Andri fagnaði sínum öðrum sigri á Egils Gull mótinu Anton Ingi Leifsson skrifar 24. maí 2015 16:09 Andri Þór í eldlínunni í dag. vísir/gsí Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Andri sigraði með tveggja högga mun en Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð annar og Aron Snær Júlíusson úr GKG varð þriðji. Andri lék samtals á -1 á 54 holum en hann fékk fimm fugla á lokahringnum sem hann lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallar. Andri lék hringina þrjá á 75-71-69. Þetta er annar sigur hans á Eimskipsmótaröðinn en það eru nokkuð mörg ár síðan Andri fagnaði sínum fyrsta titli á Eimskipsmótaröðinni á Leirdalsvelli. „Völlurinn var eins góður og hægt er miðað við árstíma og aðstæður. Ég lék vel og var aldrei í vandræðum og þetta er góður undirbúningur fyrir komandi verkefni. Það verður rok og svipaðar aðstæður á þeim mótum sem ég mun taka þátt í á næstunni,“ sagði Andri en hann er í landsliði Íslands sem tekur þátt á Smáþjóðaleikunum. Andri stundar nám í Bandaríkjunum og er nýkominn til landsins og hann segir að það hafi ekki verið stórmál að skipta yfir í íslenskar aðstæður eftir Bandaríkjadvölina. „Þetta er það sem maður þarf að æfa sig í að gera. Það er mót í Vestmannaeyjum um næstu helgi, síðan taka við Smáþjóðaleikarnir og British Amateur í kjölfarið. Það er nóg að gera og ég ætla að fagna sigrinum með því að hjálpa pabba að mála í kvöld,“ bætti Andri við.Lokastaðan: Andri Þór Björnsson, GR 215 högg (75-71-69). Kristján Þór Einarsson, GM 218 högg (74-73-71) Aron Snær Júlíusson, GKG 222 högg (74-70-78) Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Andri sigraði með tveggja högga mun en Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð annar og Aron Snær Júlíusson úr GKG varð þriðji. Andri lék samtals á -1 á 54 holum en hann fékk fimm fugla á lokahringnum sem hann lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallar. Andri lék hringina þrjá á 75-71-69. Þetta er annar sigur hans á Eimskipsmótaröðinn en það eru nokkuð mörg ár síðan Andri fagnaði sínum fyrsta titli á Eimskipsmótaröðinni á Leirdalsvelli. „Völlurinn var eins góður og hægt er miðað við árstíma og aðstæður. Ég lék vel og var aldrei í vandræðum og þetta er góður undirbúningur fyrir komandi verkefni. Það verður rok og svipaðar aðstæður á þeim mótum sem ég mun taka þátt í á næstunni,“ sagði Andri en hann er í landsliði Íslands sem tekur þátt á Smáþjóðaleikunum. Andri stundar nám í Bandaríkjunum og er nýkominn til landsins og hann segir að það hafi ekki verið stórmál að skipta yfir í íslenskar aðstæður eftir Bandaríkjadvölina. „Þetta er það sem maður þarf að æfa sig í að gera. Það er mót í Vestmannaeyjum um næstu helgi, síðan taka við Smáþjóðaleikarnir og British Amateur í kjölfarið. Það er nóg að gera og ég ætla að fagna sigrinum með því að hjálpa pabba að mála í kvöld,“ bætti Andri við.Lokastaðan: Andri Þór Björnsson, GR 215 högg (75-71-69). Kristján Þór Einarsson, GM 218 högg (74-73-71) Aron Snær Júlíusson, GKG 222 högg (74-70-78)
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira