Kom að haferni á flögri inni í fjárhúsi ingibjörg bára sveinsdóttir skrifar 4. mars 2015 07:15 Í fjárhúsinu. Gunnar Ketill Sigurðsson, bóndi á Krossi í Berufirði, segir það hafa verið spurningu hvor hafi verið hræddari, hann eða haförninn. Mynd/Svavar Pétur Eysteinsson „Þetta var mjög skrítið en hefði nú ekki orðið í umræðunni ef kunningi minn hefði ekki hringt og spurt hvort ég hefði séð örninn. Ég sagði að ég gæti ekki neitað því þar sem hann hefði verið kominn inn í fjárhús.“ Þetta segir Gunnar Ketill Sigurðsson, bóndi á Krossi, sem er næstysti bær í Berufirði. Sést hefur til hafarnar í Djúpavogshreppi og út fyrir svæðið á undanförnum mánuðum. Það var fyrir tæpum tveimur vikum sem Gunnar sá örninn þegar hann fór til gegninga. „Þegar ég kom út í fjárhús í leiðindaveðri var hann þarna á flögri greyið. Hann hefur farið inn um hálfhurð á neðanverðu fjárhúsinu. Mér stóð ekki á sama og það var spurning hvor okkar var hræddari þegar við horfðumst í augu. Ef haförn fer í andlitið á manni getur hann stórslasað hann.“ Gunnar kvaðst hafa flýtt sér að opna stórar dyr á fjárhúsinu því hann var hræddur um að haförninn myndi skaða sig og flaug þá fuglinn, sem hafði flögrað aðeins þremur metrum frá honum, út. „Það voru kannski mistök að hafa ekki farið til að fá einhvern til að taka mynd. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Ég veit ekki til að fara með það hversu lengi hann hefur verið inni í fjárhúsinu en mér flaug í hug hvort hann gæti hafa verið að elta bráð inn sem hefur þá verið farin en ekki hann. Nokkrum dögum áður fann ég ræfil af smyrli í vegkantinum en ég hafði ekki frétt af því að þessi fugl væri á ferðinni.“ Að sögn Gunnars voru rollurnar hálfhræddar. „En hann kom ekki nálægt þeim þegar ég var þarna. Hann hafði ekkert gert þeim og hann settist aldrei.“ Bóndinn á Krossi kveðst aldrei áður hafa séð örn á svæðinu en hann hafi oft séð erni vestur á fjörðum þegar hann bjó þar. Haförninn sást aftur á Krossi síðastliðinn laugardag þegar hann renndi sér niður í dúfnahóp. „Það er mjög sérstakt að maður skyldi verða þess aðnjótandi að sjá hann. Ég myndi ímynda mér að þetta væri ungur fugl. Hann var svo ljós. Maður hefur aðeins gluggað í bækur.“ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
„Þetta var mjög skrítið en hefði nú ekki orðið í umræðunni ef kunningi minn hefði ekki hringt og spurt hvort ég hefði séð örninn. Ég sagði að ég gæti ekki neitað því þar sem hann hefði verið kominn inn í fjárhús.“ Þetta segir Gunnar Ketill Sigurðsson, bóndi á Krossi, sem er næstysti bær í Berufirði. Sést hefur til hafarnar í Djúpavogshreppi og út fyrir svæðið á undanförnum mánuðum. Það var fyrir tæpum tveimur vikum sem Gunnar sá örninn þegar hann fór til gegninga. „Þegar ég kom út í fjárhús í leiðindaveðri var hann þarna á flögri greyið. Hann hefur farið inn um hálfhurð á neðanverðu fjárhúsinu. Mér stóð ekki á sama og það var spurning hvor okkar var hræddari þegar við horfðumst í augu. Ef haförn fer í andlitið á manni getur hann stórslasað hann.“ Gunnar kvaðst hafa flýtt sér að opna stórar dyr á fjárhúsinu því hann var hræddur um að haförninn myndi skaða sig og flaug þá fuglinn, sem hafði flögrað aðeins þremur metrum frá honum, út. „Það voru kannski mistök að hafa ekki farið til að fá einhvern til að taka mynd. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Ég veit ekki til að fara með það hversu lengi hann hefur verið inni í fjárhúsinu en mér flaug í hug hvort hann gæti hafa verið að elta bráð inn sem hefur þá verið farin en ekki hann. Nokkrum dögum áður fann ég ræfil af smyrli í vegkantinum en ég hafði ekki frétt af því að þessi fugl væri á ferðinni.“ Að sögn Gunnars voru rollurnar hálfhræddar. „En hann kom ekki nálægt þeim þegar ég var þarna. Hann hafði ekkert gert þeim og hann settist aldrei.“ Bóndinn á Krossi kveðst aldrei áður hafa séð örn á svæðinu en hann hafi oft séð erni vestur á fjörðum þegar hann bjó þar. Haförninn sást aftur á Krossi síðastliðinn laugardag þegar hann renndi sér niður í dúfnahóp. „Það er mjög sérstakt að maður skyldi verða þess aðnjótandi að sjá hann. Ég myndi ímynda mér að þetta væri ungur fugl. Hann var svo ljós. Maður hefur aðeins gluggað í bækur.“
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira