Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 9. október 2015 11:04 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að það verði að vinda ofan af þessari vitleysu, og til þess þarf endurskilgreiningu og lagabreytingar. Visir/gva Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir fulla ástæðu til að endurskoða lög yfir þeim sem gerast sekir um brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Hann segir hæpnar skilgreiningar og dómafordæmi ástæðuna fyrir því að Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari hlaut að fella dóm sem reyndar hefur vakið mikla furðu.Brynjar Níelsson þingmaður og lögmaður fordæmir dóminn og segir hann útí hött. Nokkur umræða um dóminn hefur spunnist á Fb-síðu hans.Dómur á skjön við siðferðisvitund þjóðarinnarÓhætt er að segja að þungur dómur yfir hollenskri konu, sem féll í héraði í gær, hafi vakið nokkra furðu. Þó margir séu þeirrar skoðunar að þeir sem flytji inn til landsins fíkniefni eigi ekkert gott skilið þá lyfta margir brúnum. Konan hlaut ellefu ára dóm en refsiramminn fyrir það brot sem hún er fundin sek um eru tólf ár. Jafnvel saksóknara þykir vel í lagt.Sjá nánar hér. Þá hefur þessi dómur er á skjön við siðferðisvitund fjölmargra og hafa ýmsir tjáð þá skoðun sína á samfélagsmiðlum. Þetta kemur vel fram á Facebook-síðu Brynjars Níelssonar þingmanns sem spyr; trúa menn því „að þungar refsingar séu réttu viðbrögðin við þeim heilbrigðisvanda sem neysla fíkniefna er?“Sjá nánar hér. Fjölmargir, vel á fjórða hundrað, hafa gefið til kynna að þeir séu samþykkir viðhorfum Brynjars og gildir þá einu hvort þeir teljast til pólitískra andstæðinga hans eða ekki. Telur fólk þetta lýsa verulegri refsigleði og ekki í nokkru samhengi við dóma í öðrum brotaflokkum. Dæmi af handahófi gæti verið af Twitter þar sem Sunna Ben, ein af skipuleggjendum Druslugöngunnar, segir:Hollenska burðardýrið fékk 11 ára fangelsi fyrir 1 brot. Siggi Hakkari fékk 3 ár fyrir fleiri tugi kynferðisbrota á 9 ungum drengjum. wtf.— Sunna Ben (@SunnaBen) October 8, 2015 Helgi afbrotafræðingur segir að uppnám í samfélaginu um miðjan 10. áratuginn hafi valdið því að dómar í E-töflumálum hafi frá upphafi verið þungir.visir/pjeturDómafordæmi hafa leitt dómsstóla í ógöngurVísir ræddi við Helga afbrotafræðing og hann segir dómsstóla búna að mála sig út í horn. Það séu fordæmi fyrir 11 ára dómi í héraði sem svo hafi verið mildaður niður í tíu ár í Hæstarétti. Þessi umræddi dómur jafnar því þann þyngsta sem áður hefur fallið. Kurt Fellner, austurrískur ríkisborgari telst methafi í þessum efnum, dæmdur í héraði í 12 ára fangelsi árið 2002 fyrir e-töflusmygl, en Hæstiréttur mildaði þann dóm í níu ár. En, þetta á sér skýringar. Helga kemur reyndar á óvart að sú staðreynd að konan var samstarfsfús og tók þátt í tálbeituaðgerð lögreglu, hafi ekki verið metin til meiri refsilækkunar en raun ber vitni. En, málið snýst um að um er að ræða 10 kíló af MDMA af styrk sem er svo mikill að ætla má að framleiða hefði mátt 85 þúsund E-töflur, sem er mikið magn. Miðað við dómafordæmi þá sé dómurinn ekki óeðlilegur. „Það eru fyrri dómadæmi sem eru mjög þungir dómar. Aukning frá því sem menn hafa áður verið með. Búið er að skapa fordæmi og þá geta menn illa farið niður fyrir það. Að sumu leyti er búið að gera þetta og eina rökrétta skrefið að halda áfram með það.“ Helgi segir að erfitt sé fyrir stöku dómara að vinda ofan af þessu, og þetta sé í raun lagt upp sem einfalt reiknidæmi þar sem magnið ákvarðar refsinguna.Mirjam Foekje van Twuijver var dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir smygl á tæplega tuttugu kílóum af fíkniefnum og Atli Freyr Fjölnisson, Íslendingur sem veitti ætluðum fíkniefnum viðtöku, var dæmdur í fimm ára fangelsi.visir/ernirHvað ef höfuðpaurarnir nást og búið er að fullnýta refsirammann?Þetta þýðir hins vegar það að komið er upp undir þak, refsiramminn er nánast fullnýttur. Hvað ef höfuðpaurarnir, þeir sem raunverulega bera ábyrgð á smyglinu nást? Þeir sem skipulögðu það og fjármögnuðu. Hvað þá? Fyrir liggur að hér er um burðardýr að ræða, sem bar fyrir dómi að átti að fá 20 þúsund evrur fyrir flutninginn, jafnvirði tæplega þriggja milljóna íslenskra króna. Þá bar burðardýrið fyrir að það hefði ekki áttað sig á hversu mikið magn það var að flytja milli landa. Og ef áfram er spurt eins og barn: Ef einhver verður gripinn með enn meira magn, hvað þá? Helgi segir þetta allt gildar spurningar.Uppnám í samfélaginu rót vandansEn, og eins öfugsnúið og það nú hljómar, þá var það hugsanlega meint eða ætluð siðferðisvitund þjóðarinnar sem leiddi dómsstóla inn á þessar augljósu villigötur.„Þetta byrjaði með E-töflumáli, í lok 10. áratugs; og umfjöllun um að E-tafla væri nóg til að drepa þig. Þá féllu fimm ára dómar og menn hafa ekki getað undið ofan af þessu. Menn sitja uppi með þetta að vera komnir út í þessar aðstæður að fella mjög þunga dóma í þessum málaflokki og gagnvart þessum efnum,“ segir Helgi.Þegar E-töflur komu til Íslands um miðjan tíunda áratuginn varð mikið uppnám á Íslandi og þá þegar fengu þeir sem gripnir voru við smygl þunga dóma.Hann lýsir því að um miðjan tíunda áratuginn hafi E-taflan komið til Íslands og þá hafi orðið mikið uppnám í samfélaginu. Enginn ástæða er til að gera lítið úr hugsanlegri skaðsemi E-taflna en það er nú engu að síður svo að efnið er notað víða í Evrópu sem og hér á landi. Og menn hafi brugðist við af mikilli hörku. „Menn eru búnir að mála sig útí horn með þetta en halda áfram. Þetta er þungur dómur miðað við aðra brotaflokka svo sem ofbeldisbrot og auðgunarbrot,“ segir Helgi.Þörf á lagabreytingumÞá má jafnframt segja að þetta sé skilgreiningarvandi sem hafi leitt dómsstóla og þar með samfélagið inná þessar villigötur. Til að vinda ofan af þessari vitleysu þarf að koma til lagabreyting; skipun að ofan. Erfitt sér fyrir hvern dómara um sig að snúa af þessum vegi. Dómafordæmin binda hendur dómara. Þegar byrjað er á fimm ára dómi fyrir eina E-töflu þá eru menn fljótir að reka höfuð í þakið.Að sögn Helga eru brot sem þessi skilgreind sem almannahætta. Erfitt sé að fá það til að ganga upp sé litið til þess að þegar er til staðar fíkniefnamarkaður og innflutningur sem þessi sé viðbót við hann. Helgi segir miklu nær að skilgreina þetta sem auðgunarbrot. Þetta snúist því ekki síst um hið svarta hagkerfi, að menn séu að koma fé undan skatti. „Í raun og veru. Undanskot frá skatti eða eitthvað slíkt. Almannahætta flokkast sem mjög alvarlegt brot, öryggi samfélagsins er í húfi og fíkniefnabrot eru sett undir það sem felur í sér mikla refsiþyngd. Meðan þetta er skilgreint sem svo, og dómararnir eru búnir að skapa þessi fordæmi, marka þessa línu, þá virðist þetta eina rétta niðurstaðan.“Brynjar Níelsson er ekki bjartsýnn á að honum takist að finna þrjátíu þingmenn sem eru til í að breyta lögum í þá átt að til refsilækkunnar horfi. Þorsteinn Sæmundsson tæki til að mynda ekki vel í slíkar hugmyndir.Lagabreytingar eru erfiðarTil að vinda ofan af þessari vitleysu þarf sem sagt endurskilgreiningar og lagabreytingar. En, það er meira en segja það og fáir þekkja það betur en Brynjar Níelsson sjálfur, sem í fimmtán ár starfaði sem verjandi brotamanna af þessu tagi og er nú starfandi á sjálfu löggjafarþinginu. Kristinn Hrafnsson fréttamaður blandar sér í umræðu sem hefur spunnist um þennan dóm á áðurnefndri Facebook-síðu Brynjars, spyr hvort það sé ekki rökrétt framhald að vinna að lagabreytingu í þessum anda; þvert á flokka ef með þarf. „Geturðu fundið rúmlega 30 þingmenn sem eru sammála þér?