Þúsundir stefna til landsins vegna sólmyrkva Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2015 20:00 Fjögur skemmtiferðaskip koma hingað til lands síðar í mánuðinum sérstaklega svo þúsundir farþega geti fylgst með sólmyrkva hinn 20. mars. Þá hafa stjörnuáhugamenn flutt inn mikið magn sérstakra gleraugna til að fólk njóti sólmyrkvans betur. Mikill áhugi er á deildarmyrkva á sólu sem verður hinn 20. mars næst komandi og mun, ef veður leyfir, sjást mjög vel á Íslandi. Þúsundir manna eru á leið til landsins með skemmtiferðarskipum vegna þessa, eða með fyrri skipunum, því venjulega leggja þau ekki leið sína hingað til lands svo snemma. „Það er út af sólmyrkvanum já. Fjögur skip með samtals 3.500 farþega. Þetta er óvenju snemma því yfirleitt byrjar þetta tímabil í maí og nær hámarki í júní, júlí og ágúst,“ segir Björn Einarsson framkvæmdastjóri TVG Zimsen. En fyrirtækið sér um að þjóna nánast öllum skemmtiferðaskipum sem koma til landsins og segir hann mikla fjölgun þeirra framundan í sumar.En það er búið að vera leiðindatíð að undanförnu þannig að þessir farþegar eru að taka nokkra áhættu með því að koma til Íslands og sjá sólmyrkvann? „Já, ég vona að þeir séu ekki að taka forskot á sæluna með íslenskt sumar. En það er sólmyrkvinn sem heillar en svo koma skemmtiferðaskipin með sumar og sól yfir hásumarið hjá okkur,“ segir Björn í slagviðrinu niður á Miðbakka Reykjavíkurhafnar þar sem mörg skemmtiferðaskipanna leggjast upp að. Og það eru fleiri sem veðja á góð veðurskilyrði því ungir stjörnuskoðunarmenn sem standa á bakvið stjörnufræðivefinn hafa flutt inn 66 þúsund gleraugu sem fylla heilan bílskúr og hjálpa fólki við að njóta sólmyrkvans. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að fimmtíu þúsund gleraugu verði gefin til grunnskólabarna en það sem eftir er verður selt til að standa undir kaupunum, m.a. í Kringlunni um helgina. Fréttamaður setti upp gleraugun í bílskúrnum hjá Sævari Helga og og sá eðlilega ekki neitt. En hvernig hjálpa þessi gleraugu fólki að sjá sólmyrkvann? „Þessi gleraugu hjálpa okkur þannig að þau sía burt 99 prósent sólarljóssins og hleypa ekki í gegn hættulegu geislunum eins og útfjólubláu og innrauðu ljósi. Þannig að það er 100 prósent öruggt að skoða myrkvann með svona gleraugum,“ segir Sævar Helgi. Tunglið byrjar að skríða fyrir sólu um klukkan tuttugu mínútur fyrir níu föstudagsmorguninn 20. mars og tekur ferlið tæpa tvo tíma að sögn Sævars Helga. Og það er ekki að undra að deildarmyrkvinn trekki að því hann gerist ekki svo oft en með gleraugnagjöfinni til grunnskólakrakka vilja menn reyna að efla áhuga barna á vísindum. „Já, ég held að það sé gott málefni alla vega. Ég held að krakkar þurfi að fá smá hvatningu og gera eitthvað öðruvísi. Það hefur náttúrlega ekki sést svona mikill myrkvi í 61 ár. Næst verður það ekki fyrr en árið 2026. Þannig að ef einhvern tímann er tækifæri þá er það núna,“ segir Sævar Helgi. En myrkvinn í þessum mánuði verður deildarmyrkvi frá Íslandi séð en árið 2026 verður hins vegar hægt að sjá almyrkva á sólu frá Íslandi. Nánar má kynna sér sólmyrkvann á www.stjornufraedi.is. Sólmyrkvi 20. mars 2015 úr Reykjavík from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo. Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Fjögur skemmtiferðaskip koma hingað til lands síðar í mánuðinum sérstaklega svo þúsundir farþega geti fylgst með sólmyrkva hinn 20. mars. Þá hafa stjörnuáhugamenn flutt inn mikið magn sérstakra gleraugna til að fólk njóti sólmyrkvans betur. Mikill áhugi er á deildarmyrkva á sólu sem verður hinn 20. mars næst komandi og mun, ef veður leyfir, sjást mjög vel á Íslandi. Þúsundir manna eru á leið til landsins með skemmtiferðarskipum vegna þessa, eða með fyrri skipunum, því venjulega leggja þau ekki leið sína hingað til lands svo snemma. „Það er út af sólmyrkvanum já. Fjögur skip með samtals 3.500 farþega. Þetta er óvenju snemma því yfirleitt byrjar þetta tímabil í maí og nær hámarki í júní, júlí og ágúst,“ segir Björn Einarsson framkvæmdastjóri TVG Zimsen. En fyrirtækið sér um að þjóna nánast öllum skemmtiferðaskipum sem koma til landsins og segir hann mikla fjölgun þeirra framundan í sumar.En það er búið að vera leiðindatíð að undanförnu þannig að þessir farþegar eru að taka nokkra áhættu með því að koma til Íslands og sjá sólmyrkvann? „Já, ég vona að þeir séu ekki að taka forskot á sæluna með íslenskt sumar. En það er sólmyrkvinn sem heillar en svo koma skemmtiferðaskipin með sumar og sól yfir hásumarið hjá okkur,“ segir Björn í slagviðrinu niður á Miðbakka Reykjavíkurhafnar þar sem mörg skemmtiferðaskipanna leggjast upp að. Og það eru fleiri sem veðja á góð veðurskilyrði því ungir stjörnuskoðunarmenn sem standa á bakvið stjörnufræðivefinn hafa flutt inn 66 þúsund gleraugu sem fylla heilan bílskúr og hjálpa fólki við að njóta sólmyrkvans. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að fimmtíu þúsund gleraugu verði gefin til grunnskólabarna en það sem eftir er verður selt til að standa undir kaupunum, m.a. í Kringlunni um helgina. Fréttamaður setti upp gleraugun í bílskúrnum hjá Sævari Helga og og sá eðlilega ekki neitt. En hvernig hjálpa þessi gleraugu fólki að sjá sólmyrkvann? „Þessi gleraugu hjálpa okkur þannig að þau sía burt 99 prósent sólarljóssins og hleypa ekki í gegn hættulegu geislunum eins og útfjólubláu og innrauðu ljósi. Þannig að það er 100 prósent öruggt að skoða myrkvann með svona gleraugum,“ segir Sævar Helgi. Tunglið byrjar að skríða fyrir sólu um klukkan tuttugu mínútur fyrir níu föstudagsmorguninn 20. mars og tekur ferlið tæpa tvo tíma að sögn Sævars Helga. Og það er ekki að undra að deildarmyrkvinn trekki að því hann gerist ekki svo oft en með gleraugnagjöfinni til grunnskólakrakka vilja menn reyna að efla áhuga barna á vísindum. „Já, ég held að það sé gott málefni alla vega. Ég held að krakkar þurfi að fá smá hvatningu og gera eitthvað öðruvísi. Það hefur náttúrlega ekki sést svona mikill myrkvi í 61 ár. Næst verður það ekki fyrr en árið 2026. Þannig að ef einhvern tímann er tækifæri þá er það núna,“ segir Sævar Helgi. En myrkvinn í þessum mánuði verður deildarmyrkvi frá Íslandi séð en árið 2026 verður hins vegar hægt að sjá almyrkva á sólu frá Íslandi. Nánar má kynna sér sólmyrkvann á www.stjornufraedi.is. Sólmyrkvi 20. mars 2015 úr Reykjavík from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.
Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“