Vill nýjar höfuðstöðvar fyrir WOW á Kársnesi Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. október 2015 08:00 „Markmið WOW air er að byggja glæsilegar höfuðstöðvar,“ segir í bréfi Skúla Mogensen forstjóra til Kópavogsbæjar. vísir/vilhelm Flugfélagið WOW air hefur óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um lóð undir byggingu níu þúsund fermetra atvinnu- og skrifstofuhúsnæðis við sjávarsíðuna á Kársnesi. Fyrsti áfangi hússins á að vera tilbúinn á árinu 2017 eða 2018. Áætluð bílastæðaþörf er 200 stæði miðað við fullbyggða lóð. Þetta kemur fram í bréfi Skúla Mogensen, forstjóra fyrirtækisins, til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs. Bréfið var til umræðu á bæjarráðsfundi í gær. Höfuðstöðvar WOW eru núna í Katrínartúni og Bríetartúni í Reykjavík og eru samtals tvö þúsund fermetrar. Þar starfa nú 200 manns á sumrin. Ekki náðist í Skúla Mogensen í gær en í bréfi hans segir að gert sé ráð fyrir að í höfuðstöðvum WOW air verði opin veitingasala með ókeypis nettengingu til afnota fyrir almenning. Opið rými gæti nýst fyrir listsýningar og aðra menningarviðburði. Þá segir að WOW air muni halda samkeppni fjögurra eða fimm arkitektastofa um hönnunina. Hugað verði að tengingum við göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga og fyrirhugaða Fossvogsbrú. Lóðin eigi að hluta að nýtast almenningi og geti orðið áfangastaður fyrir þá sem fara um svæðið með einhverri afþreyingu. „Félagið sér fyrir sér að við eða undir húsinu verði aðstaða fyrir smábáta og kajaka og að á lóðinni verði komið fyrir listaverkum úr safni eiganda félagsins,“ segir í bréfi Skúla sem er þekktur listaverkasafnari.Ármann Kr. ÓlafssonÁrmann bæjarstjóri segir að Kársnesið sé í þróun. Meginbreytingin muni felast í því að í kringum höfnina sé að aukast byggð á kostnað atvinnuhúsnæðis. „Og það hefur nú verið talað um að höfnin verði yndishöfn þar sem verði byggðarkjarni í kring og tækifærin sem höfnin gefur til útivistar og að njóta þess að vera í nágrenni við sjóinn verði nýtt,“ segir Ármann. En jafnframt sé atvinnuhúsnæði á Kársnesi sem ekki verði hróflað við. „Þetta býður upp á blandaða byggð og getur verið skemmtilegt að þróa tengingu á milli íbúðabyggðar og atvinnusvæðis.“ Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Flugfélagið WOW air hefur óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um lóð undir byggingu níu þúsund fermetra atvinnu- og skrifstofuhúsnæðis við sjávarsíðuna á Kársnesi. Fyrsti áfangi hússins á að vera tilbúinn á árinu 2017 eða 2018. Áætluð bílastæðaþörf er 200 stæði miðað við fullbyggða lóð. Þetta kemur fram í bréfi Skúla Mogensen, forstjóra fyrirtækisins, til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs. Bréfið var til umræðu á bæjarráðsfundi í gær. Höfuðstöðvar WOW eru núna í Katrínartúni og Bríetartúni í Reykjavík og eru samtals tvö þúsund fermetrar. Þar starfa nú 200 manns á sumrin. Ekki náðist í Skúla Mogensen í gær en í bréfi hans segir að gert sé ráð fyrir að í höfuðstöðvum WOW air verði opin veitingasala með ókeypis nettengingu til afnota fyrir almenning. Opið rými gæti nýst fyrir listsýningar og aðra menningarviðburði. Þá segir að WOW air muni halda samkeppni fjögurra eða fimm arkitektastofa um hönnunina. Hugað verði að tengingum við göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga og fyrirhugaða Fossvogsbrú. Lóðin eigi að hluta að nýtast almenningi og geti orðið áfangastaður fyrir þá sem fara um svæðið með einhverri afþreyingu. „Félagið sér fyrir sér að við eða undir húsinu verði aðstaða fyrir smábáta og kajaka og að á lóðinni verði komið fyrir listaverkum úr safni eiganda félagsins,“ segir í bréfi Skúla sem er þekktur listaverkasafnari.Ármann Kr. ÓlafssonÁrmann bæjarstjóri segir að Kársnesið sé í þróun. Meginbreytingin muni felast í því að í kringum höfnina sé að aukast byggð á kostnað atvinnuhúsnæðis. „Og það hefur nú verið talað um að höfnin verði yndishöfn þar sem verði byggðarkjarni í kring og tækifærin sem höfnin gefur til útivistar og að njóta þess að vera í nágrenni við sjóinn verði nýtt,“ segir Ármann. En jafnframt sé atvinnuhúsnæði á Kársnesi sem ekki verði hróflað við. „Þetta býður upp á blandaða byggð og getur verið skemmtilegt að þróa tengingu á milli íbúðabyggðar og atvinnusvæðis.“
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira