Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga Birgir Olgeirsson skrifar 30. desember 2015 22:54 Bill Cosby leiddur fyrir dómara í dag. Vísir/Getty Bandaríski grínistinn Bill Cosby var í dag ákærður Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna fyrir að beita konu kynferðislegu ofbeldi fyrir tæpum tólf árum. Cosby var látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingargjaldi upp á eina milljón dollara, sem nemur um 129 milljónum íslenskra króna miða við gengi dagsins í dag. Saksóknara embætti Montgomery-sýslu sendi frá sér meðfylgjandi ljósmynd sem var tekin af Cosby við handtökuna hans í dag. Búist er við að Cosby þurfi að mæta aftur í dómsal vegna málsins 14. janúar næstkomandi. Þegar hann yfirgaf dómshúsið í bænum Elkins Park í dag neitaði hann að tjá sig við fjölmiðla. Sakaður um að byrla konunni ólyfjan Konan sem um ræðir er Andrea Constand en ásamt ásökunum um kynferðisofbeldi sakar hún Cosby um að hafa byrlað sér ólyfjan á heimili hans í Philadelphia árið 2004. Um er að ræða fyrstu ákæruna gegn hinum 78 ára gamla Cosby. Hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað um fjörutíu konur. Hann hefur neitað ásökunum og stefnt nokkrum þeirra fyrir meiðyrði. Ljósmynd sem yfirvöld í Montgomery-sýslu tóku af Bill Cosby fyrr í dag.Vísir/Getty Verði Cosby sakfelldur í þessu máli á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist. Bandaríski vefmiðillinn The Huffington Post ræddi við Kevin Steele, hjá embætti saksóknara í Montgomery-sýslu, sem sagði að málið gegn Cosby hefði verið tekið til rannsóknar að nýju eftir að ný sönnunargögn komu fram á sjónarsviðið og eftir að greint var frá ásökunum fjölda annarra kvenna í fjölmiðlum. „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess,“ var haft eftir Steele. Málið hefði fyrnst innan nokkurra daga Hefði saksóknara embættið í Montgomery-sýslu ekki gefið út ákæru í dag hefði málið gegn Cosby fyrnst innan nokkurra daga. Andrea Constand var ein þeirra fyrstu sem steig fram og ásakaði Cosby um kynferðislegt ofbeldi. Það gerði hún árið 2005. Á þeim tíma neitaði embætti saksóknara í Montgomery-sýslu að rannsaka ásakanir hennar. Hún höfðaði þess í stað einkamál gegn honum og lauk því með sátt þeirra á milli utan dómstóla árið 2006. Leit á hann sem læriföður og vin Cosby og Constand þekktust í gegnum Temple-háskólann. Hún stýrði kvennadeild háskólans í körfubolta en Cosby hafði keppt fyrir hönd skólans á sínum yngri árum. Hann hafði boðið henni inn á heimili sitt í Pennsylvaníu undir þeim formerkjum að ræða feril hennar. Þess í stað á umrædd árás að hafa átt sér stað. „Fórnarlambið leit á Cosby sem læriföður og vin,“ sagði Kevin Steele við fjölmiðla í dag. Hann nefndi aldrei Constand á nafn en sagði fórnarlambið í málinu hafa hafnað Cosby tvívegis áður en hann á að hafa byrlað því ólyfjan. Cosby hefur áður neitað ásökunum kvenna um kynferðislegt ofbeldi en verjendur hans sögðu það ekki eiga við mál Constands, þar sem samkomulagið sem þau tvö náðu utan dómstóla árið 2006 kveður á um að hann megi ekki tjá sig um málið. Bandaríkin Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Cosby stefnir fyrir meiðyrði Bill Cosby kallar konurnar tækifærissinna. 14. desember 2015 23:42 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Gamalt viðtal Bill Cosby við Sofiu Vergara þykir einstaklega óþægilegt "Karlmenn horfa á þig, og þeir hugsa bara um synd.“ 27. október 2015 19:48 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Bandaríski grínistinn Bill Cosby var í dag ákærður Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna fyrir að beita konu kynferðislegu ofbeldi fyrir tæpum tólf árum. Cosby var látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingargjaldi upp á eina milljón dollara, sem nemur um 129 milljónum íslenskra króna miða við gengi dagsins í dag. Saksóknara embætti Montgomery-sýslu sendi frá sér meðfylgjandi ljósmynd sem var tekin af Cosby við handtökuna hans í dag. Búist er við að Cosby þurfi að mæta aftur í dómsal vegna málsins 14. janúar næstkomandi. Þegar hann yfirgaf dómshúsið í bænum Elkins Park í dag neitaði hann að tjá sig við fjölmiðla. Sakaður um að byrla konunni ólyfjan Konan sem um ræðir er Andrea Constand en ásamt ásökunum um kynferðisofbeldi sakar hún Cosby um að hafa byrlað sér ólyfjan á heimili hans í Philadelphia árið 2004. Um er að ræða fyrstu ákæruna gegn hinum 78 ára gamla Cosby. Hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað um fjörutíu konur. Hann hefur neitað ásökunum og stefnt nokkrum þeirra fyrir meiðyrði. Ljósmynd sem yfirvöld í Montgomery-sýslu tóku af Bill Cosby fyrr í dag.Vísir/Getty Verði Cosby sakfelldur í þessu máli á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist. Bandaríski vefmiðillinn The Huffington Post ræddi við Kevin Steele, hjá embætti saksóknara í Montgomery-sýslu, sem sagði að málið gegn Cosby hefði verið tekið til rannsóknar að nýju eftir að ný sönnunargögn komu fram á sjónarsviðið og eftir að greint var frá ásökunum fjölda annarra kvenna í fjölmiðlum. „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess,“ var haft eftir Steele. Málið hefði fyrnst innan nokkurra daga Hefði saksóknara embættið í Montgomery-sýslu ekki gefið út ákæru í dag hefði málið gegn Cosby fyrnst innan nokkurra daga. Andrea Constand var ein þeirra fyrstu sem steig fram og ásakaði Cosby um kynferðislegt ofbeldi. Það gerði hún árið 2005. Á þeim tíma neitaði embætti saksóknara í Montgomery-sýslu að rannsaka ásakanir hennar. Hún höfðaði þess í stað einkamál gegn honum og lauk því með sátt þeirra á milli utan dómstóla árið 2006. Leit á hann sem læriföður og vin Cosby og Constand þekktust í gegnum Temple-háskólann. Hún stýrði kvennadeild háskólans í körfubolta en Cosby hafði keppt fyrir hönd skólans á sínum yngri árum. Hann hafði boðið henni inn á heimili sitt í Pennsylvaníu undir þeim formerkjum að ræða feril hennar. Þess í stað á umrædd árás að hafa átt sér stað. „Fórnarlambið leit á Cosby sem læriföður og vin,“ sagði Kevin Steele við fjölmiðla í dag. Hann nefndi aldrei Constand á nafn en sagði fórnarlambið í málinu hafa hafnað Cosby tvívegis áður en hann á að hafa byrlað því ólyfjan. Cosby hefur áður neitað ásökunum kvenna um kynferðislegt ofbeldi en verjendur hans sögðu það ekki eiga við mál Constands, þar sem samkomulagið sem þau tvö náðu utan dómstóla árið 2006 kveður á um að hann megi ekki tjá sig um málið.
Bandaríkin Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Cosby stefnir fyrir meiðyrði Bill Cosby kallar konurnar tækifærissinna. 14. desember 2015 23:42 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Gamalt viðtal Bill Cosby við Sofiu Vergara þykir einstaklega óþægilegt "Karlmenn horfa á þig, og þeir hugsa bara um synd.“ 27. október 2015 19:48 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15
Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28
Gamalt viðtal Bill Cosby við Sofiu Vergara þykir einstaklega óþægilegt "Karlmenn horfa á þig, og þeir hugsa bara um synd.“ 27. október 2015 19:48