“ En, Brynjar er ekki bjartsýnn á það. „Hef ekki mikla trú á því, Kristinn. Það er heilmikill vandi að breyta lögum en ég verð að vona að Hæstiréttur leiðrétti þennan dóm,“ segir Brynjar. Og víst er að innan þingliðsins eru margir sem vilja jafnvel ganga í þveröfuga átt, herða refsingar, en því hefur til að mynda Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins lýst yfir.Kristján Þór heilbrigðisráðherra telur þá refsistefnu sem ríkjandi hefur verið ekki vera að skila tilætluðum árangri.Breytt afstaða í fíkniefnamálumEn, ef til vill er Brynjar of svartsýnn því í viðtali við Vísi í gær ítrekaði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra þá skoðun sína að núverandi refsistefna, sú sem Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótar hefur kallað fíknistríðið og hefur um hin verstu orð; að glæpavæðingin magni vandann, hún sé ekki að skila tilætluðum árangri.Sjá nánar umfjöllun hér.Starfshópur sem ráðherra skipaði fyrir tæpu ári er nú að ljúka störfum og er niðurstöðu að vænta og tillagna úr þeim ranni, ef ekki í dag, þá strax eftir helgi.Konan sem flutti fíkniefni til landsins fékk 11 ára dóm.Maðurinn sem tók við fíkniefnunum fékk 5 ára dóm.Maðurinn...Posted by Kristin Soffia Jonsdottir on 8. október 2015 Tengdar fréttir Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Kristján Þór Júlíusson bíður nú niðurstöðu starfshóps um stefnu í fíkniefnamálum, sem væntanleg er innan tíðar. 8. október 2015 11:37 Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Þingmaður spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum Tilefnið er 11 ára fangelsisdómur sem féll í dag yfir hollenskri konu sem var burðardýr. 8. október 2015 12:18 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna grænu vöruskemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir fulla ástæðu til að endurskoða lög yfir þeim sem gerast sekir um brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Hann segir hæpnar skilgreiningar og dómafordæmi ástæðuna fyrir því að Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari hlaut að fella dóm sem reyndar hefur vakið mikla furðu.Brynjar Níelsson þingmaður og lögmaður fordæmir dóminn og segir hann útí hött. Nokkur umræða um dóminn hefur spunnist á Fb-síðu hans.Dómur á skjön við siðferðisvitund þjóðarinnarÓhætt er að segja að þungur dómur yfir hollenskri konu, sem féll í héraði í gær, hafi vakið nokkra furðu. Þó margir séu þeirrar skoðunar að þeir sem flytji inn til landsins fíkniefni eigi ekkert gott skilið þá lyfta margir brúnum. Konan hlaut ellefu ára dóm en refsiramminn fyrir það brot sem hún er fundin sek um eru tólf ár. Jafnvel saksóknara þykir vel í lagt.Sjá nánar hér. Þá hefur þessi dómur er á skjön við siðferðisvitund fjölmargra og hafa ýmsir tjáð þá skoðun sína á samfélagsmiðlum. Þetta kemur vel fram á Facebook-síðu Brynjars Níelssonar þingmanns sem spyr; trúa menn því „að þungar refsingar séu réttu viðbrögðin við þeim heilbrigðisvanda sem neysla fíkniefna er?“Sjá nánar hér. Fjölmargir, vel á fjórða hundrað, hafa gefið til kynna að þeir séu samþykkir viðhorfum Brynjars og gildir þá einu hvort þeir teljast til pólitískra andstæðinga hans eða ekki. Telur fólk þetta lýsa verulegri refsigleði og ekki í nokkru samhengi við dóma í öðrum brotaflokkum. Dæmi af handahófi gæti verið af Twitter þar sem Sunna Ben, ein af skipuleggjendum Druslugöngunnar, segir:Hollenska burðardýrið fékk 11 ára fangelsi fyrir 1 brot. Siggi Hakkari fékk 3 ár fyrir fleiri tugi kynferðisbrota á 9 ungum drengjum. wtf.