Erlent

Frakkar beðnir um að vera viðkunnanlegri við ferðamenn

Samúel Karl Ólason skrifar
Frakkar hafa víða ekki gott orð á sér fyrir þjónustulund.
Frakkar hafa víða ekki gott orð á sér fyrir þjónustulund. Vísir/Getty
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, hefur hvatt landa sína til að vera viðkunnanlegri við ferðamenn. Stjórnvöld tilkynntu í dag stærðarinnar átak sem ætlað er að fjölga ferðamönnum í Frakklandi. Ferðamannastraumurinn í Frakklandi er þegar mjög mikill.

Settur verður á laggirnar fjárfestingasjóður en þar að auki mun fara af stað auglýsingaherferð. Auglýsingunum verður ætlað að fá Frakka til að hugsa um háttsemi sitt. Fabius sagði ferðaþjónustu vera fjársjóð fyrir Frakka og það þyrfti að hlú að henni.

Hann bætti við að rúm væri fyrir betrumbætur. „Þegar við hittum erlenda ferðamenn, erum við öll sendiherrar Frakklands,“ er haft eftir honum á vef Independent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×