Innlent

Étoile liggur við Reykjavíkurhöfn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Franska gólettan Étoile er nú í Reykjavíkurhöfn og er almenningi heimilt að skoða hana fram á þriðjudag.
Franska gólettan Étoile er nú í Reykjavíkurhöfn og er almenningi heimilt að skoða hana fram á þriðjudag. Fréttablaðið/vilhelm
Franska gólettan Étoile er til sýnis við Reykjavíkurhöfn í tilefni af Hátíð hafsins. Étoile sigldi í höfn á fimmtudag.

Gólettur er nafn á frönskum skútum sem hannaðar voru sérstaklega í Frakklandi með sjólag við Ísland í huga og sigldu þær á Íslandsmið ár hvert, hundruðum saman þegar mest var. Þá voru allt að sex þúsund franskir sjómenn á miðunum. Étoile er smíðuð árið 1932 eftir gömlum teikningum.

Almenningi stendur til boða að skoða skútuna, innan sem utan, fram á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×