— Sunna Ben (@SunnaBen) October 8, 2015 Helgi afbrotafræðingur segir að uppnám í samfélaginu um miðjan 10. áratuginn hafi valdið því að dómar í E-töflumálum hafi frá upphafi verið þungir.visir/pjeturDómafordæmi hafa leitt dómsstóla í ógöngurVísir ræddi við Helga afbrotafræðing og hann segir dómsstóla búna að mála sig út í horn. Það séu fordæmi fyrir 11 ára dómi í héraði sem svo hafi verið mildaður niður í tíu ár í Hæstarétti. Þessi umræddi dómur jafnar því þann þyngsta sem áður hefur fallið. Kurt Fellner, austurrískur ríkisborgari telst methafi í þessum efnum, dæmdur í héraði í 12 ára fangelsi árið 2002 fyrir e-töflusmygl, en Hæstiréttur mildaði þann dóm í níu ár. En, þetta á sér skýringar. Helga kemur reyndar á óvart að sú staðreynd að konan var samstarfsfús og tók þátt í tálbeituaðgerð lögreglu, hafi ekki verið metin til meiri refsilækkunar en raun ber vitni. En, málið snýst um að um er að ræða 10 kíló af MDMA af styrk sem er svo mikill að ætla má að framleiða hefði mátt 85 þúsund E-töflur, sem er mikið magn. Miðað við dómafordæmi þá sé dómurinn ekki óeðlilegur. „Það eru fyrri dómadæmi sem eru mjög þungir dómar. Aukning frá því sem menn hafa áður verið með. Búið er að skapa fordæmi og þá geta menn illa farið niður fyrir það. Að sumu leyti er búið að gera þetta og eina rökrétta skrefið að halda áfram með það.“ Helgi segir að erfitt sé fyrir stöku dómara að vinda ofan af þessu, og þetta sé í raun lagt upp sem einfalt reiknidæmi þar sem magnið ákvarðar refsinguna.Mirjam Foekje van Twuijver var dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir smygl á tæplega tuttugu kílóum af fíkniefnum og Atli Freyr Fjölnisson, Íslendingur sem veitti ætluðum fíkniefnum viðtöku, var dæmdur í fimm ára fangelsi.visir/ernirHvað ef höfuðpaurarnir nást og búið er að fullnýta refsirammann?Þetta þýðir hins vegar það að komið er upp undir þak, refsiramminn er nánast fullnýttur. Hvað ef höfuðpaurarnir, þeir sem raunverulega bera ábyrgð á smyglinu nást? Þeir sem skipulögðu það og fjármögnuðu. Hvað þá? Fyrir liggur að hér er um burðardýr að ræða, sem bar fyrir dómi að átti að fá 20 þúsund evrur fyrir flutninginn, jafnvirði tæplega þriggja milljóna íslenskra króna. Þá bar burðardýrið fyrir að það hefði ekki áttað sig á hversu mikið magn það var að flytja milli landa. Og ef áfram er spurt eins og barn: Ef einhver verður gripinn með enn meira magn, hvað þá? Helgi segir þetta allt gildar spurningar.Uppnám í samfélaginu rót vandansEn, og eins öfugsnúið og það nú hljómar, þá var það hugsanlega meint eða ætluð siðferðisvitund þjóðarinnar sem leiddi dómsstóla inn á þessar augljósu villigötur.„Þetta byrjaði með E-töflumáli, í lok 10. áratugs; og umfjöllun um að E-tafla væri nóg til að drepa þig. Þá féllu fimm ára dómar og menn hafa ekki getað undið ofan af þessu. Menn sitja uppi með þetta að vera komnir út í þessar aðstæður að fella mjög þunga dóma í þessum málaflokki og gagnvart þessum efnum,“ segir Helgi.Þegar E-töflur komu til Íslands um miðjan tíunda áratuginn varð mikið uppnám á Íslandi og þá þegar fengu þeir sem gripnir voru við smygl þunga dóma.Hann lýsir því að um miðjan tíunda áratuginn hafi E-taflan komið til Íslands og þá hafi orðið mikið uppnám í samfélaginu. Enginn ástæða er til að gera lítið úr hugsanlegri skaðsemi E-taflna en það er nú engu að síður svo að efnið er notað víða í Evrópu sem og hér á landi. Og menn hafi brugðist við af mikilli hörku. „Menn eru búnir að mála sig útí horn með þetta en halda áfram. Þetta er þungur dómur miðað við aðra brotaflokka svo sem ofbeldisbrot og auðgunarbrot,“ segir Helgi.Þörf á lagabreytingumÞá má jafnframt segja að þetta sé skilgreiningarvandi sem hafi leitt dómsstóla og þar með samfélagið inná þessar villigötur. Til að vinda ofan af þessari vitleysu þarf að koma til lagabreyting; skipun að ofan. Erfitt sér fyrir hvern dómara um sig að snúa af þessum vegi. Dómafordæmin binda hendur dómara. Þegar byrjað er á fimm ára dómi fyrir eina E-töflu þá eru menn fljótir að reka höfuð í þakið.Að sögn Helga eru brot sem þessi skilgreind sem almannahætta. Erfitt sé að fá það til að ganga upp sé litið til þess að þegar er til staðar fíkniefnamarkaður og innflutningur sem þessi sé viðbót við hann. Helgi segir miklu nær að skilgreina þetta sem auðgunarbrot. Þetta snúist því ekki síst um hið svarta hagkerfi, að menn séu að koma fé undan skatti. „Í raun og veru. Undanskot frá skatti eða eitthvað slíkt. Almannahætta flokkast sem mjög alvarlegt brot, öryggi samfélagsins er í húfi og fíkniefnabrot eru sett undir það sem felur í sér mikla refsiþyngd. Meðan þetta er skilgreint sem svo, og dómararnir eru búnir að skapa þessi fordæmi, marka þessa línu, þá virðist þetta eina rétta niðurstaðan.“Brynjar Níelsson er ekki bjartsýnn á að honum takist að finna þrjátíu þingmenn sem eru til í að breyta lögum í þá átt að til refsilækkunnar horfi. Þorsteinn Sæmundsson tæki til að mynda ekki vel í slíkar hugmyndir.Lagabreytingar eru erfiðarTil að vinda ofan af þessari vitleysu þarf sem sagt endurskilgreiningar og lagabreytingar. En, það er meira en segja það og fáir þekkja það betur en Brynjar Níelsson sjálfur, sem í fimmtán ár starfaði sem verjandi brotamanna af þessu tagi og er nú starfandi á sjálfu löggjafarþinginu. Kristinn Hrafnsson fréttamaður blandar sér í umræðu sem hefur spunnist um þennan dóm á áðurnefndri Facebook-síðu Brynjars, spyr hvort það sé ekki rökrétt framhald að vinna að lagabreytingu í þessum anda; þvert á flokka ef með þarf. „Geturðu fundið rúmlega 30 þingmenn sem eru sammála þér?“ En, Brynjar er ekki bjartsýnn á það. „Hef ekki mikla trú á því, Kristinn. Það er heilmikill vandi að breyta lögum en ég verð að vona að Hæstiréttur leiðrétti þennan dóm,“ segir Brynjar. Og víst er að innan þingliðsins eru margir sem vilja jafnvel ganga í þveröfuga átt, herða refsingar, en því hefur til að mynda Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins lýst yfir.Kristján Þór heilbrigðisráðherra telur þá refsistefnu sem ríkjandi hefur verið ekki vera að skila tilætluðum árangri.Breytt afstaða í fíkniefnamálumEn, ef til vill er Brynjar of svartsýnn því í viðtali við Vísi í gær ítrekaði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra þá skoðun sína að núverandi refsistefna, sú sem Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótar hefur kallað fíknistríðið og hefur um hin verstu orð; að glæpavæðingin magni vandann, hún sé ekki að skila tilætluðum árangri.Sjá nánar umfjöllun hér.Starfshópur sem ráðherra skipaði fyrir tæpu ári er nú að ljúka störfum og er niðurstöðu að vænta og tillagna úr þeim ranni, ef ekki í dag, þá strax eftir helgi.Konan sem flutti fíkniefni til landsins fékk 11 ára dóm.Maðurinn sem tók við fíkniefnunum fékk 5 ára dóm.Maðurinn...Posted by Kristin Soffia Jonsdottir on 8. október 2015
Tengdar fréttir Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Kristján Þór Júlíusson bíður nú niðurstöðu starfshóps um stefnu í fíkniefnamálum, sem væntanleg er innan tíðar. 8. október 2015 11:37 Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Þingmaður spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum Tilefnið er 11 ára fangelsisdómur sem féll í dag yfir hollenskri konu sem var burðardýr. 8. október 2015 12:18 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna grænu vöruskemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Kristján Þór Júlíusson bíður nú niðurstöðu starfshóps um stefnu í fíkniefnamálum, sem væntanleg er innan tíðar. 8. október 2015 11:37
Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24
Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47
Þingmaður spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum Tilefnið er 11 ára fangelsisdómur sem féll í dag yfir hollenskri konu sem var burðardýr. 8. október 2015 12:18
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent