Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2015 17:19 Stjórnendur RÚV segja viðræður aftur vera komnar á byrjunarreit. Vísir/Ernir Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa á ný boðað til verkfalls. Verkfallið mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. Í tilkynningu frá RÚV segir að fyrir rúmri viku hafi legið fyrir samkomulag um lykilatriði nýs fyrirtækjasamnings en á lokametrunum hafi samninganefnd RSÍ sett fram nýjar kröfur sem væru þess eðlis að RÚV taldi óábyrgt að ganga að þeim. „Ríkisútvarpið vill að sjálfsögðu tryggja starfsmönnum RÚV sanngjörn kjör en sú viðleitni verður að vera í einhverju samhengi við þá samninga sem gerðir eru á almennum markaði og mega ekki stofna rekstri RÚV í óvissu til framtíðar. Í kjölfarið sleit samninganefnd RSÍ viðræðunum og sló þar með út af borðinu þær umbætur sem samkomulag lá þó fyrir um. Í viðræðunum hafði RÚV samþykkt tillögur RSÍ um nýja launatöflu með starfsaldurshækkunum og skilgreiningu á störfum tæknimanna sem hefði leitt til umtalsverðrar kjarabótar, m.a. með nokkurri hækkun launa. Með því taldi RÚV sig vera að mæta breyttu tækniumhverfi og viðurkenna breytingar á starfssviði tæknimanna. Auk leiðréttinga á launaflokkum nú hefðu starfsmenn RSÍ sem starfa hjá RÚV fengið þær almennu hækkanir sem mögulega semst um í nýjum almennum kjarasamningum RSÍ og Samtaka atvinnulífsins. Þetta tilboð RÚV rann út á hádegi í dag, þann 7. apríl. Ný krafa RSÍ þýddi að til viðbótar við það sem aðilar voru orðnir sammála hefðu mögulega komið til tvöföld launaflokkahækkun, annars vegar í gegnum fyrirtækjasamning og að auki í gegnum almennan kjarasamning RSÍ og SA. Það eru stjórnendum RÚV mikil vonbrigði að tilboði um fyrirtækjasamning sem tók á lykilkröfum starfsmanna RÚV hafi verið hafnað og að viðræður séu því komnar á upphafsreit hjá Ríkissáttasemjara. RÚV mun halda áfram að gera allt sem mögulegt er til að ljúka samningum og koma í veg fyrir að af verkfalli verði. Ljóst er að verkfallsaðgerðir RSÍ myndu hafa veruleg áhrif á þjónustu RÚV sem þorri þjóðarinnar nýtir sér daglega. Aðrir starfsmenn og stjórnendur RÚV munu leggja sig fram um að tryggja sem minnsta röskun á dagskrá og fréttastofan mun að sjálfsögðu standa vaktina, allan sólarhringinn sem endranær,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa á ný boðað til verkfalls. Verkfallið mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. Í tilkynningu frá RÚV segir að fyrir rúmri viku hafi legið fyrir samkomulag um lykilatriði nýs fyrirtækjasamnings en á lokametrunum hafi samninganefnd RSÍ sett fram nýjar kröfur sem væru þess eðlis að RÚV taldi óábyrgt að ganga að þeim. „Ríkisútvarpið vill að sjálfsögðu tryggja starfsmönnum RÚV sanngjörn kjör en sú viðleitni verður að vera í einhverju samhengi við þá samninga sem gerðir eru á almennum markaði og mega ekki stofna rekstri RÚV í óvissu til framtíðar. Í kjölfarið sleit samninganefnd RSÍ viðræðunum og sló þar með út af borðinu þær umbætur sem samkomulag lá þó fyrir um. Í viðræðunum hafði RÚV samþykkt tillögur RSÍ um nýja launatöflu með starfsaldurshækkunum og skilgreiningu á störfum tæknimanna sem hefði leitt til umtalsverðrar kjarabótar, m.a. með nokkurri hækkun launa. Með því taldi RÚV sig vera að mæta breyttu tækniumhverfi og viðurkenna breytingar á starfssviði tæknimanna. Auk leiðréttinga á launaflokkum nú hefðu starfsmenn RSÍ sem starfa hjá RÚV fengið þær almennu hækkanir sem mögulega semst um í nýjum almennum kjarasamningum RSÍ og Samtaka atvinnulífsins. Þetta tilboð RÚV rann út á hádegi í dag, þann 7. apríl. Ný krafa RSÍ þýddi að til viðbótar við það sem aðilar voru orðnir sammála hefðu mögulega komið til tvöföld launaflokkahækkun, annars vegar í gegnum fyrirtækjasamning og að auki í gegnum almennan kjarasamning RSÍ og SA. Það eru stjórnendum RÚV mikil vonbrigði að tilboði um fyrirtækjasamning sem tók á lykilkröfum starfsmanna RÚV hafi verið hafnað og að viðræður séu því komnar á upphafsreit hjá Ríkissáttasemjara. RÚV mun halda áfram að gera allt sem mögulegt er til að ljúka samningum og koma í veg fyrir að af verkfalli verði. Ljóst er að verkfallsaðgerðir RSÍ myndu hafa veruleg áhrif á þjónustu RÚV sem þorri þjóðarinnar nýtir sér daglega. Aðrir starfsmenn og stjórnendur RÚV munu leggja sig fram um að tryggja sem minnsta röskun á dagskrá og fréttastofan mun að sjálfsögðu standa vaktina, allan sólarhringinn sem endranær,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09