Stærstu skrefin hingað til við losun hafta að mati fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2015 19:37 Fjármálaráðherra boðar að stigin verði stærstu skrefin hingað til við afnám gjaldeyrishafta í frumvarpi sem væntanlega verður lagt fram á næstu dögum. Nær öruggt má telja að störf Alþingis verði framlengd inn í sumarið vegna þessa, en því ætti að óbreyttu að ljúka á föstudaginn í næstu viku. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikla tæknilega og lagalega vinnu liggja að baki frumvarpa sem brátt líta dagsins ljós um afnám gjaldeyrishaftanna. Efnahagslega þurfi að líta í mörg horn við afnám þeirra. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig staðið verður að afnámi gjaldeyrishaftanna. En fjármálaráðherra vonar að samstaða takist um þetta mikilvæga mál þegar hann leggur frumvörp sín fram á Alþingi. Það verður þó ekki í þessari viku. Fjármálaráðherrann segir frumvörpin ekki afnema höftin algerlega. „En þetta eru frumvörp sem taka á annars vegar á slitabúunum og þeim vanda sem við höfum staðið frammi fyrir svo lengi að þetta virðist ætla að taka allt of langan tíma að fá einhvern botn í það. Þetta svarar þá því hvað við teljum að þurfi að gerast til að hægt sé að ljúka slitum á slitabúunum,“ segir Bjarni Hins vegar taki frumvörpin á aflandskrónunum; þeirri snjóhengju af krónum sem finna megi utan slitabúanna. „En við munum líka vilja ræða um það hver verða önnur næstu skref. Allt hefur þetta miðað að því að setja fram heilstæða áætlun og ég trúi ekki öðru en það geti tekist góð samstaða í þinginu um að stíga þessi mikilvægu skref núna,“ segir Bjarni. Fyrr á þessu ári gripu stjórnvöld til aðgerða vegna haftanna með fækkun fjárfestingakosta og útboð fara fram síðar á árinu að undangengnum ákveðnum breytingum segir Bjarni.Myndir þú lýsa því þannig að þetta væru mjög stór skref sem þarna yrðu stigin?„Já, þau langstærstu og í raun fyrstu alvöru skrefin í átt að því að færast úr þessum miklu stífu höftum yfir í gjörbreyttar aðstæður,“ segir fjármálaráðherra. Bjarni efast ekki um ekki verði allir í hópi kröfuhafa sáttir við þessar aðgerðir. Aðalatriðið sé hins vegar að ná sátt um málið á Alþingi. „Og það tækist breið samstaða um að vinna þessum málum framgang. Það getur þýtt að við þurfum að vera eitthvað aðeins lengur hér (við þingstörf) en starfsáætlun gerir ráð fyrir. En það verður bara svo að vera. Þetta eru það stór og mikilvæg mál,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fjármálaráðherra boðar að stigin verði stærstu skrefin hingað til við afnám gjaldeyrishafta í frumvarpi sem væntanlega verður lagt fram á næstu dögum. Nær öruggt má telja að störf Alþingis verði framlengd inn í sumarið vegna þessa, en því ætti að óbreyttu að ljúka á föstudaginn í næstu viku. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikla tæknilega og lagalega vinnu liggja að baki frumvarpa sem brátt líta dagsins ljós um afnám gjaldeyrishaftanna. Efnahagslega þurfi að líta í mörg horn við afnám þeirra. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig staðið verður að afnámi gjaldeyrishaftanna. En fjármálaráðherra vonar að samstaða takist um þetta mikilvæga mál þegar hann leggur frumvörp sín fram á Alþingi. Það verður þó ekki í þessari viku. Fjármálaráðherrann segir frumvörpin ekki afnema höftin algerlega. „En þetta eru frumvörp sem taka á annars vegar á slitabúunum og þeim vanda sem við höfum staðið frammi fyrir svo lengi að þetta virðist ætla að taka allt of langan tíma að fá einhvern botn í það. Þetta svarar þá því hvað við teljum að þurfi að gerast til að hægt sé að ljúka slitum á slitabúunum,“ segir Bjarni Hins vegar taki frumvörpin á aflandskrónunum; þeirri snjóhengju af krónum sem finna megi utan slitabúanna. „En við munum líka vilja ræða um það hver verða önnur næstu skref. Allt hefur þetta miðað að því að setja fram heilstæða áætlun og ég trúi ekki öðru en það geti tekist góð samstaða í þinginu um að stíga þessi mikilvægu skref núna,“ segir Bjarni. Fyrr á þessu ári gripu stjórnvöld til aðgerða vegna haftanna með fækkun fjárfestingakosta og útboð fara fram síðar á árinu að undangengnum ákveðnum breytingum segir Bjarni.Myndir þú lýsa því þannig að þetta væru mjög stór skref sem þarna yrðu stigin?„Já, þau langstærstu og í raun fyrstu alvöru skrefin í átt að því að færast úr þessum miklu stífu höftum yfir í gjörbreyttar aðstæður,“ segir fjármálaráðherra. Bjarni efast ekki um ekki verði allir í hópi kröfuhafa sáttir við þessar aðgerðir. Aðalatriðið sé hins vegar að ná sátt um málið á Alþingi. „Og það tækist breið samstaða um að vinna þessum málum framgang. Það getur þýtt að við þurfum að vera eitthvað aðeins lengur hér (við þingstörf) en starfsáætlun gerir ráð fyrir. En það verður bara svo að vera. Þetta eru það stór og mikilvæg mál,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira