Ákváðum að taka slaginn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 08:00 Haukur Ingi var aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarssonar hjá Fylki. vísir/getty Keflavík réð í gær nýja þjálfara fyrir karlalið félagsins. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson voru þá ráðnir í stað Kristjáns Guðmundssonar sem var rekinn á fimmtudag. Þeir gerðu samning við Keflavík út leiktíðina. Báðir eru að þreyta frumraun sína sem aðalþjálfarar en eru þeir tilbúnir í slaginn? „Það er spurning sem aldrei er hægt að svara fyrr en eftir á,“ segir Haukur Ingi heimspekilega. „Menn verða alltaf að byrja einhvern tímann. Þetta verður bara að koma í ljós.“ Bæði Haukur Ingi og Jóhann Birnir eru synir Keflavíkur og með betri knattspyrnumönnum sem félagið hefur framleitt á síðari árum. Þeir fengu lítinn tíma til þess að hugsa um tilboðið. „Við ákváðum að taka slaginn þó svo að við hefðum nánast þurft að svara á staðnum. Það var í raun og veru aldrei spurning um að taka slaginn,“ segir þjálfarinn en hann var áður aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarssonar hjá Fylki og tók svo við sem yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu. „Ég hef lengi haft hug á því að láta á það reyna hvort þetta eigi við mig. Þetta gerist kannski aðeins fyrr en ég átti von á. Ég tel mig líka búa vel þar sem ég var aðstoðarþjálfari í þrjú ár,“ segir framherjinn fyrrverandi og telur að það muni hjálpa sér í nýja starfinu. „Ég held að margir fyrrverandi leikmenn flaski stundum á því að halda að þeir séu fullmótaðir þjálfarar og hoppa beint út í þjálfun. Ég hef reynslu af því hvernig hlutirnir virka á bak við tjöldin en það gerist margt þar sem maður hafði ekki hugmynd um sem leikmaður.“ Það er verk að vinna hjá þeim félögum að rífa Keflavík upp úr botnsæti Pepsi-deildarinnar en þeir ætla að gera sitt besta. „Ég er mjög spenntur og held að þetta verði skemmtilegt. Þetta er líka mikill heiður fyrir mig og verður gaman að reyna að snúa gengi liðsins við. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Máni: Það eru djúsi kjúklingabringur í Keflavík Hinn brottrekni aðstoðarþjálfari Keflavíkur, Þorkell Máni Pétursson, var í áhugaverðu viðtali við Akraborgina í dag. 5. júní 2015 16:57 Jóhann og Haukur Ingi taka við Keflavík Taka við starfinu af Kristjáni Guðmundssyni sem var rekinn úr starfi í gær. 5. júní 2015 14:09 Kristján Guðmundsson rekinn frá Keflavík Kveður liðið í botnsæti Pepsi-deildarinnar með eitt stig eftir sex umferðir. 4. júní 2015 19:04 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Keflavík réð í gær nýja þjálfara fyrir karlalið félagsins. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson voru þá ráðnir í stað Kristjáns Guðmundssonar sem var rekinn á fimmtudag. Þeir gerðu samning við Keflavík út leiktíðina. Báðir eru að þreyta frumraun sína sem aðalþjálfarar en eru þeir tilbúnir í slaginn? „Það er spurning sem aldrei er hægt að svara fyrr en eftir á,“ segir Haukur Ingi heimspekilega. „Menn verða alltaf að byrja einhvern tímann. Þetta verður bara að koma í ljós.“ Bæði Haukur Ingi og Jóhann Birnir eru synir Keflavíkur og með betri knattspyrnumönnum sem félagið hefur framleitt á síðari árum. Þeir fengu lítinn tíma til þess að hugsa um tilboðið. „Við ákváðum að taka slaginn þó svo að við hefðum nánast þurft að svara á staðnum. Það var í raun og veru aldrei spurning um að taka slaginn,“ segir þjálfarinn en hann var áður aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarssonar hjá Fylki og tók svo við sem yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu. „Ég hef lengi haft hug á því að láta á það reyna hvort þetta eigi við mig. Þetta gerist kannski aðeins fyrr en ég átti von á. Ég tel mig líka búa vel þar sem ég var aðstoðarþjálfari í þrjú ár,“ segir framherjinn fyrrverandi og telur að það muni hjálpa sér í nýja starfinu. „Ég held að margir fyrrverandi leikmenn flaski stundum á því að halda að þeir séu fullmótaðir þjálfarar og hoppa beint út í þjálfun. Ég hef reynslu af því hvernig hlutirnir virka á bak við tjöldin en það gerist margt þar sem maður hafði ekki hugmynd um sem leikmaður.“ Það er verk að vinna hjá þeim félögum að rífa Keflavík upp úr botnsæti Pepsi-deildarinnar en þeir ætla að gera sitt besta. „Ég er mjög spenntur og held að þetta verði skemmtilegt. Þetta er líka mikill heiður fyrir mig og verður gaman að reyna að snúa gengi liðsins við.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Máni: Það eru djúsi kjúklingabringur í Keflavík Hinn brottrekni aðstoðarþjálfari Keflavíkur, Þorkell Máni Pétursson, var í áhugaverðu viðtali við Akraborgina í dag. 5. júní 2015 16:57 Jóhann og Haukur Ingi taka við Keflavík Taka við starfinu af Kristjáni Guðmundssyni sem var rekinn úr starfi í gær. 5. júní 2015 14:09 Kristján Guðmundsson rekinn frá Keflavík Kveður liðið í botnsæti Pepsi-deildarinnar með eitt stig eftir sex umferðir. 4. júní 2015 19:04 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Máni: Það eru djúsi kjúklingabringur í Keflavík Hinn brottrekni aðstoðarþjálfari Keflavíkur, Þorkell Máni Pétursson, var í áhugaverðu viðtali við Akraborgina í dag. 5. júní 2015 16:57
Jóhann og Haukur Ingi taka við Keflavík Taka við starfinu af Kristjáni Guðmundssyni sem var rekinn úr starfi í gær. 5. júní 2015 14:09
Kristján Guðmundsson rekinn frá Keflavík Kveður liðið í botnsæti Pepsi-deildarinnar með eitt stig eftir sex umferðir. 4. júní 2015 19:04