Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. janúar 2015 10:15 Við tökur á Spaugstofunni Pálmi Gestsson og Örn Árnason að æfa sig fyrir töku. Vísir/GVA „Auðvitað er þetta ákvæði sem á að vera löngu farið út og eiginlega svolítið hlægilegt að það skuli áfram standa í íslenskum lögum,“ segir Karl Ágúst Úlfsson spaugstofumaður um frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. Helgi Hrafn leggur til að ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum verði fellt úr gildi. Spaugstofumenn voru sakaðir um guðlast í þætti sem birtist í Ríkissjónvarpinu á laugardag fyrir páska árið 1997. Lögreglan rannsakaði málið en Ríkissaksóknari tók ákvörðun um að ákæra ekki.Karl Ágúst Úlfsson„Aftur á móti fannst mér það vera svolítið krúttlegt á sínum tíma að við værum enn þá svona miklir sveitamenn að þurfa að hafa þetta svona okkur til halds og trausts. Eftir á er þetta svolítið einstök lífsreynsla að hafa verið kærður á grundvelli þessa lagaákvæðis. En þegar maður hugsar málið í alvöru þá á þetta ekki heima í nútímanum,“ segir Karl Ágúst. Karl Ágúst segir að mönnum verði að leyfast að gagnrýna trúarbrögð og gera grín að þeim. „Annað leiðir bara af sér tóma vitleysu. Það er mjög varasamt ef við komum okkur upp einhverjum fyrirbærum sem eiga að vera algjörlega hafin yfir alla gagnrýni og allt skop. Það finnst mér algjörlega fráleitt,“ segir hann. Helgi Hrafn segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki 2015, þótt það geti verið rétt að takmarka tjáningarfrelsið af ákveðnum grundvallarástæðum. Til dæmis til að vernda friðhelgi einkalífs. Ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum sé hins vegar annað mál. „Þessi klausa virðist vera gerð til þess eins að vernda einhvern ímyndaðan rétt fólks til að vera ekki móðgað,“ segir Helgi Hrafn. Það sé í fullkominni mótsögn við tjáningarfrelsið. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Auðvitað er þetta ákvæði sem á að vera löngu farið út og eiginlega svolítið hlægilegt að það skuli áfram standa í íslenskum lögum,“ segir Karl Ágúst Úlfsson spaugstofumaður um frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. Helgi Hrafn leggur til að ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum verði fellt úr gildi. Spaugstofumenn voru sakaðir um guðlast í þætti sem birtist í Ríkissjónvarpinu á laugardag fyrir páska árið 1997. Lögreglan rannsakaði málið en Ríkissaksóknari tók ákvörðun um að ákæra ekki.Karl Ágúst Úlfsson„Aftur á móti fannst mér það vera svolítið krúttlegt á sínum tíma að við værum enn þá svona miklir sveitamenn að þurfa að hafa þetta svona okkur til halds og trausts. Eftir á er þetta svolítið einstök lífsreynsla að hafa verið kærður á grundvelli þessa lagaákvæðis. En þegar maður hugsar málið í alvöru þá á þetta ekki heima í nútímanum,“ segir Karl Ágúst. Karl Ágúst segir að mönnum verði að leyfast að gagnrýna trúarbrögð og gera grín að þeim. „Annað leiðir bara af sér tóma vitleysu. Það er mjög varasamt ef við komum okkur upp einhverjum fyrirbærum sem eiga að vera algjörlega hafin yfir alla gagnrýni og allt skop. Það finnst mér algjörlega fráleitt,“ segir hann. Helgi Hrafn segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki 2015, þótt það geti verið rétt að takmarka tjáningarfrelsið af ákveðnum grundvallarástæðum. Til dæmis til að vernda friðhelgi einkalífs. Ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum sé hins vegar annað mál. „Þessi klausa virðist vera gerð til þess eins að vernda einhvern ímyndaðan rétt fólks til að vera ekki móðgað,“ segir Helgi Hrafn. Það sé í fullkominni mótsögn við tjáningarfrelsið.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent