir hönd hópsins sem hvetur Reykjavíkurborg til að endurskoða afstöðu sína í málinu. „Staða hundaeigenda er algjörlega óásættanleg og úr því verður að bæta. Það eru þúsundir sem greiða hundagjöld árlega og þess vegna hlýtur að vera hægt að bæta úr þessu. Ef það er ekki til peningur, hvert fer hann þá?“ segir Stefán að lokum.
Tengdar fréttir Hundaskítur í garði Egils Helgasonar Hundaeigendur virðast beina hundum sínum sérstaklega í garð sjónvarpsmannsins og láta þá skíta þar. 6. október 2014 15:48 Öll hundahótel uppbókuð yfir helgina Öll þrjú hundahótelin á suðvesturhorni landsins eru fullbókuð og gott betur yfir helgina, sem er besta helgi ársins að sögn hótelrekenda. 1. ágúst 2014 13:29 Knúsar hundinn í klessu Pug-hundar eru mikil krútt og það eru lítil börn líka. 22. nóvember 2014 20:44 Hundaleikvöllur í Kópavogi á dagskrá Hún fékk hugmyndina að vellinum eftir tveir stórir hundar réðust á hundinn hennar þar sem hún var úti að ganga með hann. "Þeir voru lausir og komu að okkur, þetta gerðist mjög snögglega, en þeir bitu í mænuna á mínum hundi þannig að hann lamaðist,“ segir Una María og aflífa þurfti hundinn í kjölfarið. 16. janúar 2014 11:13 Hundar í hrekkjavökubúningum Ferfætlingarnir mega líka klæða sig upp. 28. október 2014 19:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Hundaskítur í garði Egils Helgasonar Hundaeigendur virðast beina hundum sínum sérstaklega í garð sjónvarpsmannsins og láta þá skíta þar. 6. október 2014 15:48
Öll hundahótel uppbókuð yfir helgina Öll þrjú hundahótelin á suðvesturhorni landsins eru fullbókuð og gott betur yfir helgina, sem er besta helgi ársins að sögn hótelrekenda. 1. ágúst 2014 13:29
Knúsar hundinn í klessu Pug-hundar eru mikil krútt og það eru lítil börn líka. 22. nóvember 2014 20:44
Hundaleikvöllur í Kópavogi á dagskrá Hún fékk hugmyndina að vellinum eftir tveir stórir hundar réðust á hundinn hennar þar sem hún var úti að ganga með hann. "Þeir voru lausir og komu að okkur, þetta gerðist mjög snögglega, en þeir bitu í mænuna á mínum hundi þannig að hann lamaðist,“ segir Una María og aflífa þurfti hundinn í kjölfarið. 16. janúar 2014 11:13