Vill nýjar höfuðstöðvar fyrir WOW á Kársnesi Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. október 2015 08:00 „Markmið WOW air er að byggja glæsilegar höfuðstöðvar,“ segir í bréfi Skúla Mogensen forstjóra til Kópavogsbæjar. vísir/vilhelm Flugfélagið WOW air hefur óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um lóð undir byggingu níu þúsund fermetra atvinnu- og skrifstofuhúsnæðis við sjávarsíðuna á Kársnesi. Fyrsti áfangi hússins á að vera tilbúinn á árinu 2017 eða 2018. Áætluð bílastæðaþörf er 200 stæði miðað við fullbyggða lóð. Þetta kemur fram í bréfi Skúla Mogensen, forstjóra fyrirtækisins, til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs. Bréfið var til umræðu á bæjarráðsfundi í gær. Höfuðstöðvar WOW eru núna í Katrínartúni og Bríetartúni í Reykjavík og eru samtals tvö þúsund fermetrar. Þar starfa nú 200 manns á sumrin. Ekki náðist í Skúla Mogensen í gær en í bréfi hans segir að gert sé ráð fyrir að í höfuðstöðvum WOW air verði opin veitingasala með ókeypis nettengingu til afnota fyrir almenning. Opið rými gæti nýst fyrir listsýningar og aðra menningarviðburði. Þá segir að WOW air muni halda samkeppni fjögurra eða fimm arkitektastofa um hönnunina. Hugað verði að tengingum við göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga og fyrirhugaða Fossvogsbrú. Lóðin eigi að hluta að nýtast almenningi og geti orðið áfangastaður fyrir þá sem fara um svæðið með einhverri afþreyingu. „Félagið sér fyrir sér að við eða undir húsinu verði aðstaða fyrir smábáta og kajaka og að á lóðinni verði komið fyrir listaverkum úr safni eiganda félagsins,“ segir í bréfi Skúla sem er þekktur listaverkasafnari.Ármann Kr. ÓlafssonÁrmann bæjarstjóri segir að Kársnesið sé í þróun. Meginbreytingin muni felast í því að í kringum höfnina sé að aukast byggð á kostnað atvinnuhúsnæðis. „Og það hefur nú verið talað um að höfnin verði yndishöfn þar sem verði byggðarkjarni í kring og tækifærin sem höfnin gefur til útivistar og að njóta þess að vera í nágrenni við sjóinn verði nýtt,“ segir Ármann. En jafnframt sé atvinnuhúsnæði á Kársnesi sem ekki verði hróflað við. „Þetta býður upp á blandaða byggð og getur verið skemmtilegt að þróa tengingu á milli íbúðabyggðar og atvinnusvæðis.“ Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Flugfélagið WOW air hefur óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um lóð undir byggingu níu þúsund fermetra atvinnu- og skrifstofuhúsnæðis við sjávarsíðuna á Kársnesi. Fyrsti áfangi hússins á að vera tilbúinn á árinu 2017 eða 2018. Áætluð bílastæðaþörf er 200 stæði miðað við fullbyggða lóð. Þetta kemur fram í bréfi Skúla Mogensen, forstjóra fyrirtækisins, til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs. Bréfið var til umræðu á bæjarráðsfundi í gær. Höfuðstöðvar WOW eru núna í Katrínartúni og Bríetartúni í Reykjavík og eru samtals tvö þúsund fermetrar. Þar starfa nú 200 manns á sumrin. Ekki náðist í Skúla Mogensen í gær en í bréfi hans segir að gert sé ráð fyrir að í höfuðstöðvum WOW air verði opin veitingasala með ókeypis nettengingu til afnota fyrir almenning. Opið rými gæti nýst fyrir listsýningar og aðra menningarviðburði. Þá segir að WOW air muni halda samkeppni fjögurra eða fimm arkitektastofa um hönnunina. Hugað verði að tengingum við göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga og fyrirhugaða Fossvogsbrú. Lóðin eigi að hluta að nýtast almenningi og geti orðið áfangastaður fyrir þá sem fara um svæðið með einhverri afþreyingu. „Félagið sér fyrir sér að við eða undir húsinu verði aðstaða fyrir smábáta og kajaka og að á lóðinni verði komið fyrir listaverkum úr safni eiganda félagsins,“ segir í bréfi Skúla sem er þekktur listaverkasafnari.Ármann Kr. ÓlafssonÁrmann bæjarstjóri segir að Kársnesið sé í þróun. Meginbreytingin muni felast í því að í kringum höfnina sé að aukast byggð á kostnað atvinnuhúsnæðis. „Og það hefur nú verið talað um að höfnin verði yndishöfn þar sem verði byggðarkjarni í kring og tækifærin sem höfnin gefur til útivistar og að njóta þess að vera í nágrenni við sjóinn verði nýtt,“ segir Ármann. En jafnframt sé atvinnuhúsnæði á Kársnesi sem ekki verði hróflað við. „Þetta býður upp á blandaða byggð og getur verið skemmtilegt að þróa tengingu á milli íbúðabyggðar og atvinnusvæðis.“
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira