Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 11:19 Árásin átti sér stað í ellefta hverfi í París. Vísir/Getty Tólf manns eru látnir og sjö særðir eftir að þrír hettuklæddir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar. Þetta kemur fram á vef Reuters. Þetta er það sem við vitum um árásina. Ítarlegri umfjöllun er fyrir neðan punktana.Þrír byssumenn réðust inn á skrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í morgun og hófu skothríð.Yfirvöld hafa staðfest að 12 hafi látist; tíu starfsmenn blaðsins og tveir lögreglumenn. Fimm aðrir eru með alvarlega áverka.Árásarmennirnir flúðu af vettvangi og stálu bifreið til að komast undan. Þeir ganga enn lausir.Forseti Frakklands François Hollande hefur sagt að þjóðin sé í áfalli eftir, það sem hann kallaði, hryðjuverkaárás.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Charlie Hebdo verður fyrir árásum í kjölfar birtinga skopmyndateikninga af Múhameð spámanni. Sprengjuárás var gerð á skrifstofur þeirra árið 2011 og hótanir hafa borist um árásir nýverið. Sjónarvottar segjast hafa heyrt mikla skothríð og að árásarmennirnir hafi notast við Kalashnikov-hríðskotariffla. Síðar hafi sést til mannanna flýja af vettvangi.Í frétt BBC segir að tveir hinna látnu séu lögreglumenn. Fimm hinna særðu eru í lífshættu. Sjónarvottar segja að árásarmennirnir hafi kallað „spámannsins Múhameðs hefur verið hefnt“.Í einu myndbandanna sem sjónarvottar tóku af árásinni má sjá árásarmennina skjóta lögreglumann til bana með köldu blóði.Lögregla hefur girt af svæðið í kringum skrifstofurnar. Á vef Guardian segir að skotför hafi verið á lögreglubíl sem var lagður nokkur hundruð metrum frá skrifstofunni, á Boulevard Richard-Lenoir. Tímaritið hefur áður vakið mikið umtal vegna háðsádeilu sinnar á fréttir og málefni líðandi stundar. Í síðasta tísti tímaritsins fyrir árásina var birt mynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Eldsprengju var varpað á skrifstofur tímaritsins árið 2011 eftir að hafa birt teiknimyndir af leiðtogum múslíma. Þá voru margir sem gagnrýndu tímaritið fyrir að birta Múhameðs-teikningar Jyllands-Posten árið 2008. Að neðan má sjá myndband sem fréttamaðurinn Martin Boudot birti á Twitter þar sem sjá má blaðamenn sem hafa leitað skjóls á þaki skrifstofubyggingar Charlie Hebdo.Uppfært: Hæsta viðbúnaðarstigi vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar hefur nú verið komið á. Francois Hollande Frakklandsforseti er nú mættur á staðinn og hefur hann tilkynnt að ríkisstjórn verði kölluð saman vegna málsins.Í frétt Le Monde segir að þetta sé mannskæðasta hryðjuverkaárás í sögu landsins frá árinu 1835. Þá segir að árásin hafi átt sér stað þegar ritstjórnarfundur stóð yfir á skrifstofum blaðsins.Búið er að bera kennsl á árásarmennina þrjá. Tveir þeirra eru bræður frá París og sá þriðji er frá Reims. Allir eru þeir sagðir franskir ríkisborgarar. Þeir heita Said Kouachi, Cherif Koachi og Hamyd Mourad.Ertu á staðnum? Hafðu samband við Vísi í ritstjorn@visir.is.Síðasta Twitter-færsla tímaritsins fyrir árásina var skopmynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Meilleurs vœux, au fait. pic.twitter.com/a2JOhqJZJM— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) January 7, 2015 Sjónarvottur í nærliggjandi húsi tók þetta myndband á farsímann af árásarmönnunum fyrir utan skrifstofur Charlie Hedbo. Fjöldi fólks um allan heim vottar fórnarlömbunum virðingu sína á Twitter og merkja færslurnar #CharlieHedbo og #jesuischarlie. Þar birta teiknarar einnig fjöldan allan af skopmyndum til stuðnings tímaritinu. Tweets about #charliehedbo AND #jesuischarlie Car used by gunmen in #CharlieHebdo attack removed by police from road in northern Paris http://t.co/AQAzDDybrM pic.twitter.com/OGr27G6pRQ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015 The 4 French cartoonists killed in #CharlieHebdo attack http://t.co/qdxTYjYrXu Cabu, Tignous, Charb, Wolinski pic.twitter.com/79cHNs7HcZ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015 Charlie Hebdo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tólf manns eru látnir og sjö særðir eftir að þrír hettuklæddir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar. Þetta kemur fram á vef Reuters. Þetta er það sem við vitum um árásina. Ítarlegri umfjöllun er fyrir neðan punktana.Þrír byssumenn réðust inn á skrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í morgun og hófu skothríð.Yfirvöld hafa staðfest að 12 hafi látist; tíu starfsmenn blaðsins og tveir lögreglumenn. Fimm aðrir eru með alvarlega áverka.Árásarmennirnir flúðu af vettvangi og stálu bifreið til að komast undan. Þeir ganga enn lausir.Forseti Frakklands François Hollande hefur sagt að þjóðin sé í áfalli eftir, það sem hann kallaði, hryðjuverkaárás.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Charlie Hebdo verður fyrir árásum í kjölfar birtinga skopmyndateikninga af Múhameð spámanni. Sprengjuárás var gerð á skrifstofur þeirra árið 2011 og hótanir hafa borist um árásir nýverið. Sjónarvottar segjast hafa heyrt mikla skothríð og að árásarmennirnir hafi notast við Kalashnikov-hríðskotariffla. Síðar hafi sést til mannanna flýja af vettvangi.Í frétt BBC segir að tveir hinna látnu séu lögreglumenn. Fimm hinna særðu eru í lífshættu. Sjónarvottar segja að árásarmennirnir hafi kallað „spámannsins Múhameðs hefur verið hefnt“.Í einu myndbandanna sem sjónarvottar tóku af árásinni má sjá árásarmennina skjóta lögreglumann til bana með köldu blóði.Lögregla hefur girt af svæðið í kringum skrifstofurnar. Á vef Guardian segir að skotför hafi verið á lögreglubíl sem var lagður nokkur hundruð metrum frá skrifstofunni, á Boulevard Richard-Lenoir. Tímaritið hefur áður vakið mikið umtal vegna háðsádeilu sinnar á fréttir og málefni líðandi stundar. Í síðasta tísti tímaritsins fyrir árásina var birt mynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Eldsprengju var varpað á skrifstofur tímaritsins árið 2011 eftir að hafa birt teiknimyndir af leiðtogum múslíma. Þá voru margir sem gagnrýndu tímaritið fyrir að birta Múhameðs-teikningar Jyllands-Posten árið 2008. Að neðan má sjá myndband sem fréttamaðurinn Martin Boudot birti á Twitter þar sem sjá má blaðamenn sem hafa leitað skjóls á þaki skrifstofubyggingar Charlie Hebdo.Uppfært: Hæsta viðbúnaðarstigi vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar hefur nú verið komið á. Francois Hollande Frakklandsforseti er nú mættur á staðinn og hefur hann tilkynnt að ríkisstjórn verði kölluð saman vegna málsins.Í frétt Le Monde segir að þetta sé mannskæðasta hryðjuverkaárás í sögu landsins frá árinu 1835. Þá segir að árásin hafi átt sér stað þegar ritstjórnarfundur stóð yfir á skrifstofum blaðsins.Búið er að bera kennsl á árásarmennina þrjá. Tveir þeirra eru bræður frá París og sá þriðji er frá Reims. Allir eru þeir sagðir franskir ríkisborgarar. Þeir heita Said Kouachi, Cherif Koachi og Hamyd Mourad.Ertu á staðnum? Hafðu samband við Vísi í ritstjorn@visir.is.Síðasta Twitter-færsla tímaritsins fyrir árásina var skopmynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Meilleurs vœux, au fait. pic.twitter.com/a2JOhqJZJM— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) January 7, 2015 Sjónarvottur í nærliggjandi húsi tók þetta myndband á farsímann af árásarmönnunum fyrir utan skrifstofur Charlie Hedbo. Fjöldi fólks um allan heim vottar fórnarlömbunum virðingu sína á Twitter og merkja færslurnar #CharlieHedbo og #jesuischarlie. Þar birta teiknarar einnig fjöldan allan af skopmyndum til stuðnings tímaritinu. Tweets about #charliehedbo AND #jesuischarlie Car used by gunmen in #CharlieHebdo attack removed by police from road in northern Paris http://t.co/AQAzDDybrM pic.twitter.com/OGr27G6pRQ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015 The 4 French cartoonists killed in #CharlieHebdo attack http://t.co/qdxTYjYrXu Cabu, Tignous, Charb, Wolinski pic.twitter.com/79cHNs7HcZ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015
Charlie Hebdo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira