Hverjir eru allir þessir gerendur? Ólöf Skaftadóttir skrifar 6. júní 2015 09:00 Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. Þeir vildu ýmist ekki kannast við brotin sem þeir hlutu dóm fyrir, skelltu á þegar um brotin var rætt eða létu lögmann sinn um að svara fyrirspurnum blaðamanns. Vísir/Getty Íslenskar rannsóknir benda til þess að 6% drengja og 18% stúlkna verði fyrir kynferðisofbeldi fyrir 16 ára aldur og að fjórðungur kvenna verði fyrir kynferðisofbeldi eftir 16 ára aldur. Skortur er á rannsóknum sem kanna algengi kynferðisofbeldis hjá íslenskum karlmönnum. Mest skortir rannsóknir er snúa að gerendum kynferðisofbeldis. Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. Þeir vildu ýmist ekki kannast við brotin sem þeir hlutu dóm fyrir, skelltu á þegar um brotin var rætt eða létu lögmann sinn um að svara fyrirspurnum blaðamanns. Fréttablaðið leitast við að veita innsýn inn í heim gerenda með hjálp sérfræðinga. Hvað einkennir gerendur kynferðisofbeldis og hvað eiga þeir sameiginlegt? Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun Fæstir hreinlega siðblindir Anna Kristín Newton er sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún hefur um árabil starfað með dæmdum kynferðisafbrotamönnum og haft þá til meðferðar. Hún segir vel hægt að skipta gerendum upp í hópa, bæði út frá þolendum en einnig eftir persónueinkennum. Anna Kristín segir þó mikilvægt að hafa í huga að stórt hlutfall kynferðislegra brota rati aldrei fyrir dómstóla, og því sé myndin kannski skökk.„En það fer eftir því hvernig og hvar maður leitar upplýsinga. Samkvæmt greiningarkerfi bandaríska geðlæknakerfisins er til að mynda hægt að skipta barnaníðungum upp í tvo hópa. Annars vegar þeir sem leita á ung börn sem ekki eru orðin kynþroska, semsagt um og undir 12 ára aldri, og svo þeir sem leita á börn sem hafa náð kynþroska. Það er ein skiptingin. Svo hafa verið farnar aðrar leiðar, þá skipt upp eftir persónuleikaeinkennum hjá gerendum. En það þarf alltaf að gera ráð fyrir því þegar við ræðum um svona að myndin er svolítið skekkt, vegna þess að við vitum að stórt hlutfall kynferðislega brota rata aldrei fyrir dómstóla,” segir Anna Kristín.Barnaníðingar eru eldriÍ dag afplána átján fangar inn í fangelsunum fyrir kynferðisbrot á Íslandi. Þar af tíu vegna kynferðisbrots gegn barni. Þetta eru fimmtán Íslendingar og þrír útlendingar á aldrinum 26 - 71 árs, en meðalaldur þeirra er 46 ár. Anna Kristín segir það sem vitað sé er að kynferðisbrotamenn séu að mörgu leyti ólíkir öðrum brotamönnum.„Við sjáum sérstaklega í tilfellum um þá sem brjóta gegn börnum að þeir brotamenn eru sjaldnast undir áhrifum þegar verknaðurinn er framinn. Það þarf líka að hafa í huga að það er annað að brjóta gegn barni og brjóta gegn fullorðnum einstaklingi.” Þeir sem brjóta kynferðislega gegn barni eru líka yfirleitt eldri en aðrir brotamenn.„Algengasti aldurinn um almenn afbrot er um tvítugt, en þar sem eru kynferðisbrot er aldurinn oft um og yfir þrítugt. Oft á tíðum eru þetta menn sem eiga í kynferðislegum samböndum og eiga jafnvel sjálfir börn,” útskýrir Anna Kristín og bætir við að þeir kynferðisbrotamenn sem hafa eingöngu kynferðislegan áhuga á börnum sé erfiðasti hópurinn til að fá til meðferðar.