Er hægt að laga þingið? Árni Páll Árnason skrifar 19. maí 2015 07:00 Bjarni Benediktsson á hrós skilið fyrir að ræða umbætur á þingstörfum á yfirvegaðan og uppbyggilegan hátt. Ég held að þörf sé á þverpólitískri sátt um breytingar og er sammála Bjarna um að rétt sé að þær taki gildi eftir næstu kosningar. Ísland er öðruvísi en nágrannalöndin að því leyti að hér hefur tíðkast óheft meirihlutaræði. Eina vörn minnihlutans hefur verið með því dagskrárvaldi sem aðgangur að ræðustól Alþingis hefur skapað. Með ræðum hefur verið hægt að fækka þeim málum sem afgreidd eru eða hafa áhrif á efni þess sem afgreitt er.Minnihlutinn þarf vörn Frumforsenda breytinga er því að flytja vernd minnihlutans gegn meirihlutaræðinu úr ræðustólnum og yfir í annað form. Við getum ekki takmarkað ræðutíma, án þess að fela minnihlutanum annað og helst tryggara vopn gegn misbeitingu meirihlutans á valdi hans. Þess vegna er heimild þriðjungs þings til að setja mál í þjóðaratkvæði alger forsenda nokkurra breytinga. Slík heimild myndi breikka samstöðu um erfið mál og hvetja ríkisstjórn á hverjum tíma til að hafa a.m.k. 70% þingmanna á bak við þau. Það yrði mikil breyting til batnaðar á íslenskri stjórnmálamenningu. Við þurfum líka að styrkja verkstjórnarvaldið. Verkstjórnarvald felst ekki í að forseti þingsins fái meiri völd til að setja minnihlutanum stólinn fyrir dyrnar, heldur meiri völd til að hemja meirihlutann. Nú er helsti tappinn í þingstörfunum sú staðreynd að meirihlutinn reynir að þjösna virkjanakostum sem breytingatillögu við þingsályktun, í blóra við lög. Meira að segja umhverfisráðuneytið staðfestir að málið standist ekki lög. Hvers vegna er forseti þingsins ekki búinn að henda svona máli út? Forseti þarf nauðsynlega að hafa ríkari valdheimildir til að setja meirihlutanum skorður og úrskurða mál óþingtæk ef efni þeirra stangast á við góða þingsiði og almenn lög. Kannski á hann bara ávallt að vera úr hópi stjórnarandstöðuþingmanna?Já, það er hægt Svarið við spurningu greinarinnar er játandi: Já, það er hægt að laga þingið. Það blasir við að við eigum bara að einhenda okkur í breytingar til bóta af þessum toga. Þær kalla hins vegar á stjórnarskrárbreytingu. Fyrir liggur að brýn þörf er á ákvæði um þjóðareign á auðlindum og að fyrir slíkri áherslu er víðtækur meirihluti á Alþingi. Mögulegt er nú að breyta stjórnarskránni með samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna og einföldu samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla getur farið fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Er ekki borðleggjandi að flokkarnir nái saman í snatri um breytingar á ákvæðum um Alþingi, ásamt með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum og leggi slíkan breytingapakka fyrir þjóðaratkvæði næsta vor? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson á hrós skilið fyrir að ræða umbætur á þingstörfum á yfirvegaðan og uppbyggilegan hátt. Ég held að þörf sé á þverpólitískri sátt um breytingar og er sammála Bjarna um að rétt sé að þær taki gildi eftir næstu kosningar. Ísland er öðruvísi en nágrannalöndin að því leyti að hér hefur tíðkast óheft meirihlutaræði. Eina vörn minnihlutans hefur verið með því dagskrárvaldi sem aðgangur að ræðustól Alþingis hefur skapað. Með ræðum hefur verið hægt að fækka þeim málum sem afgreidd eru eða hafa áhrif á efni þess sem afgreitt er.Minnihlutinn þarf vörn Frumforsenda breytinga er því að flytja vernd minnihlutans gegn meirihlutaræðinu úr ræðustólnum og yfir í annað form. Við getum ekki takmarkað ræðutíma, án þess að fela minnihlutanum annað og helst tryggara vopn gegn misbeitingu meirihlutans á valdi hans. Þess vegna er heimild þriðjungs þings til að setja mál í þjóðaratkvæði alger forsenda nokkurra breytinga. Slík heimild myndi breikka samstöðu um erfið mál og hvetja ríkisstjórn á hverjum tíma til að hafa a.m.k. 70% þingmanna á bak við þau. Það yrði mikil breyting til batnaðar á íslenskri stjórnmálamenningu. Við þurfum líka að styrkja verkstjórnarvaldið. Verkstjórnarvald felst ekki í að forseti þingsins fái meiri völd til að setja minnihlutanum stólinn fyrir dyrnar, heldur meiri völd til að hemja meirihlutann. Nú er helsti tappinn í þingstörfunum sú staðreynd að meirihlutinn reynir að þjösna virkjanakostum sem breytingatillögu við þingsályktun, í blóra við lög. Meira að segja umhverfisráðuneytið staðfestir að málið standist ekki lög. Hvers vegna er forseti þingsins ekki búinn að henda svona máli út? Forseti þarf nauðsynlega að hafa ríkari valdheimildir til að setja meirihlutanum skorður og úrskurða mál óþingtæk ef efni þeirra stangast á við góða þingsiði og almenn lög. Kannski á hann bara ávallt að vera úr hópi stjórnarandstöðuþingmanna?Já, það er hægt Svarið við spurningu greinarinnar er játandi: Já, það er hægt að laga þingið. Það blasir við að við eigum bara að einhenda okkur í breytingar til bóta af þessum toga. Þær kalla hins vegar á stjórnarskrárbreytingu. Fyrir liggur að brýn þörf er á ákvæði um þjóðareign á auðlindum og að fyrir slíkri áherslu er víðtækur meirihluti á Alþingi. Mögulegt er nú að breyta stjórnarskránni með samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna og einföldu samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla getur farið fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Er ekki borðleggjandi að flokkarnir nái saman í snatri um breytingar á ákvæðum um Alþingi, ásamt með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum og leggi slíkan breytingapakka fyrir þjóðaratkvæði næsta vor?
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar