Um 48 prósent aðspurðra segjast ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. 25 prósent eru óánægð með störf forsetans en um 27 prósent sögðust hvorki vera ánægð né óánægð með störf hans.
Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Þar segir að þeim sem sögðust vera ánægð með störf forsetans hafi fækkað frá síðustu mælingu 7. desember.
Mikill munur er á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þannig segjast 81 prósent þeirra sem sögðust kjósa Framsókn ef kosið væri í dag vera ánægð með störf forsetans, en einungis 18 prósent þeirra sem sögðust kjósa Samfylkinguna.
Könnunin var framkvæmd dagana 15. desember til 18. desember 2015 og var heildarfjöldi svarenda 1.010 einstaklingar, 18 ára og eldri. Nánar er fjallað um niðurstöður könnunarinnar í frétt MMR.
