Af launakjörum háskólamenntaðrar konu Þóra Leósdóttir skrifar 19. maí 2015 07:00 Ég staldra við fréttir daganna. Landsbankinn hagnast um 6,4 milljarða. Á tólfta þúsund Íslendinga hafa flust úr landi frá aldamótum. Biðlisti er á námskeið þar sem fólki er kennt að flytjast til Norðurlandanna, flestir sem hyggja á brottflutning eru í vinnu. Þetta er sumsé ekki atvinnulaust fólk. Framhalds- og háskólamenntun gefur 16% hærri laun en grunnskólapróf. Annars staðar á Norðurlöndunum gefur slík menntun 25-40% hækkun. Háskólanám skilar sér illa í launaumslagið hér á landi, um það þarf að ræða góðir landsmenn – um það þarf samtalið að snúast. Ég er iðjuþjálfi með fjögurra ára háskólanám til BS-gráðu og starfsréttinda að baki. Að auki sótti ég viðbótarmenntun til meistaraprófs og tók meira námslán – var það góð fjárfesting? Ég hef 27 ára starfsreynslu í mínu fagi og hef nær alfarið starfað í velferðarþjónustu fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Ég sinni ráðgjöf, greiningu, fræðslu- og rannsóknarstarfi vegna barna og unglinga sem búa við skerðingu vegna þroskafrávika og ýmiss konar hindrana í umhverfinu. Ég tilheyri þverfaglegu teymi og legg mat á þroska og færni barns við viðfangsefni sem skipta það máli í daglegum aðstæðum heima og í skólanum. Ég styð foreldra í flóknu uppeldishlutverki og vil stuðla að því að fjölskyldan í heild njóti stuðnings- og meðferðarúrræða sem eru nauðsynleg fyrir heilsu hennar og lífsgæði. Nauðsynleg til að fjölskyldan geti tekið virkan þátt í námi, atvinnu og félagslegum athöfnum og þannig skilað sínu til samfélagsins, til hagsbóta fyrir okkur öll. Nauðsynleg til þess að hjól atvinnulífsins geti snúist, það er nefnilega fjölskyldufólk sem heldur því batteríi gangandi með því að halda heilsu og mæta í vinnuna. Til að geta sinnt þessum margþættu verkefnum þarf ég sem iðjuþjálfi staðgóða þekkingu og leikni í mínu fagi. Slík þekking byggir á krefjandi háskólanámi sem í mínu tilviki urðu sex ár. Það þýðir líka að jafnöldrur mínar, sem ekki fóru í langskólanám og hófu starfsferil sinn strax að loknu stúdentsprófi höfðu sex ára forskot varðandi ævitekjur og húsnæðiskaup. Þær fóru skuldlausar út á vinnumarkaðinn en ég var að vesenast í háskóla og stofna til skulda í formi námslána. Ég hafði óþrjótandi áhuga á að mennta mig til starfa innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, trúði því að svoleiðis borgaði sig – var það ómöguleiki?Kaldar kveðjur Vinnuveitandi minn er ríkið. Um síðustu mánaðamót hljóðaði launaseðillinn minn upp á 384.000 kr. fyrir 80% starf, 264.000 útborgað eftir skatt og annan frádrátt. Þótt ég væri í fullu starfi næðu heildarlaun mín sem þá væru 478.000 kr. ekki meðallaunum BHM-félaga miðað við síðustu kjarakönnun. Ég tel þetta kaldar kveðjur eftir sex ára háskólanám og 27 ára starfsreynslu. Til samanburðar þá eru byrjunarlaun verkafólks á vöktum hjá Norðuráli 492.000 kr. og eftir fimm ár í starfi tæpar 580.000 kr. Hér blasir við hversu menntun er lítils metin á Íslandi. Við erum langt á eftir systkinaþjóðunum hvað þetta varðar. En það eru ekki allir á sama máli ef marka má orð og æði þingmannsins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þingmaðurinn telur launafólk heimtufrekt og slær í bræði sinni hnefanum í ræðupúlt Alþingis. Ágæti Guðlaugur, þú getur bara átt þig – ég læt ekki skamma mig! Krafan um að menntun sé metin til launa er sanngjörn, algerlega tímabær og skýr. Þetta ástand sem nú ríkir leiðir til óstöðugleika, atgervisflótta og stöðnunar í þekkingarsamfélagi. Það þarf samtal um lausnir sem byggja á skapandi hugsun og framtíðarsýn um uppbyggingu. Ég get ekki, frekar en aðrir „heimtufrekir“ háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn, lifað á hugsjónunum