Innlent

Sjáðu áhættuatriði Dean Gunnarsson

Linda Blöndal skrifar
Margir fylgdust með á Reykjavíkurhöfn í dag þegar kanadíski ofurhuginn Dean Gunnarsson lét áhættuatriði þar sem hann flýði brennandi eftirgerð af víkingaskipi, bundinn á höndum og fótum.

Viðburðurinn var partur af kanadíska sjónvarpþættinum Escape or die! sem má útleggja sem „Flýðu eða deyðu“ og voru erlenda kvikmyndatökufólkið mætt, leikarar í víkingaham og óbreyttir áhorfendur.

Dean Gunnarson sem rekur ættir sínar til Íslands ferðast um heiminn með áhættuatriði, hann hefur komið hingað áður og var þá hlekkjaður undir vatni en einnig var hann í eitt sinn handjárnaður og hent úr flugvél í Japan og einu sinni grafinn í kirkjugarði í París.

Í þetta sinn var víkingaþema, Dean var bundinn með þykku reipi og síðan fastur á skipslíkið. Smá saman jókst eldurinn og í nokkur augnablik sást ofurhuginn berjast til frelsis en eina leiðin var að henda sér í gegnum eldinn og ofan í sjó og synda í land.

Gjörningurinn stóð í nokkurn tíma og virtust sumir ungir áhorfendur nokkuð áhyggjufullir þótt þeir væru flestir ansi spenntir að sjá flóttann sem reyndist hin mesta skemmtun.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×