Akureyringurinn er mjög stoltur af heimabæ sínum og sérstaklega þorpinu þar sem Þórsarar ráða ríkjum. Nýja flúrið er einmitt af Glerá og Glerárkirkju. Það kallar Aron heimahagana.
Aron Einar verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Kasakstan ytra 28. mars í undankeppni EM 2016. Hann hefur spilað vel með Cardiff í B-deildinni á Englandi og byrjað nánast hvern einasta leik.
Næsta verkefni Aron Einars og strákanna í Cardiff er leikur á móti Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Cardiff á morgun.