Engin stefnubreyting gagnvart ESB Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 6. mars 2015 11:45 Formaður Samfylkingarinnar segist í engu hafa skipt um skoðun varðandi það að hagsmunum Íslands sé best borgið innan Evrópusambandsins Vísir/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist í engu hafa skipt um skoðun varðandi það að hagsmunum Íslands sé best borgið innan Evrópusambandsins. Hann muni berjast fyrir því að aðildarviðræður verði kláraðar, komist hann í ríkisstjórn. Sjónvarpsstöðin Hringbraut birti í morgun frétt þar sem fullyrt var að Árni Páll hefði nú miklar efasemdir um að Ísland ætti að gerast aðili að ESB og teldi að hagsmunum landsins væri mögulega best borgið með EES-samstarfið eitt að vopni. Árni Páll segir þetta rangtúlkun á orðum sínum, en viðtalið verður sýnt í kvöld. „Ég sagði einfaldlega að ég nærði með mér efasemdir um aðild að ESB reglulega og hefði lengi gert, árum saman. Ég minnti á að ég hefði skrifað greinarflokk í Fréttablaðið um það árið 2012 og þar leitað svara við spurningunni um hvort aðild að ESB væri rétti kosturinn fyrir Ísland. Þetta er spurning sem verður að meta út frá íslenskum hagsmunum og því eðlilegt að endurmeta reglulega hagsmunamatið sem að baki liggur. Niðurstaða mín var skýr þá og hún er sú sama nú, að það séu allar líkur á að þetta sé besti kosturinn fyrir Ísland.“ Líkur, segirðu. Ertu ekki fullviss um það? „Það er stefna Samfylkingarinnar að við viljum fá að sjá samning og taka afstöðu til hans. Það eru allar líkur á því að sá samningur verði Íslandi hagstæður.“ Árni Páll segir Samfylkinguna að sjálfsögðu vilja klára aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hann hafi verið spurður út í aðra möguleika, hvort EES kæmi til greina sem varanleg lausn einvörðungu. „Ég tel það ekki mögulegt nema með einhverri lausn í gjaldmiðilsmálum og sagði það í viðtalinu. Gjaldmiðillinn er stóri þátturinn sem hefur áhrif, það stóra sem okkur vantar.“ Munt þú berjast fyrir aðild að ESB ef þú kemst í ríkisstjórn? „Já. Ég tel það enn sem fyrr rétt og mikilvægt að halda áfram með aðildarumræðurnar og það sé nákvæmlega það sem máli skiptir.“ Alþingi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist í engu hafa skipt um skoðun varðandi það að hagsmunum Íslands sé best borgið innan Evrópusambandsins. Hann muni berjast fyrir því að aðildarviðræður verði kláraðar, komist hann í ríkisstjórn. Sjónvarpsstöðin Hringbraut birti í morgun frétt þar sem fullyrt var að Árni Páll hefði nú miklar efasemdir um að Ísland ætti að gerast aðili að ESB og teldi að hagsmunum landsins væri mögulega best borgið með EES-samstarfið eitt að vopni. Árni Páll segir þetta rangtúlkun á orðum sínum, en viðtalið verður sýnt í kvöld. „Ég sagði einfaldlega að ég nærði með mér efasemdir um aðild að ESB reglulega og hefði lengi gert, árum saman. Ég minnti á að ég hefði skrifað greinarflokk í Fréttablaðið um það árið 2012 og þar leitað svara við spurningunni um hvort aðild að ESB væri rétti kosturinn fyrir Ísland. Þetta er spurning sem verður að meta út frá íslenskum hagsmunum og því eðlilegt að endurmeta reglulega hagsmunamatið sem að baki liggur. Niðurstaða mín var skýr þá og hún er sú sama nú, að það séu allar líkur á að þetta sé besti kosturinn fyrir Ísland.“ Líkur, segirðu. Ertu ekki fullviss um það? „Það er stefna Samfylkingarinnar að við viljum fá að sjá samning og taka afstöðu til hans. Það eru allar líkur á því að sá samningur verði Íslandi hagstæður.“ Árni Páll segir Samfylkinguna að sjálfsögðu vilja klára aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hann hafi verið spurður út í aðra möguleika, hvort EES kæmi til greina sem varanleg lausn einvörðungu. „Ég tel það ekki mögulegt nema með einhverri lausn í gjaldmiðilsmálum og sagði það í viðtalinu. Gjaldmiðillinn er stóri þátturinn sem hefur áhrif, það stóra sem okkur vantar.“ Munt þú berjast fyrir aðild að ESB ef þú kemst í ríkisstjórn? „Já. Ég tel það enn sem fyrr rétt og mikilvægt að halda áfram með aðildarumræðurnar og það sé nákvæmlega það sem máli skiptir.“
Alþingi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira