Fíkniefnin sem lögregla lagði hald á þann 22. september síðastliðinn í Norrænu voru 19,5 kíló af amfetamíni og 3,5 kíló af kókaíni. Gæsluvarðhald yfir tveimur Hollendingum og tveimur Íslendingum hefur verið framlengt um tvær vikur.
„Rannsókn gengur vel. Við teljum okkur vera tiltölulega ofarlega,“ segir Aldís B. Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, aðspurð hvort lögregla hafi náð höfuðpaurum í þessu umfangsmikla smyglmáli.
Fíkniefnin fundust í bifreið sem kom með Norrænu en þetta er annað stóra fíkniefnamálið sem tengist ferjunni á árinu. Aldís segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um hvort fíkniefnin hafi átt að fara lengra en til Íslands. Málið er mjög stórt á íslenskan mælikvarða.
„Rannsókn gengur vel. Við teljum okkur vera tiltölulega ofarlega,“ segir Aldís B. Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, aðspurð hvort lögregla hafi náð höfuðpaurum í þessu umfangsmikla smyglmáli.
Fíkniefnin fundust í bifreið sem kom með Norrænu en þetta er annað stóra fíkniefnamálið sem tengist ferjunni á árinu. Aldís segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um hvort fíkniefnin hafi átt að fara lengra en til Íslands. Málið er mjög stórt á íslenskan mælikvarða.