Innlent

Lægðin að ná hámarki

gunnar reynir valþórsson skrifar
Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu.
Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. vísir
Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. Vind hefur lægt á suðurströndinni og lægðin, sem er um 930 millibör er komin inn á land að sögn vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Vindurinn er að snúast í sunnanátt fyrir austan og er víða 25 metrar á sekúndu en búist er við enn hvassara veðri innan tíðar. Síðan fer lægðin norður af landinu og þá snýst hann í suðvestan átt. Eftir hádegi og seinni partinn verður síðan hvassast á annesjum norðantil. Vegagerðin lokaði vegum víða í gærkvöldi, frá Freysnesi að  Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi. - frá Höfn að Fáskrúðsfirði.

Oddskarð, Fagridalur, Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra voru einnig lokuð sem og Vopnafjarðarheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi.

Þá lokaði Ólafsfjarðarmúli frá miðnætti og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru þessar lokanir enn í gildi.

Lögreglan á Austurlandi beinir því til fólks og þá sérstaklega á Eskifirði og nágrenni að vera ekki á ferðinni að óþörfu vegna veðurs m.a. hvassviðris, rigningar og sjávarstöðu sem er há nú í morgunsárið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×