einum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég staldra við fréttir daganna. Landsbankinn hagnast um 6,4 milljarða. Á tólfta þúsund Íslendinga hafa flust úr landi frá aldamótum. Biðlisti er á námskeið þar sem fólki er kennt að flytjast til Norðurlandanna, flestir sem hyggja á brottflutning eru í vinnu. Þetta er sumsé ekki atvinnulaust fólk. Framhalds- og háskólamenntun gefur 16% hærri laun en grunnskólapróf. Annars staðar á Norðurlöndunum gefur slík menntun 25-40% hækkun. Háskólanám skilar sér illa í launaumslagið hér á landi, um það þarf að ræða góðir landsmenn – um það þarf samtalið að snúast. Ég er iðjuþjálfi með fjögurra ára háskólanám til BS-gráðu og starfsréttinda að baki. Að auki sótti ég viðbótarmenntun til meistaraprófs og tók meira námslán – var það góð fjárfesting? Ég hef 27 ára starfsreynslu í mínu fagi og hef nær alfarið starfað í velferðarþjónustu fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Ég sinni ráðgjöf, greiningu, fræðslu- og rannsóknarstarfi vegna barna og unglinga sem búa við skerðingu vegna þroskafrávika og ýmiss konar hindrana í umhverfinu. Ég tilheyri þverfaglegu teymi og legg mat á þroska og færni barns við viðfangsefni sem skipta það máli í daglegum aðstæðum heima og í skólanum. Ég styð foreldra í flóknu uppeldishlutverki og vil stuðla að því að fjölskyldan í heild njóti stuðnings- og meðferðarúrræða sem eru nauðsynleg fyrir heilsu hennar og lífsgæði. Nauðsynleg til að fjölskyldan geti tekið virkan þátt í námi, atvinnu og félagslegum athöfnum og þannig skilað sínu til samfélagsins, til hagsbóta fyrir okkur öll. Nauðsynleg til þess að hjól atvinnulífsins geti snúist, það er nefnilega fjölskyldufólk sem heldur því batteríi gangandi með því að halda heilsu og mæta í vinnuna. Til að geta sinnt þessum margþættu verkefnum þarf ég sem iðjuþjálfi staðgóða þekkingu og leikni í mínu fagi. Slík þekking byggir á krefjandi háskólanámi sem í mínu tilviki urðu sex ár. Það þýðir líka að jafnöldrur mínar, sem ekki fóru í langskólanám og hófu starfsferil sinn strax að loknu stúdentsprófi höfðu sex ára forskot varðandi ævitekjur og húsnæðiskaup. Þær fóru skuldlausar út á vinnumarkaðinn en ég var að vesenast í háskóla og stofna til skulda í formi námslána. Ég hafði óþrjótandi áhuga á að mennta mig til starfa innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, trúði því að svoleiðis borgaði sig – var það ómöguleiki?Kaldar kveðjur Vinnuveitandi minn er ríkið. Um síðustu mánaðamót hljóðaði launaseðillinn minn upp á 384.000 kr. fyrir 80% starf, 264.000 útborgað eftir skatt og annan frádrátt. Þótt ég væri í fullu starfi næðu heildarlaun mín sem þá væru 478.000 kr. ekki meðallaunum BHM-félaga miðað við síðustu kjarakönnun. Ég tel þetta kaldar kveðjur eftir sex ára háskólanám og 27 ára starfsreynslu. Til samanburðar þá eru byrjunarlaun verkafólks á vöktum hjá Norðuráli 492.000 kr. og eftir fimm ár í starfi tæpar 580.000 kr. Hér blasir við hversu menntun er lítils metin á Íslandi. Við erum langt á eftir systkinaþjóðunum hvað þetta varðar. En það eru ekki allir á sama máli ef marka má orð og æði þingmannsins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þingmaðurinn telur launafólk heimtufrekt og slær í bræði sinni hnefanum í ræðupúlt Alþingis. Ágæti Guðlaugur, þú getur bara átt þig – ég læt ekki skamma mig! Krafan um að menntun sé metin til launa er sanngjörn, algerlega tímabær og skýr. Þetta ástand sem nú ríkir leiðir til óstöðugleika, atgervisflótta og stöðnunar í þekkingarsamfélagi. Það þarf samtal um lausnir sem byggja á skapandi hugsun og framtíðarsýn um uppbyggingu. Ég get ekki, frekar en aðrir „heimtufrekir“ háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn, lifað á hugsjónunum einum saman.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun