Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2015 20:09 Verkfallið starfsmanna RÚV mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. Vísir/GVA Rafiðnaðarsambandið segir að stjórnendur RÚV fari með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu Rafiðnaðarsambandsins og RÚV. „Þar kemur fram að samninganefnd starfsmanna RÚV hafi komið fram með nýjar kröfur sama dag og samninganefndin hafi tekið ákvörðun um að slíta viðræðum. Það er algjörlega úr lausu lofti gripið og á enga stoð í raunveruleikanum.“Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa á ný boðað til verkfalls. Verkfallið mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið.Í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins segir að samninganefnd starfsmanna sambandsins „hvetji stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál ætli þeir að fara með allar samningaviðræður í gegnum fjölmiðla. Telji samninganefndin æskilegra og vænlegra til árangurs að setjast að samningaborðinu í stað þess að fara með rangt mál á opinberum vettvangi“. „Krafa RSÍ, sem mótuð er af starfsmönnum RÚV, um að sérkjarasamningur verði gerður hefur legið fyrir lengi og hefur samninganefnd starfsmanna lagt gríðarlega vinnu í að setja saman heildstæðan kjarasamning sem tekur á réttindum og skyldum starfsmanna. Nýjasta útspil Ríkisútvarpsins var að reyna að koma starfsmönnum yfir á svokallaðan fimmta kafla samning, sem er fyrirtækjaþáttur aðalkjarasamnings (almenna samningsins svokallaða), en það þýðir að staða starfsmanna væri mjög sambærileg við þá stöðu sem þeir búa við í dag nema að skilgreindir yrðu launataxtar sem samninganefnd starfsmanna hefur krafist í heildstæðum sérkjarasamningi. Hins vegar vildi Ríkisútvarpið ekki fylgja aðalkjarasamningi nema að hluta til, verði samið um einhverja breytingu á launatöxtum aðalkjarasamnings þá mætti það ekki fylgja yfir í þennan fimmta kafla samning og því væri ástæðulaust fyrir starfsmenn að gera slíkan "samning". Við það að hífa starfsmenn upp að lágmarkslaunum þá fellur til einhver kostnaður við þá aðgerð og telja stjórnendur RÚV að það megi ekkert koma þessu til viðbótar í taxtahækkun. Þetta myndi þýða að ef starfsmenn hefðu samþykkt fimmta kafla samning þá hefði staða þeirra orðið lakari þegar gengið yrði frá aðalkjarasamningi, nái iðnaðarmannasamfélagið kröfum sínum eða hluta þeirra fram í yfirstandandi viðræðum. Stjórnendur Ríkisútvarpsins reyna í fréttaumfjöllunum að afvegaleiða umræðuna og láta í ljósi vaka að samninganefnd starfsmanna hafi komið með nýtt útspil á síðustu metrum viðræðna. Þessu hafnar samninganefnd starfsmanna alfarið og köllum eftir að fá að sjá hverjar þær kröfur ættu að hafa verið. Kröfur starfsmanna eru einfaldar og vilja þeir sérkjarasamning sem tryggir þeim réttindi til lengri tíma. Kostir sérkjarasamnings geta nýst rekstri RÚV að mörgu leyti og mótað grunn að öruggari rekstri,“ segir í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins. Tengdar fréttir Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls Verkfall starfsmanna RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. 7. apríl 2015 17:19 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Rafiðnaðarsambandið segir að stjórnendur RÚV fari með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu Rafiðnaðarsambandsins og RÚV. „Þar kemur fram að samninganefnd starfsmanna RÚV hafi komið fram með nýjar kröfur sama dag og samninganefndin hafi tekið ákvörðun um að slíta viðræðum. Það er algjörlega úr lausu lofti gripið og á enga stoð í raunveruleikanum.“Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa á ný boðað til verkfalls. Verkfallið mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið.Í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins segir að samninganefnd starfsmanna sambandsins „hvetji stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál ætli þeir að fara með allar samningaviðræður í gegnum fjölmiðla. Telji samninganefndin æskilegra og vænlegra til árangurs að setjast að samningaborðinu í stað þess að fara með rangt mál á opinberum vettvangi“. „Krafa RSÍ, sem mótuð er af starfsmönnum RÚV, um að sérkjarasamningur verði gerður hefur legið fyrir lengi og hefur samninganefnd starfsmanna lagt gríðarlega vinnu í að setja saman heildstæðan kjarasamning sem tekur á réttindum og skyldum starfsmanna. Nýjasta útspil Ríkisútvarpsins var að reyna að koma starfsmönnum yfir á svokallaðan fimmta kafla samning, sem er fyrirtækjaþáttur aðalkjarasamnings (almenna samningsins svokallaða), en það þýðir að staða starfsmanna væri mjög sambærileg við þá stöðu sem þeir búa við í dag nema að skilgreindir yrðu launataxtar sem samninganefnd starfsmanna hefur krafist í heildstæðum sérkjarasamningi. Hins vegar vildi Ríkisútvarpið ekki fylgja aðalkjarasamningi nema að hluta til, verði samið um einhverja breytingu á launatöxtum aðalkjarasamnings þá mætti það ekki fylgja yfir í þennan fimmta kafla samning og því væri ástæðulaust fyrir starfsmenn að gera slíkan "samning". Við það að hífa starfsmenn upp að lágmarkslaunum þá fellur til einhver kostnaður við þá aðgerð og telja stjórnendur RÚV að það megi ekkert koma þessu til viðbótar í taxtahækkun. Þetta myndi þýða að ef starfsmenn hefðu samþykkt fimmta kafla samning þá hefði staða þeirra orðið lakari þegar gengið yrði frá aðalkjarasamningi, nái iðnaðarmannasamfélagið kröfum sínum eða hluta þeirra fram í yfirstandandi viðræðum. Stjórnendur Ríkisútvarpsins reyna í fréttaumfjöllunum að afvegaleiða umræðuna og láta í ljósi vaka að samninganefnd starfsmanna hafi komið með nýtt útspil á síðustu metrum viðræðna. Þessu hafnar samninganefnd starfsmanna alfarið og köllum eftir að fá að sjá hverjar þær kröfur ættu að hafa verið. Kröfur starfsmanna eru einfaldar og vilja þeir sérkjarasamning sem tryggir þeim réttindi til lengri tíma. Kostir sérkjarasamnings geta nýst rekstri RÚV að mörgu leyti og mótað grunn að öruggari rekstri,“ segir í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins.
Tengdar fréttir Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls Verkfall starfsmanna RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. 7. apríl 2015 17:19 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls Verkfall starfsmanna RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. 7. apríl 2015 17:19