Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2015 17:14 Bretinn sagðist öllu vanur og gaf lítið fyrir viðvaranir leiðsögumanna. Mynd/Ingólfur Bruun Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu mynd. Breskur ljósmyndari lét viðvaranir leiðsögumanns sem vind um eyru þjóta í fjörunni fyrir neðan Jökulsárlón í gær. „Sumir hlusta bara ekki,“ segir Ingólfur Bruun margreyndur leiðsögumaður, í samtali við Vísi. Ingólfur, sem einnig er ljósmyndari, fór fyrir hópi svissneskra ljósmyndara á vegum Extreme Iceland sem var staddur við lónið í fallegu veðri í gær að taka myndir. Í öðrum hópi var breskur ljósmyndari sem óð út í fjöruna þrátt fyrir áminningar um að gera það ekki.Leiðgsögumaðurinn Ulrich Pittroff náði þessari mynd af ferðamanni í Reynisfjöru í liðinni viku. Umfjöllun um málið má lesa í frétt neðan við þessa frétt.Mynd/Ulrich Pittroff„Hann var í vöðlum og þóttist bara nokkuð góður. Var alvanur að taka myndir í flæðarmálinu heima í Bretlandi,“ skrifaði Ingólfur í Facebook-færslu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Hann telur mikilvægt að deila reynslusögum sem þessum með kollegum sínum til að allir séu meðvitaðir um fylgifiska aukins ferðamannafjölda hér á landi.Sjá einnig:Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru Ingólfur segist hafa rætt við leiðsögumann Bretans sem einnig var íslenskur. Sá sagðist hafa varað alla í hópnum við að fara út í fjöru en þessi eini hefði ekki hlustað. Ingólfur öskraði á Bretann sem stóð úti í sjónum en sneri að endingu aftur í land. Ljóst er að vöðlurnar hefðu ekki komið að neinum notum hefði alda tekið manninn. Hann slapp hins vegar og sömuleiðis búnaður hans. Það gilti þó ekki um alla.Leiðsögumaðurinn Owen Hunt tók þessa mynd af eftirlitslausum börnum við Jökulsárlón í vikunni.Mynd/Owen HuntIngólfur útskýrir að þrátt fyrir að hafa brýnt fyrir sínum hóp að allir ættu að halda sig frá öldunum hefði einum tekist að láta öldurnar sækja sig og búnaðinn. Sá var þó heppinn og missti aðeins Canon G15 myndavél. „Og smá stolt,“ segir Ingólfur. Í fyrra hafi ljósmyndari í hans hóp orðið fyrir tveggja milljóna króna tjóni þegar búnaður hans fór út í saltan sjóinn.Sjá einnig:Eftirlitlaus börn á ísnum Hann minnir líka á að hættan sé ekki aðeins bundin við sjóinn og öldurnar heldur einnig ísinn. Klakinn sé af öllum stærðum og gerðum. Með slagkrafti geti minnstu klakastykki ýtt vel við fólki. Ingólfur og félagar halda kyrru innandyra á Hala í Suðursveit í dag. Ingólfur hélt í morgun í Jökulsárlón þar sem planið hafði verið að verja deginum við myndatöku þar en veður var svo vont að ákveðið var að snúa aftur að Hala. Hann varð var við útlendinga á húsbílum við lónið en ljóst var að illa gæti varið sökum veðurs á þannig bílum. Því ráðlagði hann útlendingunum að skilja húsbílana eftir í vari við ferðaþjónustuhúsið við Jökulsárlón og fá far með bílalest sem Ingólfur tilheyrði að Hala. „Það var bara glórulaust að hreyfa húsbílana,“ segir Ingólfur sem ók aftastur í bílalest nokkurra bíla úr lóninu og að Hala.Uppfært klukkan 19:30 Í fyrri útgáfu stóð að Ingólfur og hans fólk hefði verið á húsbílum. Það hefur verið leiðrétt í fréttinni að ofan. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu mynd. Breskur ljósmyndari lét viðvaranir leiðsögumanns sem vind um eyru þjóta í fjörunni fyrir neðan Jökulsárlón í gær. „Sumir hlusta bara ekki,“ segir Ingólfur Bruun margreyndur leiðsögumaður, í samtali við Vísi. Ingólfur, sem einnig er ljósmyndari, fór fyrir hópi svissneskra ljósmyndara á vegum Extreme Iceland sem var staddur við lónið í fallegu veðri í gær að taka myndir. Í öðrum hópi var breskur ljósmyndari sem óð út í fjöruna þrátt fyrir áminningar um að gera það ekki.Leiðgsögumaðurinn Ulrich Pittroff náði þessari mynd af ferðamanni í Reynisfjöru í liðinni viku. Umfjöllun um málið má lesa í frétt neðan við þessa frétt.Mynd/Ulrich Pittroff„Hann var í vöðlum og þóttist bara nokkuð góður. Var alvanur að taka myndir í flæðarmálinu heima í Bretlandi,“ skrifaði Ingólfur í Facebook-færslu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Hann telur mikilvægt að deila reynslusögum sem þessum með kollegum sínum til að allir séu meðvitaðir um fylgifiska aukins ferðamannafjölda hér á landi.Sjá einnig:Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru Ingólfur segist hafa rætt við leiðsögumann Bretans sem einnig var íslenskur. Sá sagðist hafa varað alla í hópnum við að fara út í fjöru en þessi eini hefði ekki hlustað. Ingólfur öskraði á Bretann sem stóð úti í sjónum en sneri að endingu aftur í land. Ljóst er að vöðlurnar hefðu ekki komið að neinum notum hefði alda tekið manninn. Hann slapp hins vegar og sömuleiðis búnaður hans. Það gilti þó ekki um alla.Leiðsögumaðurinn Owen Hunt tók þessa mynd af eftirlitslausum börnum við Jökulsárlón í vikunni.Mynd/Owen HuntIngólfur útskýrir að þrátt fyrir að hafa brýnt fyrir sínum hóp að allir ættu að halda sig frá öldunum hefði einum tekist að láta öldurnar sækja sig og búnaðinn. Sá var þó heppinn og missti aðeins Canon G15 myndavél. „Og smá stolt,“ segir Ingólfur. Í fyrra hafi ljósmyndari í hans hóp orðið fyrir tveggja milljóna króna tjóni þegar búnaður hans fór út í saltan sjóinn.Sjá einnig:Eftirlitlaus börn á ísnum Hann minnir líka á að hættan sé ekki aðeins bundin við sjóinn og öldurnar heldur einnig ísinn. Klakinn sé af öllum stærðum og gerðum. Með slagkrafti geti minnstu klakastykki ýtt vel við fólki. Ingólfur og félagar halda kyrru innandyra á Hala í Suðursveit í dag. Ingólfur hélt í morgun í Jökulsárlón þar sem planið hafði verið að verja deginum við myndatöku þar en veður var svo vont að ákveðið var að snúa aftur að Hala. Hann varð var við útlendinga á húsbílum við lónið en ljóst var að illa gæti varið sökum veðurs á þannig bílum. Því ráðlagði hann útlendingunum að skilja húsbílana eftir í vari við ferðaþjónustuhúsið við Jökulsárlón og fá far með bílalest sem Ingólfur tilheyrði að Hala. „Það var bara glórulaust að hreyfa húsbílana,“ segir Ingólfur sem ók aftastur í bílalest nokkurra bíla úr lóninu og að Hala.Uppfært klukkan 19:30 Í fyrri útgáfu stóð að Ingólfur og hans fólk hefði verið á húsbílum. Það hefur verið leiðrétt í fréttinni að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57