Viðskipti innlent

Stundin slær met á Karolina fund

Samúel Karl Ólason skrifar
Stofnendur Stundarinnar eru Elín G. Ragnarsdóttir, Heiða B. Heiðars, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Jón Ingi Stefánsson og Jón Trausti Reynisson.
Stofnendur Stundarinnar eru Elín G. Ragnarsdóttir, Heiða B. Heiðars, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Jón Ingi Stefánsson og Jón Trausti Reynisson.
Stundin, sem er nýr fréttamiðill, hefur slegið met á hópfjármögnunarsíðunni Karolina fund. Miðillinn hefur leitað eftir stuðningi almennings í gegnum fjáröflunarsíðuna, þar sem hægt er að gerast áskrifandi og kaupa auglýsingar til styrktar stofnunar miðilsins.

Í fréttatilkynningu sem barst í hádeginu segir að söfnunin hafi hafist í gærkvöldi klukkan 23:00.

„Nú þegar hefur Stundin náð 20 prósentum af markmiðum sínum. Er þetta besta byrjun sem nokkur söfnun hefur fengið á Karolina Fund,“ segir í tilkynningunni. Þegar þetta er skrifað hefur söfnunin náð 41 prósenti markmiðisins.

Þá segir það að Stundin sé nýr óháður fréttamiðill sem fyrst var kynntur á föstudaginn. „Að henni stendur hópur sem hefur það að marki að stofna fréttamiðil sem getur veitt almenningi upplýsingar eins ómengaður af sérhagsmunum og hægt er.“

Markmiðið er að safna minnst fimm milljónum króna.

Stofnendur Stundarinnar eru Elín G. Ragnarsdóttir, Heiða B. Heiðars, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Jón Ingi Stefánsson og Jón Trausti Reynisson. Ingibjörg Dögg og Jón Trausti munu ritstýra Stundinni, en Jón Trausti verður jafnframt framkvæmdastjóri.

Aðstandendur Stundarinnar og Karolina Fund þakka stuðninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×