Innlent

„Starfsfólkið er þjálfað í þessu“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Daníel
„Starfsfólkið er þjálfað í þessu, að fara fram varlega, og það hefur sýnt sig í dag að það var brugðist rétt við. Það er kannski því að þakka að það er enginn slasaður núna,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.

Hann segir mennina tvo, sem frömdu vopnað rán í útibúi bankans í Borgartúni, hafa sýnt af sér ógnandi tilburði. Öllum sé skiljanlega brugðið og að boðið verði upp á áfallahjálp í lok dags. „Þeir stukku hér inn og svo út aftur, þannig að núna er verið að taka fólk í yfirheyrslu og lögregla er á staðnum.“

Mennirnir tveir eru enn ófundnir og hefur lögregla óskað eftir aðstoð almennings. Bíllinn sem þeir notuðu við ránið fannst yfirgefinn í Barmahlíð um klukkan hálf þrjú í dag, en hann mun vera í eigu Hverafoldar bakarís.


Tengdar fréttir

Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð

Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag.

Bankarán í Borgartúni

Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×