„Þeirra skoðanir og viðhorf eru fastmótaðri en annarra hópa.”Yfirstíga siðferðislegar hömlur„Það sem við vitum líka, og nú er ég að tala aðallega um þá sem brjóta gegn börnum, er að þeir hafa oftar enga eða stutta afbrotasögu, á meðan aðrir brotamenn hafa lengri afbrotaferla. Þeir eiga sjaldnar við áfengis- og vímuefnavanda en hinir. Þá eru þeir sjaldnar með önnur vanþroskatengd vandamál sem oft tengjast þeim sem lenda í fangelsi, margir fangar eiga það til að mynda sameiginlegt að vera með ADHD, en þeir sem brjóta gegn börnum mun síðar. Í þeirra hópi er meira um persónuleikavandamál, samskiptavanda og þeir eiga gjarnan erfitt með að falla í hóp. Eru frekar einfarar og eiga erfitt félagslega. Þeir eru síður líklegri til að koma aftur inn í fangelsi en aðrir hópar og við vitum að meðferð getur skipt þá miklu máli. Rannsóknir sýna að það að veita rétta meðferð, skipulagða og vel uppbyggða dregur úr líkum á frekari brotum,” útskýrir Anna Kristín og heldur áfram. Fáir hreinlega siðblindir„Okkar stóra markmið er að koma í veg fyrir fleiri brot og það eru ólíkar leiðir farnar til þess – sem er auðvitað misjafnt eftir einstaklingum. Á meðan þú ert í fangelsi er erfitt að brjóta á öðrum, og þess vegna leggjum við líka áherslu á að meðferðin sé í boði þegar þeir losna úr fangelsunum. Þá fer virkilega að reyna á. Til þess að þeir geti tileinkað sér bót og betrun þurfa þeir að breyta viðhorfum sínum. Það að þú sért tilbúinn að brjóta á barni kynferðislega, eða öðrum einstaklingi, þýðir að þú hefur þurft að yfirstíga ákveðnar siðferðislegar hömlur. Þeir vita alveg að þeir eiga ekki að brjóta gegn öðru fólki."Eru einhverjir þeirra hreinlega siðblindir?„Það eru mjög fáir hreinlega siðblindir samkvæmt fræðilegri greiningu. En út frá siðferðislegum grunni þá eru þeir kannski allir siðblindir. Þeir hafa allavega einhverja siðferðislega blindu,” segir Anna Kristín að lokum.Óttar Guðmundsson er geðlæknirVísir/GVALíkir þráhyggjunni og atferlinu við fíknÓttar Guðmundsson er geðlæknir sem hefur haft kynferðisbrotamenn til meðferðar. Hann segir gerendur gjarnan réttlæta gjörðir sínar og horfast ekki í augu við alvarleika þeirra.„Kynferðisbrot eru mjög margvísleg. Þekktust eru brot þar sem nauðung gagnvart annarri manneskju eða barni er aðalmálið. Önnur brot særa blygðunarkennd samborgaranna svosem sýniárátta, kíkjur og fleira. Klám er ennþá bannað í íslenskum lögum sem þýðir að neytendur kláms gera sig seka um brot á velsæmislögum líka,” segir Óttar. Innan geðlæknisfræðinnar eru til fjölmargar tegundir sem teljast óeðlilegar kynferðislegar hvatir. „Þær einkennast þá af þráhyggjukenndum hugsunum um einhverja tegund kynlífs eða kynlífsathæfis. Þessari þráhyggju hefur stundum verið líkt við fíkn,” segir Óttar. Einungis lítill hluti þessara kynferðislegu hvata varðar við lög eða fellur undir kynferðisbrot. „Gerendum er venjulega hægt að skipta upp eftir þessum greiningum þótt stundum sé um einhverja skörun milli hópa að ræða. Nauðgarar eiga sér venjulega stærri og meiri ofbeldissögu,” útskýrir hann og heldur áfram.Margir láta sig dreyma„Einungis lítill hluti þeirra sem hafa einhverja kynferðislega þráhyggju gera sig seka um einhver afbrot. Margir karlmenn sérstaklega láta sig dreyma um kynlíf með ungum einstaklingi en mundi aldrei detta í hug að gera þann draum að veruleika.” Óttar segir áfengi jafnframt oft með í för; það aflétti hömlum og gerir það að verkum að menn láta undan þráhyggjunni eða löngunum sínum. „Það er þó ekki algilt. Menn eru á öllum aldri. Félagslegar raskanir fara svo oft saman við alkóhólisma þegar hann er til staðar.”Menn eiga erfitt með að hætta Hann segir atferlið jafnframt minna mjög á fíkn. „Gerendurnir réttlæta hegðun sína og horfast ekki í augu við alvarleika hennar. Langflestir ofbeldismenn gagnvart börnum sem ég hef haft til meðferðar sögðu að viðkomandi barn hefði dregið þá á tálar svo að þeir bæru eiginlega litla ábyrgð á hegðun sinni. Sama máli gegnir um marga nauðgara sem segja að þolandinn hafi ögrað þeim eða daðrað við þá. Og meðferðin er flókin. Oft á tíðum er viðkomandi atferli forsenda kynferðislegrar fullnægingar sem þýðir að menn eiga erfitt með að hætta,” útskýrir hann. „Viðtalsmeðferð sem gengur útá að menn átti sig á alvarleika brotsins og finni sér einhver bjargráð þegar löngunin kemur yfir þá. Lyf sem minnka eða draga úr þráhyggjunni. Fundir í SLAA (Sex and Love Addicts Anonymous) sem eru 12 spora samtök sem taka á lostanum sem fíkn,” segir Óttar inntur eftir því hvaða meðferðir gefi besta raun.„Svo eru einhverjar rannsóknir sem benda til þess að þeir sem hafi verið beittir ofbeldi beiti því síðar sjálfir, en það er svo spurning hvort það sé raunverulegt eða hluti af útskýringum og vörnum viðkomandi.” Tengdar fréttir Þóra Tómasdóttir: „Faðir barnsins míns réðist á mig ólétta og lamdi mig“ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segist styðja rétt þolenda til að segja frá ofbeldi. 1. júní 2015 13:21 Leita réttar síns vegna ummæla um þá á Beauty tips „Það er ekki hægt að kalla einhvern kynferðisbrotamann fyrr en hann verður sakfelldur,“ segir lögmaður. 5. júní 2015 07:00 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Fannst hún ekki eiga rétt á að kvarta Þöggunin í kjölfar þriðja kynferðisafbrotsins endaði með innlögn á geðdeild þar sem grímunni var kastað. 1. júní 2015 11:07 Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Lilja Karen er ein þeirra sem sagt hefur frá kynferðisofbeldi inn á Facebook-hópnum Beauty Tips. Hún segir fyrrverandi kærasta hafa beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi þegar hún var 14 ára gömul og brotin hafi verið afleiðing klámvæðingarinnar þar sem hann hafi verið heltekinn af klámi og sótt hugmyndir sínar um kynlíf þaðan. 1. júní 2015 19:13 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Íslenskar rannsóknir benda til þess að 6% drengja og 18% stúlkna verði fyrir kynferðisofbeldi fyrir 16 ára aldur og að fjórðungur kvenna verði fyrir kynferðisofbeldi eftir 16 ára aldur. Skortur er á rannsóknum sem kanna algengi kynferðisofbeldis hjá íslenskum karlmönnum. Mest skortir rannsóknir er snúa að gerendum kynferðisofbeldis. Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. Þeir vildu ýmist ekki kannast við brotin sem þeir hlutu dóm fyrir, skelltu á þegar um brotin var rætt eða létu lögmann sinn um að svara fyrirspurnum blaðamanns. Fréttablaðið leitast við að veita innsýn inn í heim gerenda með hjálp sérfræðinga. Hvað einkennir gerendur kynferðisofbeldis og hvað eiga þeir sameiginlegt? Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun Fæstir hreinlega siðblindir Anna Kristín Newton er sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún hefur um árabil starfað með dæmdum kynferðisafbrotamönnum og haft þá til meðferðar. Hún segir vel hægt að skipta gerendum upp í hópa, bæði út frá þolendum en einnig eftir persónueinkennum. Anna Kristín segir þó mikilvægt að hafa í huga að stórt hlutfall kynferðislegra brota rati aldrei fyrir dómstóla, og því sé myndin kannski skökk.„En það fer eftir því hvernig og hvar maður leitar upplýsinga. Samkvæmt greiningarkerfi bandaríska geðlæknakerfisins er til að mynda hægt að skipta barnaníðungum upp í tvo hópa. Annars vegar þeir sem leita á ung börn sem ekki eru orðin kynþroska, semsagt um og undir 12 ára aldri, og svo þeir sem leita á börn sem hafa náð kynþroska. Það er ein skiptingin. Svo hafa verið farnar aðrar leiðar, þá skipt upp eftir persónuleikaeinkennum hjá gerendum. En það þarf alltaf að gera ráð fyrir því þegar við ræðum um svona að myndin er svolítið skekkt, vegna þess að við vitum að stórt hlutfall kynferðislega brota rata aldrei fyrir dómstóla,” segir Anna Kristín.Barnaníðingar eru eldriÍ dag afplána átján fangar inn í fangelsunum fyrir kynferðisbrot á Íslandi. Þar af tíu vegna kynferðisbrots gegn barni. Þetta eru fimmtán Íslendingar og þrír útlendingar á aldrinum 26 - 71 árs, en meðalaldur þeirra er 46 ár. Anna Kristín segir það sem vitað sé er að kynferðisbrotamenn séu að mörgu leyti ólíkir öðrum brotamönnum.„Við sjáum sérstaklega í tilfellum um þá sem brjóta gegn börnum að þeir brotamenn eru sjaldnast undir áhrifum þegar verknaðurinn er framinn. Það þarf líka að hafa í huga að það er annað að brjóta gegn barni og brjóta gegn fullorðnum einstaklingi.” Þeir sem brjóta kynferðislega gegn barni eru líka yfirleitt eldri en aðrir brotamenn.„Algengasti aldurinn um almenn afbrot er um tvítugt, en þar sem eru kynferðisbrot er aldurinn oft um og yfir þrítugt. Oft á tíðum eru þetta menn sem eiga í kynferðislegum samböndum og eiga jafnvel sjálfir börn,” útskýrir Anna Kristín og bætir við að þeir kynferðisbrotamenn sem hafa eingöngu kynferðislegan áhuga á börnum sé erfiðasti hópurinn til að fá til meðferðar.„Þeirra skoðanir og viðhorf eru fastmótaðri en annarra hópa.”Yfirstíga siðferðislegar hömlur„Það sem við vitum líka, og nú er ég að tala aðallega um þá sem brjóta gegn börnum, er að þeir hafa oftar enga eða stutta afbrotasögu, á meðan aðrir brotamenn hafa lengri afbrotaferla. Þeir eiga sjaldnar við áfengis- og vímuefnavanda en hinir. Þá eru þeir sjaldnar með önnur vanþroskatengd vandamál sem oft tengjast þeim sem lenda í fangelsi, margir fangar eiga það til að mynda sameiginlegt að vera með ADHD, en þeir sem brjóta gegn börnum mun síðar. Í þeirra hópi er meira um persónuleikavandamál, samskiptavanda og þeir eiga gjarnan erfitt með að falla í hóp. Eru frekar einfarar og eiga erfitt félagslega. Þeir eru síður líklegri til að koma aftur inn í fangelsi en aðrir hópar og við vitum að meðferð getur skipt þá miklu máli. Rannsóknir sýna að það að veita rétta meðferð, skipulagða og vel uppbyggða dregur úr líkum á frekari brotum,” útskýrir Anna Kristín og heldur áfram. Fáir hreinlega siðblindir„Okkar stóra markmið er að koma í veg fyrir fleiri brot og það eru ólíkar leiðir farnar til þess – sem er auðvitað misjafnt eftir einstaklingum. Á meðan þú ert í fangelsi er erfitt að brjóta á öðrum, og þess vegna leggjum við líka áherslu á að meðferðin sé í boði þegar þeir losna úr fangelsunum. Þá fer virkilega að reyna á. Til þess að þeir geti tileinkað sér bót og betrun þurfa þeir að breyta viðhorfum sínum. Það að þú sért tilbúinn að brjóta á barni kynferðislega, eða öðrum einstaklingi, þýðir að þú hefur þurft að yfirstíga ákveðnar siðferðislegar hömlur. Þeir vita alveg að þeir eiga ekki að brjóta gegn öðru fólki."Eru einhverjir þeirra hreinlega siðblindir?„Það eru mjög fáir hreinlega siðblindir samkvæmt fræðilegri greiningu. En út frá siðferðislegum grunni þá eru þeir kannski allir siðblindir. Þeir hafa allavega einhverja siðferðislega blindu,” segir Anna Kristín að lokum.Óttar Guðmundsson er geðlæknirVísir/GVALíkir þráhyggjunni og atferlinu við fíknÓttar Guðmundsson er geðlæknir sem hefur haft kynferðisbrotamenn til meðferðar. Hann segir gerendur gjarnan réttlæta gjörðir sínar og horfast ekki í augu við alvarleika þeirra.„Kynferðisbrot eru mjög margvísleg. Þekktust eru brot þar sem nauðung gagnvart annarri manneskju eða barni er aðalmálið. Önnur brot særa blygðunarkennd samborgaranna svosem sýniárátta, kíkjur og fleira. Klám er ennþá bannað í íslenskum lögum sem þýðir að neytendur kláms gera sig seka um brot á velsæmislögum líka,” segir Óttar. Innan geðlæknisfræðinnar eru til fjölmargar tegundir sem teljast óeðlilegar kynferðislegar hvatir. „Þær einkennast þá af þráhyggjukenndum hugsunum um einhverja tegund kynlífs eða kynlífsathæfis. Þessari þráhyggju hefur stundum verið líkt við fíkn,” segir Óttar. Einungis lítill hluti þessara kynferðislegu hvata varðar við lög eða fellur undir kynferðisbrot. „Gerendum er venjulega hægt að skipta upp eftir þessum greiningum þótt stundum sé um einhverja skörun milli hópa að ræða. Nauðgarar eiga sér venjulega stærri og meiri ofbeldissögu,” útskýrir hann og heldur áfram.Margir láta sig dreyma„Einungis lítill hluti þeirra sem hafa einhverja kynferðislega þráhyggju gera sig seka um einhver afbrot. Margir karlmenn sérstaklega láta sig dreyma um kynlíf með ungum einstaklingi en mundi aldrei detta í hug að gera þann draum að veruleika.” Óttar segir áfengi jafnframt oft með í för; það aflétti hömlum og gerir það að verkum að menn láta undan þráhyggjunni eða löngunum sínum. „Það er þó ekki algilt. Menn eru á öllum aldri. Félagslegar raskanir fara svo oft saman við alkóhólisma þegar hann er til staðar.”Menn eiga erfitt með að hætta Hann segir atferlið jafnframt minna mjög á fíkn. „Gerendurnir réttlæta hegðun sína og horfast ekki í augu við alvarleika hennar. Langflestir ofbeldismenn gagnvart börnum sem ég hef haft til meðferðar sögðu að viðkomandi barn hefði dregið þá á tálar svo að þeir bæru eiginlega litla ábyrgð á hegðun sinni. Sama máli gegnir um marga nauðgara sem segja að þolandinn hafi ögrað þeim eða daðrað við þá. Og meðferðin er flókin. Oft á tíðum er viðkomandi atferli forsenda kynferðislegrar fullnægingar sem þýðir að menn eiga erfitt með að hætta,” útskýrir hann. „Viðtalsmeðferð sem gengur útá að menn átti sig á alvarleika brotsins og finni sér einhver bjargráð þegar löngunin kemur yfir þá. Lyf sem minnka eða draga úr þráhyggjunni. Fundir í SLAA (Sex and Love Addicts Anonymous) sem eru 12 spora samtök sem taka á lostanum sem fíkn,” segir Óttar inntur eftir því hvaða meðferðir gefi besta raun.„Svo eru einhverjar rannsóknir sem benda til þess að þeir sem hafi verið beittir ofbeldi beiti því síðar sjálfir, en það er svo spurning hvort það sé raunverulegt eða hluti af útskýringum og vörnum viðkomandi.”
Tengdar fréttir Þóra Tómasdóttir: „Faðir barnsins míns réðist á mig ólétta og lamdi mig“ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segist styðja rétt þolenda til að segja frá ofbeldi. 1. júní 2015 13:21 Leita réttar síns vegna ummæla um þá á Beauty tips „Það er ekki hægt að kalla einhvern kynferðisbrotamann fyrr en hann verður sakfelldur,“ segir lögmaður. 5. júní 2015 07:00 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Fannst hún ekki eiga rétt á að kvarta Þöggunin í kjölfar þriðja kynferðisafbrotsins endaði með innlögn á geðdeild þar sem grímunni var kastað. 1. júní 2015 11:07 Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Lilja Karen er ein þeirra sem sagt hefur frá kynferðisofbeldi inn á Facebook-hópnum Beauty Tips. Hún segir fyrrverandi kærasta hafa beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi þegar hún var 14 ára gömul og brotin hafi verið afleiðing klámvæðingarinnar þar sem hann hafi verið heltekinn af klámi og sótt hugmyndir sínar um kynlíf þaðan. 1. júní 2015 19:13 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Þóra Tómasdóttir: „Faðir barnsins míns réðist á mig ólétta og lamdi mig“ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segist styðja rétt þolenda til að segja frá ofbeldi. 1. júní 2015 13:21
Leita réttar síns vegna ummæla um þá á Beauty tips „Það er ekki hægt að kalla einhvern kynferðisbrotamann fyrr en hann verður sakfelldur,“ segir lögmaður. 5. júní 2015 07:00
Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00
Fannst hún ekki eiga rétt á að kvarta Þöggunin í kjölfar þriðja kynferðisafbrotsins endaði með innlögn á geðdeild þar sem grímunni var kastað. 1. júní 2015 11:07
Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Lilja Karen er ein þeirra sem sagt hefur frá kynferðisofbeldi inn á Facebook-hópnum Beauty Tips. Hún segir fyrrverandi kærasta hafa beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi þegar hún var 14 ára gömul og brotin hafi verið afleiðing klámvæðingarinnar þar sem hann hafi verið heltekinn af klámi og sótt hugmyndir sínar um kynlíf þaðan. 1. júní 2015 19:13
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“