Sport

Ísland með flest verðlaun í sögu Smáþjóðaleikanna á ný

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hafdís vann til fimm gullverðlauna á Smáþjóðaleikunum.
Hafdís vann til fimm gullverðlauna á Smáþjóðaleikunum. vísir/andri marinó
Ísland trónir á toppi verðlaunatöflunnar eftir keppni á Smáþjóðaleikunum 2015, en Íslendingar unnu alls til 115 verðlauna á mótinu sem lauk í kvöld.

Heimaliðið nældi sér í 115 verðlaun; 38 gull, 46 silfur og 31 brons sem er frábær árangur. Næst kom Lúxemborg með 80 verðlaun; 34 gull, 22 silfur og 16 brons.

Kýpur var svo í þriðja sætinu með 52 verðlaun; 20 gull, 16 silfur og 16 brons, en önnur lið hlutu færri verðlaun.

Ísland tók einnig fram úr Kýpur sem sú þjóð sem hefur unnið flest verðlaun í sögu leikanna. Fyrir leikanna var Kýpur í efsta sæti með 418 gullverðlaun og 1.084 verðlaun alls.

Eftir leikana í Reykjavík er Ísland með alls 452 gullverðlaun og 1.144 verðlaun alls. Kýpur er nú í öðru sæti með 438 gullverðlaun og 1.136 verðlaun alls.

Mótið gekk afar vel og skipulagning vonum framar, en mörg hundruð sjálfboðarliðar unnu frábær verk. Mótinu lauk í kvöld, en það hófst annan júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×