69 blaðamenn létu lífið við störf á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2015 11:53 Tólf manns létu lífið í árásinni á Charlie Hebdo og þar af átta, sem skilgreindir eru sem blaða- eða fréttamenn. Vísir/EPA Alls hafa 69 blaða- og fréttamenn látið lífið við störf sín á árinu. Af þeim voru 28 myrtir af vígahópum eins og Íslamska ríkinu og al-Qaeda og var Sýrland hættulegasta landið fyrir blaðamenn. Alls dóu 13 blaðamenn í Sýrlandi, sem er þó lægra en á fyrri árum borgarastyrjaldarinnar þar í landi. Þetta kemur fram í samantekt samtakanna Committee to Protect Journalists. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að blaðamenn sem starfi á svæðum þar sem íslamistar séu virkir séu greinilega í meiri hættu en aðrir. Erfitt sé að halda utan um dauðsföll á slíkum svæðum og þá sérstaklega í Írak. Samtökin segjast hafa fengið fregnir af morðum á tugum blaðamanna í Írak, sem ekki var hægt að sannreyna þar sem þau eiga að hafa átt sér stað á yfirráðasvæði ISIS. Samtökin Blaðamenn án landamæra segja að 67 blaðamenn hafi látið lífið við störf sín, en þeir gáfu einnig út skýrslu í dag. Þeir segja að alls hafi 110 blaðamenn látið lífið á árinu. Frakkland er í öðru sæti hjá CPJ yfir þau lönd sem reyndust blaðamönnum hættulegust og er það vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo í janúar. Þá myrtu vígamenn al-Qaeda átta starfsmenn tímaritsins sem teljast sem blaðamenn en alls létust tólf í árásinni.Sjá einnig: Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Þá eru þau Alison Parker og Adam Ward einnig á meðal þeirra 69, en þau voru skotin til bana í beinni útsendingu í Virginíu í ágúst.Sjá einnig: Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Þá hafa rithöfundar og útgefendur í Bangladess verið skotmörk öfgamanna á árinu. Fjórir rithöfundar og útgefandi voru myrtir með sveðjum á árinu og fleiri særðir. Frá því að CPJ hóf að halda utan um morð á blaðamönnum árið 1992, hafa 1175 blaðamenn látið lífið vegna starfa sinna. Langflestir þeirra fjalla um stjórnmál og hernað. Flestir hafa látið lífið í Írak eða 171, 92 í Sýrlandi, 77 í Filippseyjum, 60 í Alsír, 59 í Sómalíu, 57 í Pakistan, 56 í Rússlandi, 47 í Kólumbíu og 37 í Indlandi og Brasilíu. Charlie Hebdo Mið-Austurlönd Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Alls hafa 69 blaða- og fréttamenn látið lífið við störf sín á árinu. Af þeim voru 28 myrtir af vígahópum eins og Íslamska ríkinu og al-Qaeda og var Sýrland hættulegasta landið fyrir blaðamenn. Alls dóu 13 blaðamenn í Sýrlandi, sem er þó lægra en á fyrri árum borgarastyrjaldarinnar þar í landi. Þetta kemur fram í samantekt samtakanna Committee to Protect Journalists. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að blaðamenn sem starfi á svæðum þar sem íslamistar séu virkir séu greinilega í meiri hættu en aðrir. Erfitt sé að halda utan um dauðsföll á slíkum svæðum og þá sérstaklega í Írak. Samtökin segjast hafa fengið fregnir af morðum á tugum blaðamanna í Írak, sem ekki var hægt að sannreyna þar sem þau eiga að hafa átt sér stað á yfirráðasvæði ISIS. Samtökin Blaðamenn án landamæra segja að 67 blaðamenn hafi látið lífið við störf sín, en þeir gáfu einnig út skýrslu í dag. Þeir segja að alls hafi 110 blaðamenn látið lífið á árinu. Frakkland er í öðru sæti hjá CPJ yfir þau lönd sem reyndust blaðamönnum hættulegust og er það vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo í janúar. Þá myrtu vígamenn al-Qaeda átta starfsmenn tímaritsins sem teljast sem blaðamenn en alls létust tólf í árásinni.Sjá einnig: Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Þá eru þau Alison Parker og Adam Ward einnig á meðal þeirra 69, en þau voru skotin til bana í beinni útsendingu í Virginíu í ágúst.Sjá einnig: Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Þá hafa rithöfundar og útgefendur í Bangladess verið skotmörk öfgamanna á árinu. Fjórir rithöfundar og útgefandi voru myrtir með sveðjum á árinu og fleiri særðir. Frá því að CPJ hóf að halda utan um morð á blaðamönnum árið 1992, hafa 1175 blaðamenn látið lífið vegna starfa sinna. Langflestir þeirra fjalla um stjórnmál og hernað. Flestir hafa látið lífið í Írak eða 171, 92 í Sýrlandi, 77 í Filippseyjum, 60 í Alsír, 59 í Sómalíu, 57 í Pakistan, 56 í Rússlandi, 47 í Kólumbíu og 37 í Indlandi og Brasilíu.
Charlie Hebdo Mið-Austurlönd Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira