Arðbærara en sæstrengur Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. mars 2015 07:00 Börn að leik við Ísaksskóla. Eins og staðan hefur verið síðustu ár hefur fjölgun á atvinnumarkaði ekki haldið í við þann fjölda sem á hverju ári heltist úr lestinni vegna örorku. Fréttablaðið/Stefán Nýtt samkomulag stjórnvalda og heildarsamtaka vinnumarkaðarins bindur enda á óvissu sem hópar utan vinnumarkaðar hafa þurft að sæta um þjónustu Virk starfsendurhæfingarsjóðs. Samkvæmt samkomulagi um framlög úr ríkissjóði til starfsendurhæfingarsjóða, sem skrifað var undir á miðvikudag, greiðir ríkið alls 1,5 til 1,6 milljarða króna til Virk á þessu ári og næstu tveimur þar á eftir. Á þessu ári verður framlag ríkisins 200 milljónir króna og 650 milljónir á næsta ári. Árið 2017 er gert ráð fyrir að framlagið verði fjárhæð sem nemur 0,06 prósentum af gjaldstofni tryggingagjalds, en áætlað er að upphæðin geti þá numið um 720 milljónum króna. Hannes G. Sigurðsson, stjórnarformaður Virk, segir þá lendingu sem nú sé búið að ná í málinu mikið fagnaðarefni. „Þessi ríkisstjórn er búin að gera sinn fyrsta samning um fullnaðarþátttöku í verkefninu og allar deilur um fjármögnun að baki,“ segir hann. Fyrir þetta samkomulag hafi Alþingi hins vegar ítrekað virt að vettugi í fjárlagavinnu sinni lög sem sett voru um starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða árið 2010 og breytingar sem í kjölfarið hafi verið gerðar á lögum um tryggingagjald.Skrifað undir. Hannes G. Sigurðsson, stjórnarformaður Virk, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, undirrituðu nýtt samkomulag á miðvikudag.Mynd/VelferðarráðuneytiðGreiðslur í starfsendurhæfingarsjóðinn áttu að skiptast jafnt á milli atvinnurekenda, lífeyrissjóða og ríkisins og tryggja að ekki væru „laumufarþegar“ í kerfinu. „Þegar ítrekað kemur fram vilji Alþingis um að taka ekki þátt í verkefninu verðum við að endurskoða þá stefnu sem tekin var í lögunum frá 2010 um að allir eigi rétt,“ segir Hannes. Við þetta hafi misst rétt til aðstoðar Virk-hópar á borð við ungmenni og örorkulífeyrisþega. „Ungmenni sem nú eru komin á framfærslu félagsstofnunar og sveitarfélaga og kannski þeir sem verið hafa langtímaatvinnulausir.“ Fyrirmyndina að aðkomu ríkisins nú segir Hannes sótta í fæðingarorlofssjóð þar sem ríkið greiði ákveðna fasta upphæð til þess að tryggja rétt þeirra sem ekki eru á vinnumarkaði. Ávinning af starfsendurhæfingu segir Hannes hins vegar ótvíræðan, því hún stoppi flæði inn í örorkuna og beini fólk inn á vinnumarkað á ný. Til mikils sé að vinna því horfið hafi af vinnumarkaði vegna örorku 12 til 15 hundruð manns á ári síðustu ár, fleiri heldur en nemi náttúrulegri fjölgun vinnandi fólks. Hannes segir vonir standa til þess að þingnefnd undir forystu Péturs Blöndals skili á vorþinginu frumvarpi til nýrra laga um almannatryggingar, þar sem starfsgetumat taki við af núverandi kerfi örorkumats. „Nái villtustu draumar fram að ganga og nýtt kerfi taki við um næstu áramót þá þarf að vera til staðar þetta kerfi starfsendurhæfingar og starfsgetumats sem yrði grundvöllur bótaúrskurða.“ Núna greiði ríkið árlega um 40 milljarða króna á ári vegna örorku fólks og lífeyrissjóðir um 15 milljarða. „Fjárfesting í Virk og starfsendurhæfingu og í nýju kerfi er einhver ábatasamasta fjárfesting sem þetta þjóðfélag getur ráðist í. Miklu arðbærari en sæstrengur.“ Alþingi Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Tveir komust af sjálfsdáðum upp úr sjónum uppi á Skaga Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Sjá meira
Nýtt samkomulag stjórnvalda og heildarsamtaka vinnumarkaðarins bindur enda á óvissu sem hópar utan vinnumarkaðar hafa þurft að sæta um þjónustu Virk starfsendurhæfingarsjóðs. Samkvæmt samkomulagi um framlög úr ríkissjóði til starfsendurhæfingarsjóða, sem skrifað var undir á miðvikudag, greiðir ríkið alls 1,5 til 1,6 milljarða króna til Virk á þessu ári og næstu tveimur þar á eftir. Á þessu ári verður framlag ríkisins 200 milljónir króna og 650 milljónir á næsta ári. Árið 2017 er gert ráð fyrir að framlagið verði fjárhæð sem nemur 0,06 prósentum af gjaldstofni tryggingagjalds, en áætlað er að upphæðin geti þá numið um 720 milljónum króna. Hannes G. Sigurðsson, stjórnarformaður Virk, segir þá lendingu sem nú sé búið að ná í málinu mikið fagnaðarefni. „Þessi ríkisstjórn er búin að gera sinn fyrsta samning um fullnaðarþátttöku í verkefninu og allar deilur um fjármögnun að baki,“ segir hann. Fyrir þetta samkomulag hafi Alþingi hins vegar ítrekað virt að vettugi í fjárlagavinnu sinni lög sem sett voru um starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða árið 2010 og breytingar sem í kjölfarið hafi verið gerðar á lögum um tryggingagjald.Skrifað undir. Hannes G. Sigurðsson, stjórnarformaður Virk, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, undirrituðu nýtt samkomulag á miðvikudag.Mynd/VelferðarráðuneytiðGreiðslur í starfsendurhæfingarsjóðinn áttu að skiptast jafnt á milli atvinnurekenda, lífeyrissjóða og ríkisins og tryggja að ekki væru „laumufarþegar“ í kerfinu. „Þegar ítrekað kemur fram vilji Alþingis um að taka ekki þátt í verkefninu verðum við að endurskoða þá stefnu sem tekin var í lögunum frá 2010 um að allir eigi rétt,“ segir Hannes. Við þetta hafi misst rétt til aðstoðar Virk-hópar á borð við ungmenni og örorkulífeyrisþega. „Ungmenni sem nú eru komin á framfærslu félagsstofnunar og sveitarfélaga og kannski þeir sem verið hafa langtímaatvinnulausir.“ Fyrirmyndina að aðkomu ríkisins nú segir Hannes sótta í fæðingarorlofssjóð þar sem ríkið greiði ákveðna fasta upphæð til þess að tryggja rétt þeirra sem ekki eru á vinnumarkaði. Ávinning af starfsendurhæfingu segir Hannes hins vegar ótvíræðan, því hún stoppi flæði inn í örorkuna og beini fólk inn á vinnumarkað á ný. Til mikils sé að vinna því horfið hafi af vinnumarkaði vegna örorku 12 til 15 hundruð manns á ári síðustu ár, fleiri heldur en nemi náttúrulegri fjölgun vinnandi fólks. Hannes segir vonir standa til þess að þingnefnd undir forystu Péturs Blöndals skili á vorþinginu frumvarpi til nýrra laga um almannatryggingar, þar sem starfsgetumat taki við af núverandi kerfi örorkumats. „Nái villtustu draumar fram að ganga og nýtt kerfi taki við um næstu áramót þá þarf að vera til staðar þetta kerfi starfsendurhæfingar og starfsgetumats sem yrði grundvöllur bótaúrskurða.“ Núna greiði ríkið árlega um 40 milljarða króna á ári vegna örorku fólks og lífeyrissjóðir um 15 milljarða. „Fjárfesting í Virk og starfsendurhæfingu og í nýju kerfi er einhver ábatasamasta fjárfesting sem þetta þjóðfélag getur ráðist í. Miklu arðbærari en sæstrengur.“
Alþingi Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Tveir komust af sjálfsdáðum upp úr sjónum uppi á Skaga Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Sjá meira