Erlent

Munu funda um lausn Úkraínudeilunnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá fundinum á föstudaginn.
Frá fundinum á föstudaginn. Vísir/EPA
Þau Vladimir Putin, Petro Pororshenko, Angela Merkel og Francois Hollande munu hittast í Hvíta-Rússlandi á miðvikudaginn. Á fundinum í Minks munu þau reyna að finna lausn á Úkraínudeilunni. Átök hafa geisað í Austur-Úkraínu frá því í apríl í fyrra og hafa minnst 5.300 látið lífið á þeim tíma.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, of Francois Holland, forseti Frakklands, hafa leitt þessa nýjustu tilraun til að koma á friði, en þau fóru til Rússlands á föstudaginn og funduðu með Putin. Í dag ræddu þau þrjú, auk Poroshenko, saman í síma og ákváðu að halda fund í Hvíta-Rússlandi.

Samkvæmt BBC ræddu þau sín á milli um margar aðgerðir sem hægt sé að framkvæma til að stuðla að friði á milli aðskilnaðarsinna og stjórnvalda á Austur-Úkraínu.

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur þó gefið út að ekki muni verða af fundinum í Hvíta-Rússlandi ef ekki verði búið að samþykkja „nokkur atriði“. Á morgun mun Putin þó fara til Bandaríkjanna og ræða við Barack Obama forseta Bandaríkjanna.

AP fréttaveitan hefur eftir John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Evrópa og Bandaríkin standi saman og Bandaríkin styddu friðarviðleitni Þýskalands og Frakklands.

Bandaríkin hafa íhugað að senda stjórnvöldum í Kænugarði vopn, en Þýskaland og Frakkland hafa sett sig á móti því og segja að átökin, sem og deila, gæti magnast við það. Rússar hafa gefið út að bandarísk vopn í Úkraínu myndu hafa alvarlega afleiðingar.


Tengdar fréttir

Kaldur friður er betri en heitt stríð

Átökin í austurhluta Úkraínu hafa stigmagnast frá því í byrjun janúar. Þjóðarleiðtogar ætla sér að taka í taumana og koma á vopnahléi af mannúðarástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×