Segir fangelsismálastjóra fara með ósannindi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 10:02 Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar. vísir/anton brink/pjetur Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann svarar Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. Er greinin tilkomin vegna orða Páls um að stofnunin hafi ekki brotið á neinn hátt á mannréttindum Sigurðar eins og verjandinn hélt fram í málflutningi sínum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í vikunni. Sigurður er á meðal sakborninga í málinu en seinasti dagur aðalmeðferðarinnar er í dag. Aðalmeðferðin hefur tekið fimm vikur en Sigurður hefur ekki getað setið réttarhöldin þar sem hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins á Kvíabryggju.Treysti sér ekki til að dvelja í Hegningarhúsinu Í grein sinni rekur Gestur það að hann hafi óskað eftir því að Sigurður yrði fluttur daglega frá Kvíabryggju til Reykjavíkur á meðan aðalmeðferðin stæði yfir. „Fangelsismálstofnun féllst á erindið með skilyrði um að maðurinn dveldi þann tíma sem aðalmeðferðin tæki í gæsluvarðhaldsklefa Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Hann yrði vistaður þar þann tíma sem hann væri ekki í dómhúsinu. Yrði klefa hans læst að utanverðu frá kl. 22.00 og til næsta morguns. Honum væri frjálst að hitta verjanda sinn í Hegningarhúsinu og væri heimilt að vera í netsamskiptum við verjandann.“ Sigurður treysti sér ekki til að dvelja í Hegningarhúsinu og fór Gestur því fram á að Fangelsismálastofnun fyndi aðra lausn á málinu. Við því var ekki brugðist. Þegar leið svo að því að Sigurður gæfi skýrslu fyrir dómi í markaðsmisnotkunarmálinu óskaði Gestur eftir því að Sigurður fengi að koma á skrifstofu verjandans um helgi til að undirbúa skýrslugjöfina og vörn Sigurðar. Því var hafnað af fangelsismálayfirvöldum.Mannréttindi framar reglum Fangelsismálastofnunar Gestur rakti alla þessa málavexti í málflutningi sínum í vikunni og sagði fangelsismálayfirvöld brjóta gegn mannréttindum Sigurðar. RÚV leitaði viðbragða hjá fangelsismálastjóra sem sagði meðal annars um erindi Gests: „[...] það að synja refsifanga um bílstjóra og bíl til að aka í sex tíma á hverjum degi í fimm vikur sé ekki mannréttindabrot, heldur fullkomlega eðlileg vinnubrögð. Það að einhverjum lögmanni hins vegar detti í hug að tilteknir fangar geti borgað fyrir umframréttindi sé í besta falli dómgreindarskortur og til marks um þekkingarleysi á því hvernig okkar fullnustukerfi, og reyndar hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum virkar“. Um þetta segir Gestur í grein sinni: „Verjandinn vill taka það fram að hann hefur aldrei nefnt við fangelsismálastjóra eða annan starfsmann hjá stofnuninni að maðurinn fái „umframréttindi“ og það eru hrein ósannindi að verjandinn hafi boðið borgun fyrir slíkt. Þess hefur einungis verið óskað fyrir hönd ákærðs manns að hann fái notið lögbundinna réttinda sinna til þess að verjast fyrir dómi og fá að fylgjast með sönnunarfærslunni gegn sjálfum sér. Verjandinn hefur haldið því fram að maðurinn fái ekki í reynd notið þessara mannréttinda vegna skilyrða sem stofnunin setur. Telur verjandinn að mannréttindin gangi framar reglum Fangelsismálastofnunar um fullnustu refsinga. Orð fangelsismálastjóra um dómgreindarleysi og þekkingarleysi verjandans af þessu tilefni verður hann að eiga við sjálfan sig.“ Tengdar fréttir „Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, gagnrýndi fangelsismálayfirvöld harðlega í málflutningsræðu sinni í dag. 19. maí 2015 16:15 „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Páli Winkel svarað Maður, sem afplánar fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju, er aftur ákærður og nú krefst saksóknari þess að refsing hans verði aukin í allt að 9 ára fangelsi vegna þess að hann sé vana- eða atvinnuafbrotmaður 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann svarar Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. Er greinin tilkomin vegna orða Páls um að stofnunin hafi ekki brotið á neinn hátt á mannréttindum Sigurðar eins og verjandinn hélt fram í málflutningi sínum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í vikunni. Sigurður er á meðal sakborninga í málinu en seinasti dagur aðalmeðferðarinnar er í dag. Aðalmeðferðin hefur tekið fimm vikur en Sigurður hefur ekki getað setið réttarhöldin þar sem hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins á Kvíabryggju.Treysti sér ekki til að dvelja í Hegningarhúsinu Í grein sinni rekur Gestur það að hann hafi óskað eftir því að Sigurður yrði fluttur daglega frá Kvíabryggju til Reykjavíkur á meðan aðalmeðferðin stæði yfir. „Fangelsismálstofnun féllst á erindið með skilyrði um að maðurinn dveldi þann tíma sem aðalmeðferðin tæki í gæsluvarðhaldsklefa Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Hann yrði vistaður þar þann tíma sem hann væri ekki í dómhúsinu. Yrði klefa hans læst að utanverðu frá kl. 22.00 og til næsta morguns. Honum væri frjálst að hitta verjanda sinn í Hegningarhúsinu og væri heimilt að vera í netsamskiptum við verjandann.“ Sigurður treysti sér ekki til að dvelja í Hegningarhúsinu og fór Gestur því fram á að Fangelsismálastofnun fyndi aðra lausn á málinu. Við því var ekki brugðist. Þegar leið svo að því að Sigurður gæfi skýrslu fyrir dómi í markaðsmisnotkunarmálinu óskaði Gestur eftir því að Sigurður fengi að koma á skrifstofu verjandans um helgi til að undirbúa skýrslugjöfina og vörn Sigurðar. Því var hafnað af fangelsismálayfirvöldum.Mannréttindi framar reglum Fangelsismálastofnunar Gestur rakti alla þessa málavexti í málflutningi sínum í vikunni og sagði fangelsismálayfirvöld brjóta gegn mannréttindum Sigurðar. RÚV leitaði viðbragða hjá fangelsismálastjóra sem sagði meðal annars um erindi Gests: „[...] það að synja refsifanga um bílstjóra og bíl til að aka í sex tíma á hverjum degi í fimm vikur sé ekki mannréttindabrot, heldur fullkomlega eðlileg vinnubrögð. Það að einhverjum lögmanni hins vegar detti í hug að tilteknir fangar geti borgað fyrir umframréttindi sé í besta falli dómgreindarskortur og til marks um þekkingarleysi á því hvernig okkar fullnustukerfi, og reyndar hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum virkar“. Um þetta segir Gestur í grein sinni: „Verjandinn vill taka það fram að hann hefur aldrei nefnt við fangelsismálastjóra eða annan starfsmann hjá stofnuninni að maðurinn fái „umframréttindi“ og það eru hrein ósannindi að verjandinn hafi boðið borgun fyrir slíkt. Þess hefur einungis verið óskað fyrir hönd ákærðs manns að hann fái notið lögbundinna réttinda sinna til þess að verjast fyrir dómi og fá að fylgjast með sönnunarfærslunni gegn sjálfum sér. Verjandinn hefur haldið því fram að maðurinn fái ekki í reynd notið þessara mannréttinda vegna skilyrða sem stofnunin setur. Telur verjandinn að mannréttindin gangi framar reglum Fangelsismálastofnunar um fullnustu refsinga. Orð fangelsismálastjóra um dómgreindarleysi og þekkingarleysi verjandans af þessu tilefni verður hann að eiga við sjálfan sig.“
Tengdar fréttir „Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, gagnrýndi fangelsismálayfirvöld harðlega í málflutningsræðu sinni í dag. 19. maí 2015 16:15 „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Páli Winkel svarað Maður, sem afplánar fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju, er aftur ákærður og nú krefst saksóknari þess að refsing hans verði aukin í allt að 9 ára fangelsi vegna þess að hann sé vana- eða atvinnuafbrotmaður 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, gagnrýndi fangelsismálayfirvöld harðlega í málflutningsræðu sinni í dag. 19. maí 2015 16:15
„Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51
Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05
Páli Winkel svarað Maður, sem afplánar fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju, er aftur ákærður og nú krefst saksóknari þess að refsing hans verði aukin í allt að 9 ára fangelsi vegna þess að hann sé vana- eða atvinnuafbrotmaður 22. maí 2015 07:00