Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2015 14:48 Best er að halda sig innandyra í dag ef kostur er. Vísir/Stefán Lokað er fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði en ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óveður og strórhríð er á Reykjanesbraut og Suðurnesjum. Þungfært er á Suðurstrandarvegi frá Festarfjalli að Krísuvíkurafleggjara. Hálkublettir eru á nokkrum köflum á Suðurlandi, einkum í uppsveitum.Sjá einnig:Lægðin sem stríðir landsmönnum í beinni útsendinguÓveður á Holtavörðuheiði Hálkublettir eru allvíða á Vesturlandi. Óveður hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiðinni. Snjóþekja er á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er víðast hálka eða snjóþekja og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hálfdáni, Mikladal og Klettshálsi.Óveður svo til alls staðar Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Norðurlandi. Óveður er á Víkurskarði og snjóþekja. Óveður í austanverðum Eyjafirðinum. Óveður er á Vatnsskarði og Gauksmýri með hálku og skafrenningi. Á Norðurlandi eystra og Austfjörðum er hálka á flestum vegum og eitthvað um hálkubletti. Þæfingsfærð er á Hólasandi og Vatnsskarði eystra. Þungfært og óveður er á Hófaskarði og Hálsum. Greiðfært er að mestu með suðausturströndinni en mikið hvassviðri. Óveður er nánast frá Hellu og austur í Öræfasveit. Ófært og Stórhríð á Reynisfjalli. Ófært og óveður við Freysnes og Kvísker.Spá veðurstofu Íslands frá klukkan 13:34 Reiknað er með austan 20-30 m/s sunnanlands, snjókomu og skafrenningi, hvassast með suðurströndinni. Annars staðar austan og norðaustan 13-23, dálítil él og skafrenningur. Norðan 10-18 m/s á morgun, en 15-23 m/s SA-til. Él eða snjókoma N- og A-lands, en úrkomulaust annars staðar. Dregur meira úr vindi á vestanverðu landinu seinninpartinn á morgun. Frost á bilinu 0 til 7 stig. Versta veðrið í dag verður S-lands og mikill vindstyrkur ásamt snjókomu og skafrenningi þýðir að skyggni verður lítið sem ekkert á köflum. Þó úrkomuminna verði í öðrum landshlutum er vindstyrkur þar nægur til að hreyfa lausan snjó sem fyrir er og mynda kóf og tefja ferðalög eða hamla þeim. Á morgun (mánudag) er útlit fyrir stífa norðanátt, en búist er við mun hægari vindi á þriðjudag. Lægir heldur og minni líkur eru á snörpum vindhviðum undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi úr þessu. Enn er spáð ofsaveðri fram eftir degi á þjóðveginum austan Hellu og undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verða hviður allt að 50 m/s fram á kvöld. Í Öræfum og á Skeiðarársandi nær veðurhæð hámarki síðdegis. Þar verða mjög snarpir snarpir sviptivindar með ofankomu, skafrenningi og eins sandfoki. Fer ekki að ganga niður á þeim slóðum fyrr en í nótt.Uppfært klukkan 15:45 Búið er að loka Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Lokað er fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði en ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óveður og strórhríð er á Reykjanesbraut og Suðurnesjum. Þungfært er á Suðurstrandarvegi frá Festarfjalli að Krísuvíkurafleggjara. Hálkublettir eru á nokkrum köflum á Suðurlandi, einkum í uppsveitum.Sjá einnig:Lægðin sem stríðir landsmönnum í beinni útsendinguÓveður á Holtavörðuheiði Hálkublettir eru allvíða á Vesturlandi. Óveður hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiðinni. Snjóþekja er á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er víðast hálka eða snjóþekja og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hálfdáni, Mikladal og Klettshálsi.Óveður svo til alls staðar Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Norðurlandi. Óveður er á Víkurskarði og snjóþekja. Óveður í austanverðum Eyjafirðinum. Óveður er á Vatnsskarði og Gauksmýri með hálku og skafrenningi. Á Norðurlandi eystra og Austfjörðum er hálka á flestum vegum og eitthvað um hálkubletti. Þæfingsfærð er á Hólasandi og Vatnsskarði eystra. Þungfært og óveður er á Hófaskarði og Hálsum. Greiðfært er að mestu með suðausturströndinni en mikið hvassviðri. Óveður er nánast frá Hellu og austur í Öræfasveit. Ófært og Stórhríð á Reynisfjalli. Ófært og óveður við Freysnes og Kvísker.Spá veðurstofu Íslands frá klukkan 13:34 Reiknað er með austan 20-30 m/s sunnanlands, snjókomu og skafrenningi, hvassast með suðurströndinni. Annars staðar austan og norðaustan 13-23, dálítil él og skafrenningur. Norðan 10-18 m/s á morgun, en 15-23 m/s SA-til. Él eða snjókoma N- og A-lands, en úrkomulaust annars staðar. Dregur meira úr vindi á vestanverðu landinu seinninpartinn á morgun. Frost á bilinu 0 til 7 stig. Versta veðrið í dag verður S-lands og mikill vindstyrkur ásamt snjókomu og skafrenningi þýðir að skyggni verður lítið sem ekkert á köflum. Þó úrkomuminna verði í öðrum landshlutum er vindstyrkur þar nægur til að hreyfa lausan snjó sem fyrir er og mynda kóf og tefja ferðalög eða hamla þeim. Á morgun (mánudag) er útlit fyrir stífa norðanátt, en búist er við mun hægari vindi á þriðjudag. Lægir heldur og minni líkur eru á snörpum vindhviðum undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi úr þessu. Enn er spáð ofsaveðri fram eftir degi á þjóðveginum austan Hellu og undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verða hviður allt að 50 m/s fram á kvöld. Í Öræfum og á Skeiðarársandi nær veðurhæð hámarki síðdegis. Þar verða mjög snarpir snarpir sviptivindar með ofankomu, skafrenningi og eins sandfoki. Fer ekki að ganga niður á þeim slóðum fyrr en í nótt.Uppfært klukkan 15:45 Búið er að loka Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.
Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira