Innlent

Akeem Cujo er ósammála Helga Hrafni

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Akeem Cujo
Akeem Cujo
„Eigum við þá að leyfa síbrotamönnum að halda áfram í glæpum og gera ekki neitt?“ spyr Akeem Cujo, framkvæmdastjóri fjölmenningarsetursins Ísland Panorama Center, Helga Hrafn Gunnarsson alþingismann Pírata.

Helgi sagði í samtali við Fréttablaðið í vikunni að óskynsamlegt væri að loka fyrir hatursáróðursspjallborð sem fjallað hefur verið um undanfarna daga þar sem þau myndu bara spretta upp annars staðar. Helgi segir í skásta falli gagnslaust að loka fyrir það en í versta falli skaðlegt þar sem þá myndi spjallborðið mögulega felast þeim fáu gagnrýnisröddum sem þar gæti verið að finna.

Akeem er einnig ósammála spjallborðsgesti sem Fréttablaðið talaði við í vikunni er sagði engan hatursáróður á spjallinu heldur svartan húmor og frjálsa umræðu. Akeem segir spjallborðsgesti einfaldlega vera kynþáttahatara.


Tengdar fréttir

Skaðlegt að loka á hatursáróðurssíðu

Helgi Hrafn Gunnarsson segir í skásta falli gagnslaust að loka á hatursáróðurssíður og í versta falli skaðlegt. Hann segir síðurnar spretta upp aftur sé þeim lokað. Eigandi síðu sem hýsir íslenskt hatursáróðursspjallborð segir rasisma löglegan.

Hatursfull umræða og svartur húmor

Gestur spjallborðs sem Fréttablaðið fjallaði um í vikunni segir engan hatursáróður að finna á síðunni heldur svartan húmor. Hann segir þar að finna frjálsa umræðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×