Innlent

Vill skylda erlenda ferðamenn til að kaupa tryggingu

Birgir Olgeirsson skrifar
Elín Hirst vill  vernda björgunarsveitir landsins sem bera kostnað af glæfraskap erlendra ferðamanna með því að skylda þá til að greiða tryggingagjald.
Elín Hirst vill vernda björgunarsveitir landsins sem bera kostnað af glæfraskap erlendra ferðamanna með því að skylda þá til að greiða tryggingagjald. Vísir/Stöð 2
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill skylda erlenda ferðamenn sem hingað koma til að kaupa sér tryggingu sem ber kostnað af björgunaraðgerðum sem snýr að þeim.

Þetta segir Elín á Facebook-síðu sinni um leið og hún deilir frétt af breskum göngumönnum sem var bjargað í þriðja skiptið hér á landi á innan við mánuði í dag. Þeir ætluðu sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember.

 

Elín segir Alþingi þurfa að skerast í leikinn, ekki síst til að verndar björgunarsveitum landsins sem þurfa að bera kostnað af glæfraskap erlendra ferðamanna.

„Íslensku sveitirnar byggja á fórnfúsu sjálfboðaliðastarfi sem er líklega einstakt í heiminum,“ skrifar Elín.

Hún er ekki eini þingmaðurinn sem tjáði skoðun sína á þessu máli bresku göngugarpanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði þetta dýrt spaug fyrir björgunarsveitarmenn og Landhelgisgæsluna. Spurði Karl hvort ekki sé eðlilegt við slíkar aðstæður að göngumenn greiði við kostnað við björgun eða kaupi tryggingu?

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, sagði að komi þurfi á kerfi sem tryggir að kostnaður vegna erlendra ferðamanna sé dekkaður.


Tengdar fréttir

Ísland snarbrjálað þegar veður er annars vegar

Þrír ungir breskir fjallgöngumenn segja Ísland það viltasta sem þeir hafi séð þegar veður er annars vegar.Afar þakklátir Landhelgisgæslunni og fjölda fólks sem komið hefur þeim til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×