Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. maí 2015 14:15 vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skattahækkanir komi til greina ef samið verði um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Staðan á vinnumarkaði er eins sú eldfimasta í rúmlega aldarfjórðung. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu og hafa þau bitnað illa á heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu og fasteignamarkaðnum. Talið er að tjónið verði enn meira í sumar en Landssamband íslenskra verslunarmanna, Flóabandalagið og Starfsgreinasambandið hafa boðað til allsherjarverkfalls hinn 6. júní ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að vinnudeilurnar væri óvenju pólitískar að þessu sinni. „Mér finnst þetta vera óvenju pólitískar vinnudeilur núna og ég held að ég sé ekki einn um það. Ekki af hálfu launþeganna heldur af hálfu margra forystumanna launþegahreyfingarinnar sem að mínu mati ganga sumir hverjir, alls ekki allir, en sumir hverjir alltof langt í að nota stöðu sína sem trúnaðarmenn þessara félaga í pólitískum tilgangi.”Fáar leiðir til að bregðast við þenslu Sigmundur Davíð sagði að það væru hagsmunir allra að tryggja að ekki yrðu gerðir kjarasamningar sem ógnuðu verðstöðugleika. Seðlabankinn hefur áður boðað mögulegar vaxtahækkanir til að bregðast við þenslu. Forsætisráðherra sagði í þættinum að skattahækkanir kæmu einnig til greina sem úrræði til að bregðast við samningum sem ógnuðu verðstöðugleika. „Þá er þetta bara ein af þeim aðgerðum sem að menn auðvitað líta til og hafa gert í gegnum tíðina þegar verið er að bregðast við þenslu. Seðlabankinn segist munu þurfa að hækka vexti. Hlutverk ríkisvaldsins að öðru leyti við þessar aðstæður hefur verið að hækka skatta og gjöld frekar en hitt, til þess að ná jafnvægi aftur í hagkerfinu. Ég er ekki að boða þetta og ég vona svo sannarlega að það verði samið á þann hátt að aðkoma ríkisins geti falist í því að auka enn á ráðstöfunartekjur og auka enn á kaupmáttinn. En ein af fáum leiðum sem stjórnvöld hafa til að bregðast við þenslu í efnahagslífinu eru skattahækkanir,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skattahækkanir komi til greina ef samið verði um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Staðan á vinnumarkaði er eins sú eldfimasta í rúmlega aldarfjórðung. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu og hafa þau bitnað illa á heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu og fasteignamarkaðnum. Talið er að tjónið verði enn meira í sumar en Landssamband íslenskra verslunarmanna, Flóabandalagið og Starfsgreinasambandið hafa boðað til allsherjarverkfalls hinn 6. júní ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að vinnudeilurnar væri óvenju pólitískar að þessu sinni. „Mér finnst þetta vera óvenju pólitískar vinnudeilur núna og ég held að ég sé ekki einn um það. Ekki af hálfu launþeganna heldur af hálfu margra forystumanna launþegahreyfingarinnar sem að mínu mati ganga sumir hverjir, alls ekki allir, en sumir hverjir alltof langt í að nota stöðu sína sem trúnaðarmenn þessara félaga í pólitískum tilgangi.”Fáar leiðir til að bregðast við þenslu Sigmundur Davíð sagði að það væru hagsmunir allra að tryggja að ekki yrðu gerðir kjarasamningar sem ógnuðu verðstöðugleika. Seðlabankinn hefur áður boðað mögulegar vaxtahækkanir til að bregðast við þenslu. Forsætisráðherra sagði í þættinum að skattahækkanir kæmu einnig til greina sem úrræði til að bregðast við samningum sem ógnuðu verðstöðugleika. „Þá er þetta bara ein af þeim aðgerðum sem að menn auðvitað líta til og hafa gert í gegnum tíðina þegar verið er að bregðast við þenslu. Seðlabankinn segist munu þurfa að hækka vexti. Hlutverk ríkisvaldsins að öðru leyti við þessar aðstæður hefur verið að hækka skatta og gjöld frekar en hitt, til þess að ná jafnvægi aftur í hagkerfinu. Ég er ekki að boða þetta og ég vona svo sannarlega að það verði samið á þann hátt að aðkoma ríkisins geti falist í því að auka enn á ráðstöfunartekjur og auka enn á kaupmáttinn. En ein af fáum leiðum sem stjórnvöld hafa til að bregðast við þenslu í efnahagslífinu eru skattahækkanir,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira