Ísgöngin í Langjökli: „Þetta á eftir að slá í gegn“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. júní 2015 22:03 Gangagerðarmaður sem tók þátt í að grafa ísgöngin í Langjökli er sannfærður um að þau eigi eftir að slá í geng og verða lyftistöng fyrir héraðið. Vont veður hrelldi oft vinnumenn á svæðinu í vetur og vonast þeir til að sumarið sé nú loksins komið. Hátt í eitt hundrað manns voru viðstaddir þegar ísgöngin voru vígð í gær. Það var Rangheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála sem sá um vígsluna en göngin eru stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu. Fyrir marga var þetta stór stund. Þeirra á meðal nokkra menn úr sveitinni sem grófu göngin en vinnan tók sinn tíma. „Við byrjuðum hérna 11. mars í fyrra þannig að þetta er hérna rétt rúmt ár sem að þetta hefur tekið,“ segir Andrés Eyjólfsson einn þeirra sem unnið hefur að gerð ganganna. Hann segir fjóra til átta menn að jafnaði hafa verið að störfum við að grafa gögnin. Verkið hafi að mestu gengið vel en veðrið hafi þó stundum gert mönnum erfitt fyrir. „Það er eina sem hefur tafið okkur og hrellt okkur,“ segir Andrés.Opnunarpartýið var veglegt enda mikið lagt í göngin.Mynd/VísirÁtta þúsund ferðir seldar Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. Búist er við því að flestir gestirnir komi til með að nýta sér snjóbíla eða jeppa til að komast að göngunum. Fyrir þá sem vilja fara hraðar yfir er boðið upp á þyrluferðir úr Reykjavík upp á jökulinn sjálfan. „Þetta á eftir að slá í gegn ég er alveg klár á því,“ segir Andrés. Hann segir þá sem þegar hafa komið í göngin hafa heillast. „Það er bara á einn veg. Það eru bara allir stórhrifnir,“ segir Andrés. Hann er sannfærður um að göngin komi til með að fjölga ferðamönnum á svæðinu verulega. „Þá náttúrulega er þetta ákaflega mikil lyftistöng fyrir héraðið,“ segir Andrés.Tenór prófaði hljómburð ganganna Hann er ánægður með árangurinn og sáttur við að þessi fimm hundrað metra löngu ísgöng séu nú orðin að veruleika. Þó hann sé á sama tíma feginn að verkefninu sé lokið. „Það er náttúrulega ákveðin hvíld í því enda er sumarið komið vona ég,“ segir Andrés. Hljómburðurinn í göngunum þykir víða góður og var landþekkti tenórinn Gissur Páll Gissurarson fenginn til að kanna hann í gær. Vakti flutningur hans á Hamraborginni mikla lukku meðal gesta eins og sjá má í fréttinni hér að ofan. Tengdar fréttir Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli Lokið verður við að grafa ísgöngin í Langjökli á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 16. febrúar 2015 22:30 Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum. 8. apríl 2015 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Gangagerðarmaður sem tók þátt í að grafa ísgöngin í Langjökli er sannfærður um að þau eigi eftir að slá í geng og verða lyftistöng fyrir héraðið. Vont veður hrelldi oft vinnumenn á svæðinu í vetur og vonast þeir til að sumarið sé nú loksins komið. Hátt í eitt hundrað manns voru viðstaddir þegar ísgöngin voru vígð í gær. Það var Rangheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála sem sá um vígsluna en göngin eru stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu. Fyrir marga var þetta stór stund. Þeirra á meðal nokkra menn úr sveitinni sem grófu göngin en vinnan tók sinn tíma. „Við byrjuðum hérna 11. mars í fyrra þannig að þetta er hérna rétt rúmt ár sem að þetta hefur tekið,“ segir Andrés Eyjólfsson einn þeirra sem unnið hefur að gerð ganganna. Hann segir fjóra til átta menn að jafnaði hafa verið að störfum við að grafa gögnin. Verkið hafi að mestu gengið vel en veðrið hafi þó stundum gert mönnum erfitt fyrir. „Það er eina sem hefur tafið okkur og hrellt okkur,“ segir Andrés.Opnunarpartýið var veglegt enda mikið lagt í göngin.Mynd/VísirÁtta þúsund ferðir seldar Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. Búist er við því að flestir gestirnir komi til með að nýta sér snjóbíla eða jeppa til að komast að göngunum. Fyrir þá sem vilja fara hraðar yfir er boðið upp á þyrluferðir úr Reykjavík upp á jökulinn sjálfan. „Þetta á eftir að slá í gegn ég er alveg klár á því,“ segir Andrés. Hann segir þá sem þegar hafa komið í göngin hafa heillast. „Það er bara á einn veg. Það eru bara allir stórhrifnir,“ segir Andrés. Hann er sannfærður um að göngin komi til með að fjölga ferðamönnum á svæðinu verulega. „Þá náttúrulega er þetta ákaflega mikil lyftistöng fyrir héraðið,“ segir Andrés.Tenór prófaði hljómburð ganganna Hann er ánægður með árangurinn og sáttur við að þessi fimm hundrað metra löngu ísgöng séu nú orðin að veruleika. Þó hann sé á sama tíma feginn að verkefninu sé lokið. „Það er náttúrulega ákveðin hvíld í því enda er sumarið komið vona ég,“ segir Andrés. Hljómburðurinn í göngunum þykir víða góður og var landþekkti tenórinn Gissur Páll Gissurarson fenginn til að kanna hann í gær. Vakti flutningur hans á Hamraborginni mikla lukku meðal gesta eins og sjá má í fréttinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli Lokið verður við að grafa ísgöngin í Langjökli á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 16. febrúar 2015 22:30 Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum. 8. apríl 2015 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli Lokið verður við að grafa ísgöngin í Langjökli á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 16. febrúar 2015 22:30
Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum. 8. apríl 2015 06:00
Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24