Erlent

Nærri helmingur MERS tilfella komu upp á einu sjúkrahúsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn sjúklingur sem smitast hafði af MERS var fluttur á milli deild í nokkra daga. Hann komst í tæri við um 900 manns.
Einn sjúklingur sem smitast hafði af MERS var fluttur á milli deild í nokkra daga. Hann komst í tæri við um 900 manns. Vísir/AFP
Starfsemi sjúkrahúss í Suður-Kóreu hefur verið stöðvuð að mestu leyti. Það var gert eftir að í ljós koma að nærri því helmingur allra MERS smita í landinu, eiga uppruna sinna að rekja til sjúkrahússins. Fimmtán hafa látið lífið og alls eru 145 smitaðir.

Samkvæmt vef landlæknis er MERS skæð bráðalungnabólga af völdum kórónaveiru sem fyrst greindist í Sádi-Arabíu árið 2012.

Forstjóri Samsung sjúkrahússins baðst opinberlega afsökunar í dag og sagði þetta vera á ábyrgð stjórnenda sjúkrahússins. Samkvæmt BBC segja embættismenn að rúmlega sjötíu tilfelli megi rekja til sjúkrahússins.

Þeirra á meðal var sjúklingur sem hafði verið færður á milli deilda í nokkra daga og var óttast að allt að 900 manns hefðu getað smitast frá honum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×