Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag.
Lögreglan hefur girt af götuna en staðfest er að um sama bíl er að ræða og mennirnir flúðu á með fjármuni um klukkan 13:20 í dag.
Skráningarnúmer bílsins er VD-Z53 en um Ford Transit bifreið er að ræða. Bíllinn mun vera í eigu Hverafoldar bakarí en honum var stolið.
Enn er unnið að því að taka skýrslur af viðskiptavinum bankans. Flestir hafa þó fengið að snúa til síns heima. Lögregla er með töluverðan viðbúnað í Borgartúni og búið er að auka öryggisgæslu í öðrum útibúum bankans.
Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð

Tengdar fréttir

Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast
Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali.

Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera
Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir.

Bankarán í Borgartúni
Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag.