Myrkrið í Mörk Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. maí 2015 13:30 Bókmenntir Mörk – saga mömmu Þóra Karítas Árnadóttir JPV-útgáfa Að leggja sín dekkstu leyndarmál á borð fyrir alþjóð krefst hugrekkis og einurðar sem fáir hafa til að bera. Saga Guðbjargar Þórisdóttur af skelfilegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hendi afa síns öll sín uppvaxtarár er skráð af slíkri einurð af dóttur hennar Þóru Karítas Árnadóttur að lesandann setur hljóðan og hann kinokar sér við að leggja mat á það hvort bókin sé góð. Efnið er svo persónulegt og að baki því liggur slík þjáning að hefðbundnir staðlar á gildi bókmenntaverka eiga engan veginn við. Þessi saga á einfaldlega erindi við okkur öll, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Frásögnin er öll í fyrstu persónu, skráandinn er ósýnilegur, og verður fyrir vikið nærgöngulli og sárari en ef atburðum væri lýst utan frá. Guðbjörg lýsir æsku sinni og ofbeldinu af mikilli einlægni og lesandanum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við að vera áhorfandi að því helvíti sem hún býr við frá því að hún er ungbarn. Ógnin er alls staðar undirliggjandi og þótt hún eigi góða foreldra og heimili gerir ofbeldið hana að hálfgerðri utangarðsmanneskju í fjölskyldunni að því leyti að þögnin sem hún neyðist til að sveipa misgjörðir afa síns í hamlar henni í því að treysta foreldrunum fyrir sjálfri sér. Það sem gerir þessa sögu að mörgu leyti sterkari en ýmsar aðrar þar sem kynferðisofbeldi gegn börnum er lýst er lýsing Guðbjargar á því flókna tilfinningamunstri sem fylgir því að vera beittur ofbeldi af nánum ástvini. Hún elskar afa sinn, þrátt fyrir allt, þótt hún hati hann líka og eins og börn í þessum aðstæðum gjarna gera kennir hún sjálfri sér um ofbeldið og reynir sitt besta til að afsaka gerðir ofbeldismannsins sem hún elskar. Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með baráttu hennar við eigin tilfinningar á þessu viðkvæma æviskeiði og lesandann langar helst til að geta horfið aftur í tímann og tekið þessa litlu stúlku út úr þessum hryllingi. Þrátt fyrir skelfilegt umfjöllunarefnið er sagan aldrei yfirdrifin, öllu tilfinningaklámi er vandlega haldið utan hennar og það fer ekki fram hjá lesandanum að Guðbjörg hefur lagt mikla vinnu í að vinna úr þessari hræðilegu reynslu, reynt sitt besta til að skilja og fyrirgefa og hefur tekist að verða ótrúlega heilsteypt manneskja þrátt fyrir að hafa verið svipt æskunni. Maður tekur ofan fyrir slíkri manneskju. Stíll og málfar bókarinnar er til fyrirmyndar, hér hefur verið nostrað við hvert orð en helsti galli hennar er sá að það er eins og hryllingurinn beri þær mæðgur á köflum ofurliði og þær snúa sér í snarhasti að því að lýsa einhverju öðru, rifja upp sögur fjölskyldumeðlima, einkum afans, og dreifa þannig kjarna sögunnar óþarflega á dreif. Fyrirgefning er eflaust nauðsynlegur þáttur í því að komast í gegnum slíkar upplifanir og leggja þær að baki sér en lesandinn hefur engan áhuga á að skilja og fyrirgefa ofbeldismanninum. Allra síst þar sem slíkir menn leika enn lausum hala um allan heim og eyðileggja fleiri líf en tölu verður á komið.Niðurstaða: Sterk, einlæg og sláandi saga sem sendir lesandann í tilfinningarússibana. Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bókmenntir Mörk – saga mömmu Þóra Karítas Árnadóttir JPV-útgáfa Að leggja sín dekkstu leyndarmál á borð fyrir alþjóð krefst hugrekkis og einurðar sem fáir hafa til að bera. Saga Guðbjargar Þórisdóttur af skelfilegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hendi afa síns öll sín uppvaxtarár er skráð af slíkri einurð af dóttur hennar Þóru Karítas Árnadóttur að lesandann setur hljóðan og hann kinokar sér við að leggja mat á það hvort bókin sé góð. Efnið er svo persónulegt og að baki því liggur slík þjáning að hefðbundnir staðlar á gildi bókmenntaverka eiga engan veginn við. Þessi saga á einfaldlega erindi við okkur öll, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Frásögnin er öll í fyrstu persónu, skráandinn er ósýnilegur, og verður fyrir vikið nærgöngulli og sárari en ef atburðum væri lýst utan frá. Guðbjörg lýsir æsku sinni og ofbeldinu af mikilli einlægni og lesandanum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við að vera áhorfandi að því helvíti sem hún býr við frá því að hún er ungbarn. Ógnin er alls staðar undirliggjandi og þótt hún eigi góða foreldra og heimili gerir ofbeldið hana að hálfgerðri utangarðsmanneskju í fjölskyldunni að því leyti að þögnin sem hún neyðist til að sveipa misgjörðir afa síns í hamlar henni í því að treysta foreldrunum fyrir sjálfri sér. Það sem gerir þessa sögu að mörgu leyti sterkari en ýmsar aðrar þar sem kynferðisofbeldi gegn börnum er lýst er lýsing Guðbjargar á því flókna tilfinningamunstri sem fylgir því að vera beittur ofbeldi af nánum ástvini. Hún elskar afa sinn, þrátt fyrir allt, þótt hún hati hann líka og eins og börn í þessum aðstæðum gjarna gera kennir hún sjálfri sér um ofbeldið og reynir sitt besta til að afsaka gerðir ofbeldismannsins sem hún elskar. Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með baráttu hennar við eigin tilfinningar á þessu viðkvæma æviskeiði og lesandann langar helst til að geta horfið aftur í tímann og tekið þessa litlu stúlku út úr þessum hryllingi. Þrátt fyrir skelfilegt umfjöllunarefnið er sagan aldrei yfirdrifin, öllu tilfinningaklámi er vandlega haldið utan hennar og það fer ekki fram hjá lesandanum að Guðbjörg hefur lagt mikla vinnu í að vinna úr þessari hræðilegu reynslu, reynt sitt besta til að skilja og fyrirgefa og hefur tekist að verða ótrúlega heilsteypt manneskja þrátt fyrir að hafa verið svipt æskunni. Maður tekur ofan fyrir slíkri manneskju. Stíll og málfar bókarinnar er til fyrirmyndar, hér hefur verið nostrað við hvert orð en helsti galli hennar er sá að það er eins og hryllingurinn beri þær mæðgur á köflum ofurliði og þær snúa sér í snarhasti að því að lýsa einhverju öðru, rifja upp sögur fjölskyldumeðlima, einkum afans, og dreifa þannig kjarna sögunnar óþarflega á dreif. Fyrirgefning er eflaust nauðsynlegur þáttur í því að komast í gegnum slíkar upplifanir og leggja þær að baki sér en lesandinn hefur engan áhuga á að skilja og fyrirgefa ofbeldismanninum. Allra síst þar sem slíkir menn leika enn lausum hala um allan heim og eyðileggja fleiri líf en tölu verður á komið.Niðurstaða: Sterk, einlæg og sláandi saga sem sendir lesandann í tilfinningarússibana.
Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira