Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 12:51 Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þann 1. september 2014. Hér er hún ásamt Herði Jóhannessyni sem var aðstoðarlögreglustjóri þegar hún tók við störfum og Jóni H. B. Snorrasyni. Hörður lét af störfum sem aðstoðarlögreglustjóri mánuði eftir að Sigríður tók til starfa og tók Alda Hrönn Jóhannsdóttir við starfi hans. Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. Sálfræðingurinn hefur rætt við þá sem skipa yfirstjórn lögreglunnar en þar á meðal eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, og aðstoðarlögreglustjórarnir Jón H. B. Snorrason og Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Þá hefur einnig verið rætt við aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá rannsóknardeildum og á lögreglustöðvum. „Þetta er ekki þannig að það séu einhver læti, hamagangur eða eitthvað slíkt. Við erum bara í breytingaferli og það er mikið í gangi. Það er meðal annars verið að færa fólk á milli eininga og sameina lögreglustöðvar,“ segir Sigríður Björk aðspurð um meintan samskiptavanda og bætir við að ef hann sé til staðar þá sé hann ekki á yfirborðinu og því ekki sýnilegur.Segir breytingar alltaf taka á „Þess vegna fengum við til liðs við okkur vinnusálfræðing til að greina þennan vanda og hann er enn að störfum. Við sjáum svo hvað kemur út úr því og í kjölfarið hvað þarf að gera.“ Sigríður segist ekki telja að meintur samskiptavandi hafi áhrif á störf lögreglunnar. Sé hann til staðar tengist hann þeim breytingum sem verið að gera hjá embættinu. „Það var samskiptavandi hér til staðar áður svo þetta tengist ekki eingöngu umræddum breytingum. Ég hef hins vegar alltaf verið í breytingum alls staðar þar sem ég hef verið og þær hafa aldrei verið auðveldar. Þær hafa alltaf tekið á en svo tekist farsællega og ég vona að svo verði einnig núna. Ég segi það bara einlæglega að starfsemin gengur vel hjá embættinu og það eru allir að leggja sitt af mörkum. Ef að það eru einhverjar deilur þá eru þær allavega ekki uppi á yfirborðinu.“ Enn bólar ekkert á skýrslu frá vinnusálfræðingnum en upphaflega átti hann að skila skýrslu í maí síðastliðnum, eða um mánuði eftir að hann hóf vinnu sína. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu reyndist vinnan tímafrekari en upphaflega var gert ráð fyrir. Ráðuneytið hefur hins vegar fundað með sálfræðingnum en ekki liggur fyrir hvenær skýrslu vegna málsins verður skilað. Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. Sálfræðingurinn hefur rætt við þá sem skipa yfirstjórn lögreglunnar en þar á meðal eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, og aðstoðarlögreglustjórarnir Jón H. B. Snorrason og Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Þá hefur einnig verið rætt við aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá rannsóknardeildum og á lögreglustöðvum. „Þetta er ekki þannig að það séu einhver læti, hamagangur eða eitthvað slíkt. Við erum bara í breytingaferli og það er mikið í gangi. Það er meðal annars verið að færa fólk á milli eininga og sameina lögreglustöðvar,“ segir Sigríður Björk aðspurð um meintan samskiptavanda og bætir við að ef hann sé til staðar þá sé hann ekki á yfirborðinu og því ekki sýnilegur.Segir breytingar alltaf taka á „Þess vegna fengum við til liðs við okkur vinnusálfræðing til að greina þennan vanda og hann er enn að störfum. Við sjáum svo hvað kemur út úr því og í kjölfarið hvað þarf að gera.“ Sigríður segist ekki telja að meintur samskiptavandi hafi áhrif á störf lögreglunnar. Sé hann til staðar tengist hann þeim breytingum sem verið að gera hjá embættinu. „Það var samskiptavandi hér til staðar áður svo þetta tengist ekki eingöngu umræddum breytingum. Ég hef hins vegar alltaf verið í breytingum alls staðar þar sem ég hef verið og þær hafa aldrei verið auðveldar. Þær hafa alltaf tekið á en svo tekist farsællega og ég vona að svo verði einnig núna. Ég segi það bara einlæglega að starfsemin gengur vel hjá embættinu og það eru allir að leggja sitt af mörkum. Ef að það eru einhverjar deilur þá eru þær allavega ekki uppi á yfirborðinu.“ Enn bólar ekkert á skýrslu frá vinnusálfræðingnum en upphaflega átti hann að skila skýrslu í maí síðastliðnum, eða um mánuði eftir að hann hóf vinnu sína. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu reyndist vinnan tímafrekari en upphaflega var gert ráð fyrir. Ráðuneytið hefur hins vegar fundað með sálfræðingnum en ekki liggur fyrir hvenær skýrslu vegna málsins verður skilað.
Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20