Erlent

Enn mótmælt í Hong Kong

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Þúsundir komu saman á götum Hong Kong í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Mótmælt hefur verið með reglulegu millibili í um níu mánuði og er gulur litur tákn mótmælanna. Regnhlífar og regnfatnað var einnig að sjá víða.

Mótmælendur eru jafnframt óánægðir með að Kommúnistaflokkurinn í Kína þurfi að samþykkja alla þá sem bjóða sig fram í sjálfstjórnarhéraðinu og krefjast þess að næstu kosningar verði án fyrirhugaðra afskipta flokksins.

Afar hörð mótmæli geisuðu í borginni undir lok síðasta árs. Regnhlífin varð í kjölfarið tákn lýðræðissinna sem notuðu hana til að verja sig fyrir piparúða lögreglunnar.


Tengdar fréttir

Hart barist í Hong Kong

Til mikilla átaka kom í Hong Kong í nótt á milli lögreglu og mótmælenda sem krefjast meira lýðræðis í borginni sem lýtur stjórn Kínverja. Mótmælin hafa nú staðið í rúma tvo mánuði en átökin í nótt eru með þeim harðari sem þar hafa orðið.

Sátt í sjónmáli í Hong Kong

Æðsti embættismaður Hong Kong, C.Y. Leung, segist vera tilbúinn til samningaviðræðna við mótmælendur stúdentahreyfingarinnar sem krefjast þess að kosningar á þarnæsta ári verði frjálsar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×