Innlent

Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins.
Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Formaður samninganefndar ríkisins, Gunnar Björnsson, er staddur í Myanmar í Asíu að því er fram kemur á Nútímanum og samkvæmt upplýsingum Vísis frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu er Gunnar í leyfi frá störfum.

Það hefur þó ekki áhrif á störf samninganefndarinnar þar sem varformaður nefndarinnar fer fyrir henni í fjarveru formanns. Leyfi einstakra starfsmanna hafi því ekkert með framvindu málsins að gera.

Þar að auki sé kjaradeilan hjá ríkissáttasemjara sem boðar til fundar þegar hann telur tilefni til en næsti fundur í deilunni er boðaður á morgun.

Páll Halldórsson, formaður BHM.Vísir/Stefán
Gagnrýnir ríkið fyrir að vilja ekki funda um páskana

Rúmlega 500 félagsmenn í BHM lögðu niður störf á miðnætti en ekkert var fundað í kjaradeilu félagsins við ríkið um páskana.

Páll Halldórsson, formaður BHM, hefur gagnrýnt ríkið fyrir að vilja ekki funda um páskana. Í staðinn stefndi ríkið nokkrum stéttarfélögum vegna meint ólögmætis boðaðra verkfalla en félagsdómur úrskurðaði í gær að þau væru lögleg. Ekki hefur náðst í formann samninganefndar ríkisins vegna gagnrýni Páls.

Hefur truflandi áhrif á starfsemi Landspítala

Á meðal þeirra félagsmanna BHM sem hófu verkfall í dag eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður.

Í samtali við Fréttablaðið í morgun sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, að verkfallið muni hafa truflandi áhrif á starfsemi spítalans þann tíma sem það varir. Neyðartilvikum verði sinnt en skipulagðar aðgerðir og annað sem getur beðið, verður látið bíða.

Verkfallið mun því meðal annars hafa áhrif á skipulagða keisaraskurði, áhættumæðraeftirlit og hjartaþræðingar.


Tengdar fréttir

Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr

Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall.

Enginn fundur um páskana

Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×